Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvernig fjölga ánamaðkar sér?

Jón Már Halldórsson

Ánamaðkar fjölga sér með tvíkynja æxlun eins og mörg dýr gera. Hitt er merkilegra að hvert dýr er tvíkynja þannig að egg og sæði myndast í sama dýrinu. Yfirleitt makast ánamaðkar niðri í moldinni þannig að mökunarferlið er sjaldnast sýnilegt mönnum. Ein algeng tegund hérlendis, stóráni, heldur sig þó við yfirborðið.

Mökun ánamaðka fer þannig fram að tveir ánamaðkar festa sig saman á neðra borði búksins þannig að framendarnir vísa hvor í sína áttina. Beltið (sem er áberandi hnúður á maðkinum) hefur það hlutverk að framleiða slímhólka utan um hvorn maðkinn fyrir sig.

Mökun ánamaðka fer þannig fram að tveir ánamaðkar festa sig saman á neðra borði búksins þannig að framendarnir vísa hvor í sína áttina.

Karlop er á 15. lið hvors dýrs um sig. Frá karlopinu flyst sæðið eftir eins konar sæðisdæld í átt að beltinu og yfir í sæðisgeymslur á 9. og 10. lið á hinum maðkinum.

Eftir að ánamaðkarnir hafa skipst á sæði losna þeir hvor frá öðrum og mynda hvor sitt egghylki. Slímhólkurinn sem maðkarnir mynduðu áður færist nú fram eftir þeim. Egg úr kvenopinu á 14. lið og aðkomið sæði úr sæðisgeymslunum á 9. og 10. lið falla í hólkana og eggið frjóvgast þar.

Að síðustu rennur slímhólkurinn fram af ánamaðkinum, þornar og myndar kúlulaga egghylki. Hylki þessi eru ólík eftir tegundum hvað varðar stærð, lit og lögun. Egghylki þessi geta verið frá 1,5 mm upp í 5,0 mm að stærð.

Á norðlægum slóðum þroskast yfirleitt aðeins eitt egg í hverju hylki en hjá sumum suðrænum tegundum eru eggin fleiri. Þá þroskast fleiri en eitt ungdýr úr hverju hylki.

Egghylkið fellur í jarðveginn og þar þroskast eggið. Að síðustu skríður ungviðið út án þess að foreldrarnir skipti sér nokkuð af afdrifum þess.

Frekara lesefni:

  • D.Hurd, E.B.Snyder, G.F.Matthias, J.D.Wright, S.M.Johnson: Lifandi veröld: Almenn náttúruvísindi. Hálfdan Ómar Hálfdanarson þýddi og staðfærði. Reykjavík: Námsgagnastofnun, 1999. Sérstaklega bendum við á mynd 7-14 á bls. 120.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.3.2001

Spyrjandi

Berglind Björk Halldórsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga ánamaðkar sér?“ Vísindavefurinn, 8. mars 2001. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1372.

Jón Már Halldórsson. (2001, 8. mars). Hvernig fjölga ánamaðkar sér? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1372

Jón Már Halldórsson. „Hvernig fjölga ánamaðkar sér?“ Vísindavefurinn. 8. mar. 2001. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1372>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig fjölga ánamaðkar sér?
Ánamaðkar fjölga sér með tvíkynja æxlun eins og mörg dýr gera. Hitt er merkilegra að hvert dýr er tvíkynja þannig að egg og sæði myndast í sama dýrinu. Yfirleitt makast ánamaðkar niðri í moldinni þannig að mökunarferlið er sjaldnast sýnilegt mönnum. Ein algeng tegund hérlendis, stóráni, heldur sig þó við yfirborðið.

Mökun ánamaðka fer þannig fram að tveir ánamaðkar festa sig saman á neðra borði búksins þannig að framendarnir vísa hvor í sína áttina. Beltið (sem er áberandi hnúður á maðkinum) hefur það hlutverk að framleiða slímhólka utan um hvorn maðkinn fyrir sig.

Mökun ánamaðka fer þannig fram að tveir ánamaðkar festa sig saman á neðra borði búksins þannig að framendarnir vísa hvor í sína áttina.

Karlop er á 15. lið hvors dýrs um sig. Frá karlopinu flyst sæðið eftir eins konar sæðisdæld í átt að beltinu og yfir í sæðisgeymslur á 9. og 10. lið á hinum maðkinum.

Eftir að ánamaðkarnir hafa skipst á sæði losna þeir hvor frá öðrum og mynda hvor sitt egghylki. Slímhólkurinn sem maðkarnir mynduðu áður færist nú fram eftir þeim. Egg úr kvenopinu á 14. lið og aðkomið sæði úr sæðisgeymslunum á 9. og 10. lið falla í hólkana og eggið frjóvgast þar.

Að síðustu rennur slímhólkurinn fram af ánamaðkinum, þornar og myndar kúlulaga egghylki. Hylki þessi eru ólík eftir tegundum hvað varðar stærð, lit og lögun. Egghylki þessi geta verið frá 1,5 mm upp í 5,0 mm að stærð.

Á norðlægum slóðum þroskast yfirleitt aðeins eitt egg í hverju hylki en hjá sumum suðrænum tegundum eru eggin fleiri. Þá þroskast fleiri en eitt ungdýr úr hverju hylki.

Egghylkið fellur í jarðveginn og þar þroskast eggið. Að síðustu skríður ungviðið út án þess að foreldrarnir skipti sér nokkuð af afdrifum þess.

Frekara lesefni:

  • D.Hurd, E.B.Snyder, G.F.Matthias, J.D.Wright, S.M.Johnson: Lifandi veröld: Almenn náttúruvísindi. Hálfdan Ómar Hálfdanarson þýddi og staðfærði. Reykjavík: Námsgagnastofnun, 1999. Sérstaklega bendum við á mynd 7-14 á bls. 120.

Mynd:

...