Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hversu margir búa í Afríku? eru upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Í svarinu hér á eftir er stuðst við upplýsingar fyrir árið 2000 af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna.

Til þess að svara spurningunni hvort fleiri börn eða fullorðnir séu í Afríku þarf fyrst að ákveða hvenær börn verða fullorðin. Hér er miðað við að til barna teljist þeir sem eru 14 ára og yngri en sú aldursviðmiðun er höfð til hliðsjónar á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna þegar svokallað framfærsluhlutfall (e. dependency ratio) er reiknað.

Framfærsluhlutfallið segir okkur hvert hlutfallið er á milli framfærðra. það er barna (0-14 ára) og eldri borgara (65 ára og eldri), og framfærenda eða fólks á vinnualdri (15-64 ára). Framfærsluhlutfallið segir okkur ýmislegt um samfélagið sem í hlut á og þarfir þess í framtíðinni, til dæmis hvað snertir heilsugæslu, skóla og ýmsa aðra þjónustu.

Áætlað er að íbúar Afríku hafi verið um 800 milljónir árið 2000. Þar af voru um 340 milljónir eða 43% yngri en 15 ára, um 430 milljónir (54%) voru á aldrinum 15-64 ára og tæplega 26 milljónir (3%) voru 65 ára eða eldri. Það eru sem sagt fleiri fullorðnir en börn í Afríku þrátt fyrir að hlutfall barna sé mjög hátt.

Til þess að skoða aldursdreifingu Afríkubúa aðeins nánar er ágætt að nota mannfjöldapíramíta. Hann sýnir hversu stórt hlutfall mannfjöldans er í hverjum aldurshópi en venjan er að láta hvern hóp ná yfir 5 ára tímabil. Einnig sýnir mannfjöldapíramíti skiptingu milli kynjanna.


Aldurspíramíti fyrir Afríku árið 2000

Eins og myndin hér að ofan sýnir þá eru yngstu aldurshóparnir fjölmennastir og hlutfall aldraðra mjög lágt. Mannfjöldapíramíti fyrir Afríku er því dæmigerður fyrir svæði þar sem íbúum fjölgar hratt, einkum vegna fjölda fæðinga. Það kemur vel heim og saman við það að Afríka er sú heimsálfa þar sem hlutfallslega mest fólksfjölgun á eftir að verða næstu áratugina. Nánar má lesa um það í svari sama höfundar við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050?

Að lokum má geta þess að hlutfall barna í Afríku er hærra en í nokkurri annarri heimsálfu eins og taflan hér að neðan ber með sér.

HeimsálfaHlutfall íbúa 0-14 ára
Afríka42,7%
Asía30,4%
Evrópa17,5%
Eyjaálfa25,8%
Norður-Ameríka21,6%
Suður-Ameríka
(Rómanska Ameríka)
31,9%

Heimildir:
  • Sameinuðu þjóðirnar
  • Peter Östman ofl. 2000. Landafræði, maðurinn, auðlindirnar, umhverfið. Reykjavík, Mál og menning.
  • Jerome Fellmann ofl. 1990. Human Geography – landscape of human activity. Dubuque, IA, Wm. C. Brown.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.3.2004

Spyrjandi

Sigríður Kristín Kristjánsdóttir, f. 1994

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2004. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4103.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 29. mars). Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4103

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2004. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4103>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort eru fleiri fullorðnir eða börn í Afríku?
Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hversu margir búa í Afríku? eru upplýsingar um íbúafjölda í Afríku (og annars staðar í heiminum) nokkuð breytilegar eftir því hvaða heimild er skoðuð. Í svarinu hér á eftir er stuðst við upplýsingar fyrir árið 2000 af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna.

Til þess að svara spurningunni hvort fleiri börn eða fullorðnir séu í Afríku þarf fyrst að ákveða hvenær börn verða fullorðin. Hér er miðað við að til barna teljist þeir sem eru 14 ára og yngri en sú aldursviðmiðun er höfð til hliðsjónar á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna þegar svokallað framfærsluhlutfall (e. dependency ratio) er reiknað.

Framfærsluhlutfallið segir okkur hvert hlutfallið er á milli framfærðra. það er barna (0-14 ára) og eldri borgara (65 ára og eldri), og framfærenda eða fólks á vinnualdri (15-64 ára). Framfærsluhlutfallið segir okkur ýmislegt um samfélagið sem í hlut á og þarfir þess í framtíðinni, til dæmis hvað snertir heilsugæslu, skóla og ýmsa aðra þjónustu.

Áætlað er að íbúar Afríku hafi verið um 800 milljónir árið 2000. Þar af voru um 340 milljónir eða 43% yngri en 15 ára, um 430 milljónir (54%) voru á aldrinum 15-64 ára og tæplega 26 milljónir (3%) voru 65 ára eða eldri. Það eru sem sagt fleiri fullorðnir en börn í Afríku þrátt fyrir að hlutfall barna sé mjög hátt.

Til þess að skoða aldursdreifingu Afríkubúa aðeins nánar er ágætt að nota mannfjöldapíramíta. Hann sýnir hversu stórt hlutfall mannfjöldans er í hverjum aldurshópi en venjan er að láta hvern hóp ná yfir 5 ára tímabil. Einnig sýnir mannfjöldapíramíti skiptingu milli kynjanna.


Aldurspíramíti fyrir Afríku árið 2000

Eins og myndin hér að ofan sýnir þá eru yngstu aldurshóparnir fjölmennastir og hlutfall aldraðra mjög lágt. Mannfjöldapíramíti fyrir Afríku er því dæmigerður fyrir svæði þar sem íbúum fjölgar hratt, einkum vegna fjölda fæðinga. Það kemur vel heim og saman við það að Afríka er sú heimsálfa þar sem hlutfallslega mest fólksfjölgun á eftir að verða næstu áratugina. Nánar má lesa um það í svari sama höfundar við spurningunni Hvað munu margir búa á jörðinni árið 2050?

Að lokum má geta þess að hlutfall barna í Afríku er hærra en í nokkurri annarri heimsálfu eins og taflan hér að neðan ber með sér.

HeimsálfaHlutfall íbúa 0-14 ára
Afríka42,7%
Asía30,4%
Evrópa17,5%
Eyjaálfa25,8%
Norður-Ameríka21,6%
Suður-Ameríka
(Rómanska Ameríka)
31,9%

Heimildir:
  • Sameinuðu þjóðirnar
  • Peter Östman ofl. 2000. Landafræði, maðurinn, auðlindirnar, umhverfið. Reykjavík, Mál og menning.
  • Jerome Fellmann ofl. 1990. Human Geography – landscape of human activity. Dubuque, IA, Wm. C. Brown.
...