Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun?

Jón Már Halldórsson

Æxlun nefnist það þegar lífverur geta af sér afkvæmi og er það eitt af einkennum allra lífvera. Í lífríkinu er hægt að greina tvo meginflokka æxlunar, annars vegar kynæxlun og hins vegar kynlausa æxlun. Meginmunurinn á þessum æxlunargerðum er sá að við kynæxlun makast einstaklingar af gagnstæðu kyni, þar sem karldýrið myndar sáðfrumur og kvendýrið egg, en í kynlausri æxlun fjölgar lífvera sér sjálf án aðstoðar einstaklings af gagnstæðu kyni.

Kynlaus æxlun

Nokkur afbrigði eru þekkt af kynlausri æxlun til dæmis skipting, knappskot, gróæxlun og vaxtaræxlun.

Skipting þekkist meðal annars hjá flestum bakteríum og frumdýrum. Amaban er dæmi um lífveru sem fjölgar sér með skiptingu. Fyrst skiptist kjarninn í tvo hluta og síðan skiptist fruman. Eftir standa tvær dótturfrumur sem eru erfðafræðilega alveg eins og móðurfruman. Þær eru að vísu aðeins minni en vaxa með tímanum upp í vissa stærð og geta þá skipt sér. Rannsóknir hafa sýnt að amaban getur skipt sér með þessum hætti á rúmlega 24 klukkustunda fresti. Bakteríur (gerlar) skipta sér þó mun hraðar.

Amaba fjölgar sér með einfaldri frumuskiptingu.

Knappskot er annað mjög algengt afbrigði af kynlausri æxlun. Þá vex einhvers konar knappur eða útskot frá foreldrinu. Þegar ákveðinni stærð er náð slitnar afkvæmið frá. Slíkt æxlunarform þekkist meðal annars hjá armslöngum (hydra) og gersveppum.


Armslanga að fjölga sér með knappskoti.

Gróæxlun nefnist það þegar gró sem er æxlunarfruma, vex upp í nýjan einstakling. Ýmsar lágplöntur eins og mosar og burknar stunda gróæxlun. Þá myndast gróin inni í svokölluðum gróhirslum. Hjá burknum eru gróhirslurnar staðsettar á neðra borði laufblaðanna sem einhvers konar gróblettir. Þegar gróin eru orðin fullþroskuð þá opnast gróhirslurnar og þau dreifast með vindi. Ef gró lendir á heppilegum stað vex upp af því nýr einstaklingur.

Vaxtaræxlun þekkist hjá plöntum. Kartöflur eru gott dæmi en þar myndast hnýði (kartöflur) á neðanjarðarstöngli plöntunnar. Að hausti deyja laufblöð plöntunnar, stöngull og móðirin en kartöflurnar liggja í dvala í moldinni til næsta vors þegar nýjar plöntur vaxa upp af þeim.

Kynæxlun

Kynæxlun krefst tveggja einstaklinga. Um er að ræða mjög flókið ferli sem í meginatriðum felst í því að sáðfruma frjóvgar eggfrumu og erfðaefni kynfrumanna sameinast í eggfrumunni og úr verður okfruma sem er fyrsta fruma nýs einstaklings. Þessu er lýst nokkuð ítarlega í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig verðum við til?


Sæðisfruma frjóvgar egg í spendýri.

Meðal spendýra fer frjóvgunin fram innan líkama kvendýrsins og í langflestum tilvikum þroskast fóstrið einnig inni í líkama móður. Nefdýr eru þó undantekningin á þessari reglu meðal spendýra þar sem þau verpa eggjum. Lesa má um nefdýr í svari sama höfundar við spurningunni Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr?

Meðal skriðdýra og fugla er líka um innri frjóvgun að ræða en mestur þroskunartími fóstursins fer fram utan líkama kvendýrsins. Hið frjóvgaða egg fær skurn sér til varnar snemma á þroskunartímanum áður en því er verpt. Lesa má nánar um þetta í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig fjölga fuglar sér?

Meðal froskdýra og fiska fer frjóvgunin fram utan líkama móður. Hjá froskdýrum fer æxlunin þannig fram að karldýrið fer uppá bak kvendýrsins og grípur það fangbrögðum. Við það losa báðir einstaklingar kynfrumur sínar í vatnið og frjóvgun á sér stað. Eggin eða hrognin þroskast svo með tímanum í halakörtur. Um þetta er nánar fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig æxlast froskar?

Svipað er uppi á teningnum meðal langflestra fiska, þá losa kynin hrogn og svil (egg og sæði) í vatnið og synda svilin að hrognunum og frjóvga þau. Mikill atferlisfræðilegur breytileiki er á því hvernig fiskar bera sig að við æxlun. Hornsíli gera sér hreiður í grunnu vatni sem þau losa kynfrumur sínar í. Þorskfiskar framleiða gríðarlegan fjölda hrogna og spýja þeim út í vatnsmassann.

Kynæxlun þekkist meðal annarra hópa lífvera sem ekki verður farið nánar út í hér en þetta eru ólíkir hópar eins og blómplöntur, myglusveppir og liðdýr svo dæmi séu tekin.

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör sem fjalla um æxlun tiltekinna lífvera. Sem dæmi má nefna:Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.5.2004

Spyrjandi

Katrín Dögg Valsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun?“ Vísindavefurinn, 14. maí 2004. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4253.

Jón Már Halldórsson. (2004, 14. maí). Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4253

Jón Már Halldórsson. „Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun?“ Vísindavefurinn. 14. maí. 2004. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4253>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlun?
Æxlun nefnist það þegar lífverur geta af sér afkvæmi og er það eitt af einkennum allra lífvera. Í lífríkinu er hægt að greina tvo meginflokka æxlunar, annars vegar kynæxlun og hins vegar kynlausa æxlun. Meginmunurinn á þessum æxlunargerðum er sá að við kynæxlun makast einstaklingar af gagnstæðu kyni, þar sem karldýrið myndar sáðfrumur og kvendýrið egg, en í kynlausri æxlun fjölgar lífvera sér sjálf án aðstoðar einstaklings af gagnstæðu kyni.

Kynlaus æxlun

Nokkur afbrigði eru þekkt af kynlausri æxlun til dæmis skipting, knappskot, gróæxlun og vaxtaræxlun.

Skipting þekkist meðal annars hjá flestum bakteríum og frumdýrum. Amaban er dæmi um lífveru sem fjölgar sér með skiptingu. Fyrst skiptist kjarninn í tvo hluta og síðan skiptist fruman. Eftir standa tvær dótturfrumur sem eru erfðafræðilega alveg eins og móðurfruman. Þær eru að vísu aðeins minni en vaxa með tímanum upp í vissa stærð og geta þá skipt sér. Rannsóknir hafa sýnt að amaban getur skipt sér með þessum hætti á rúmlega 24 klukkustunda fresti. Bakteríur (gerlar) skipta sér þó mun hraðar.

Amaba fjölgar sér með einfaldri frumuskiptingu.

Knappskot er annað mjög algengt afbrigði af kynlausri æxlun. Þá vex einhvers konar knappur eða útskot frá foreldrinu. Þegar ákveðinni stærð er náð slitnar afkvæmið frá. Slíkt æxlunarform þekkist meðal annars hjá armslöngum (hydra) og gersveppum.


Armslanga að fjölga sér með knappskoti.

Gróæxlun nefnist það þegar gró sem er æxlunarfruma, vex upp í nýjan einstakling. Ýmsar lágplöntur eins og mosar og burknar stunda gróæxlun. Þá myndast gróin inni í svokölluðum gróhirslum. Hjá burknum eru gróhirslurnar staðsettar á neðra borði laufblaðanna sem einhvers konar gróblettir. Þegar gróin eru orðin fullþroskuð þá opnast gróhirslurnar og þau dreifast með vindi. Ef gró lendir á heppilegum stað vex upp af því nýr einstaklingur.

Vaxtaræxlun þekkist hjá plöntum. Kartöflur eru gott dæmi en þar myndast hnýði (kartöflur) á neðanjarðarstöngli plöntunnar. Að hausti deyja laufblöð plöntunnar, stöngull og móðirin en kartöflurnar liggja í dvala í moldinni til næsta vors þegar nýjar plöntur vaxa upp af þeim.

Kynæxlun

Kynæxlun krefst tveggja einstaklinga. Um er að ræða mjög flókið ferli sem í meginatriðum felst í því að sáðfruma frjóvgar eggfrumu og erfðaefni kynfrumanna sameinast í eggfrumunni og úr verður okfruma sem er fyrsta fruma nýs einstaklings. Þessu er lýst nokkuð ítarlega í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvernig verðum við til?


Sæðisfruma frjóvgar egg í spendýri.

Meðal spendýra fer frjóvgunin fram innan líkama kvendýrsins og í langflestum tilvikum þroskast fóstrið einnig inni í líkama móður. Nefdýr eru þó undantekningin á þessari reglu meðal spendýra þar sem þau verpa eggjum. Lesa má um nefdýr í svari sama höfundar við spurningunni Hvort eru nefdýr spendýr eða skriðdýr?

Meðal skriðdýra og fugla er líka um innri frjóvgun að ræða en mestur þroskunartími fóstursins fer fram utan líkama kvendýrsins. Hið frjóvgaða egg fær skurn sér til varnar snemma á þroskunartímanum áður en því er verpt. Lesa má nánar um þetta í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig fjölga fuglar sér?

Meðal froskdýra og fiska fer frjóvgunin fram utan líkama móður. Hjá froskdýrum fer æxlunin þannig fram að karldýrið fer uppá bak kvendýrsins og grípur það fangbrögðum. Við það losa báðir einstaklingar kynfrumur sínar í vatnið og frjóvgun á sér stað. Eggin eða hrognin þroskast svo með tímanum í halakörtur. Um þetta er nánar fjallað í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig æxlast froskar?

Svipað er uppi á teningnum meðal langflestra fiska, þá losa kynin hrogn og svil (egg og sæði) í vatnið og synda svilin að hrognunum og frjóvga þau. Mikill atferlisfræðilegur breytileiki er á því hvernig fiskar bera sig að við æxlun. Hornsíli gera sér hreiður í grunnu vatni sem þau losa kynfrumur sínar í. Þorskfiskar framleiða gríðarlegan fjölda hrogna og spýja þeim út í vatnsmassann.

Kynæxlun þekkist meðal annarra hópa lífvera sem ekki verður farið nánar út í hér en þetta eru ólíkir hópar eins og blómplöntur, myglusveppir og liðdýr svo dæmi séu tekin.

Á Vísindavefnum er að finna fjölmörg svör sem fjalla um æxlun tiltekinna lífvera. Sem dæmi má nefna:Myndir:...