Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað gerir dópamín?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Dópamín er taugaboðefni í heilanum og kemur víða við sögu. Efnafræðilega tilheyrir það amínum en amín eru einn meginflokkur hormóna (hinir eru peptíð og sterar). Dópamín er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi miðtaugakerfisins. Hér á eftir er gerð grein fyrir nokkrum helstu hlutverkum þess.

Í grunnkjörnum heilans kemur dópamín að stjórnun hreyfinga. Ef það vantar verða hreyfingar skrykkjóttar og erfitt að stjórna þeim. Þetta er lýsingin á Parkisonsveiki en skortur á dópamíni í grunnkjörnum heilans og ójafnvægi boðefna í kjölfarið er talin vera orsök einkenna Parkinsonsveikinnar. Lyfjameðferð við veikinni gengur annað hvort út á að auka virkni dópamíns í heilanum, draga úr niðurbroti þess, bæta upp skortinn á því eða draga úr virkni ensímisins sem brýtur dópamínið niður (það er, seinka niðurbrotinu).

Einnig hefur dópamín verið tengt kækjum sem fylgja Tourette-heilkenninu og er kenningin sú að of mikil dópamínvirkni í heila valdi kækjum. Því til stuðnings hefur verið bent á að dópamínörvandi lyf geti ýtt undir kæki og dópamínhamlandi lyf geti bælt þá.

Í ennisblöðum heilans stjórnar dópamín upplýsingaflæði frá öðrum svæðum heilans. Truflun í dópamínseyti hér getur leitt til samhengislausrar hugsunar, jafnvel geðklofa. Dópamínskortur í ennisblöðum getur einnig leitt til minnistaps.

Í svonefndu randkerfi hefur dópamín áhrif á tilfinningar en randkerfið ræður miklu um atferli manna með áhrifum á hvatir og geðhrif. Talið er að of mikið af efninu hér leiði til ofsóknarbrjálæðis.

Ennfremur tekur dópamín þátt í efnafræði ánægjunnar en losun efnisins í þann hluta randkerfisins sem hefur verið kallaður ánægjustöð (svæði rétt neðan við stúku heilans) framkallar ánægju. Ánægjustöðin verðlaunar lífsnauðsynlega starfsemi svo sem át og kynlíf en hún kemur einnig við sögu í fíkninni sem tengist alkóhóli, tóbaki og ýmsum lyfjum.

Dópamín er einnig hormón seytt frá undirstúku heilans. Meginhlutverk þess er að hindra seyti mjólkurhormóns (prólaktíns) frá heiladingli.

Dópamín er einnig notað sem lyf (Dopastat og Intropin) sem hafa áhrif á driftaugakerfið og framkallar aukna hjartsláttartíðni og hærri blóðþrýsting. Það er því notað til að lækna lágan blóðþrýsting og lost.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

30.9.2003

Spyrjandi

Bjarney Anna Bjarnadóttir, f. 1984

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerir dópamín?“ Vísindavefurinn, 30. september 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3766.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 30. september). Hvað gerir dópamín? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3766

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað gerir dópamín?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3766>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerir dópamín?
Dópamín er taugaboðefni í heilanum og kemur víða við sögu. Efnafræðilega tilheyrir það amínum en amín eru einn meginflokkur hormóna (hinir eru peptíð og sterar). Dópamín er nauðsynlegt fyrir eðlilega starfsemi miðtaugakerfisins. Hér á eftir er gerð grein fyrir nokkrum helstu hlutverkum þess.

Í grunnkjörnum heilans kemur dópamín að stjórnun hreyfinga. Ef það vantar verða hreyfingar skrykkjóttar og erfitt að stjórna þeim. Þetta er lýsingin á Parkisonsveiki en skortur á dópamíni í grunnkjörnum heilans og ójafnvægi boðefna í kjölfarið er talin vera orsök einkenna Parkinsonsveikinnar. Lyfjameðferð við veikinni gengur annað hvort út á að auka virkni dópamíns í heilanum, draga úr niðurbroti þess, bæta upp skortinn á því eða draga úr virkni ensímisins sem brýtur dópamínið niður (það er, seinka niðurbrotinu).

Einnig hefur dópamín verið tengt kækjum sem fylgja Tourette-heilkenninu og er kenningin sú að of mikil dópamínvirkni í heila valdi kækjum. Því til stuðnings hefur verið bent á að dópamínörvandi lyf geti ýtt undir kæki og dópamínhamlandi lyf geti bælt þá.

Í ennisblöðum heilans stjórnar dópamín upplýsingaflæði frá öðrum svæðum heilans. Truflun í dópamínseyti hér getur leitt til samhengislausrar hugsunar, jafnvel geðklofa. Dópamínskortur í ennisblöðum getur einnig leitt til minnistaps.

Í svonefndu randkerfi hefur dópamín áhrif á tilfinningar en randkerfið ræður miklu um atferli manna með áhrifum á hvatir og geðhrif. Talið er að of mikið af efninu hér leiði til ofsóknarbrjálæðis.

Ennfremur tekur dópamín þátt í efnafræði ánægjunnar en losun efnisins í þann hluta randkerfisins sem hefur verið kallaður ánægjustöð (svæði rétt neðan við stúku heilans) framkallar ánægju. Ánægjustöðin verðlaunar lífsnauðsynlega starfsemi svo sem át og kynlíf en hún kemur einnig við sögu í fíkninni sem tengist alkóhóli, tóbaki og ýmsum lyfjum.

Dópamín er einnig hormón seytt frá undirstúku heilans. Meginhlutverk þess er að hindra seyti mjólkurhormóns (prólaktíns) frá heiladingli.

Dópamín er einnig notað sem lyf (Dopastat og Intropin) sem hafa áhrif á driftaugakerfið og framkallar aukna hjartsláttartíðni og hærri blóðþrýsting. Það er því notað til að lækna lágan blóðþrýsting og lost.

Heimildir:...