Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er uppruni íslenska tungumálsins?

Guðrún Kvaran

Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópska frummálsins sem nefnd er germanska. Germanska greinist snemma í þrjár undirættir:



Til austurgermönsku telst aðeins eitt mál, gotneska, sem talað var af hinum forna þjóðflokki Gotum en er nú útdautt. Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu Úlfílasar biskups á Biblíunni frá 4. öld e. Kr. Til vesturgermanskra mála teljast meðal annars enska, þýska, hollenska og frísneska.

Elsta stig norðurgermanskra mála er kallað frumnorræna sem talað var á Norðurlöndum frá um 200 til um 800 e. Kr. Helstu heimildir um það er að finna á rúnaristum. Frumnorræna greindist síðan í tvær kvíslir sem aftur greindust í undirkvíslir:



Íslenska er þannig skyldari norsku og færeysku en sænsku og dönsku þótt öll séu málin runnin frá sama meiði. Landnámsmenn fluttu með sér tungumál sitt þegar þeir settust að á Íslandi. Flestir komu þeir frá Vestur-Noregi en einnig frá öðrum hlutum Noregs. Einhverjir komu frá Danmörku og Svíþjóð ef treysta má fornum heimildum.

Þá fluttu landnámsmenn með sér fólk frá Írlandi sem þeir tóku herfangi. Þegar í elsta máli er því að finna merki um keltnesk orð í málinu þótt áhrifin hafi aldrei orðið mikil. Smám saman þróast málið á Íslandi og fjarlægist norsku sem einnig tók sínum breytingum. Þegar komið var undir 1400 voru málin orðin talsvert ólík og eru það enn í dag.

Íslenska hefur í aldanna rás tekið ýmsum breytingum bæði hvað hljóðkerfið og beygingakerfið varðar og fjöldi orða hefur borist inn í málið að utan sem tökuorð. Einnig er innlend, virk orðmyndun sífellt í gangi þannig að málið er í stöðugri þróun.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.7.2004

Spyrjandi

Ólöf Vala Schram

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni íslenska tungumálsins?“ Vísindavefurinn, 29. júlí 2004. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4430.

Guðrún Kvaran. (2004, 29. júlí). Hver er uppruni íslenska tungumálsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4430

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni íslenska tungumálsins?“ Vísindavefurinn. 29. júl. 2004. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4430>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni íslenska tungumálsins?
Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópska frummálsins sem nefnd er germanska. Germanska greinist snemma í þrjár undirættir:



Til austurgermönsku telst aðeins eitt mál, gotneska, sem talað var af hinum forna þjóðflokki Gotum en er nú útdautt. Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu Úlfílasar biskups á Biblíunni frá 4. öld e. Kr. Til vesturgermanskra mála teljast meðal annars enska, þýska, hollenska og frísneska.

Elsta stig norðurgermanskra mála er kallað frumnorræna sem talað var á Norðurlöndum frá um 200 til um 800 e. Kr. Helstu heimildir um það er að finna á rúnaristum. Frumnorræna greindist síðan í tvær kvíslir sem aftur greindust í undirkvíslir:



Íslenska er þannig skyldari norsku og færeysku en sænsku og dönsku þótt öll séu málin runnin frá sama meiði. Landnámsmenn fluttu með sér tungumál sitt þegar þeir settust að á Íslandi. Flestir komu þeir frá Vestur-Noregi en einnig frá öðrum hlutum Noregs. Einhverjir komu frá Danmörku og Svíþjóð ef treysta má fornum heimildum.

Þá fluttu landnámsmenn með sér fólk frá Írlandi sem þeir tóku herfangi. Þegar í elsta máli er því að finna merki um keltnesk orð í málinu þótt áhrifin hafi aldrei orðið mikil. Smám saman þróast málið á Íslandi og fjarlægist norsku sem einnig tók sínum breytingum. Þegar komið var undir 1400 voru málin orðin talsvert ólík og eru það enn í dag.

Íslenska hefur í aldanna rás tekið ýmsum breytingum bæði hvað hljóðkerfið og beygingakerfið varðar og fjöldi orða hefur borist inn í málið að utan sem tökuorð. Einnig er innlend, virk orðmyndun sífellt í gangi þannig að málið er í stöðugri þróun....