Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju er sólin heit?

SHB

Sólin er heit vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Í svari við spurningunni Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? segir:

Í kjarna sólar er hitinn um 15.000.000°C og þrýstingurinn er 340 þúsund milljón sinnum meiri en við yfirborð sjávar hér á jörðinni. Við þessar aðstæður fara að gerast kjarnahvörf sem svo eru kölluð, nánar tiltekið kjarnasamruni (nuclear fusion). Hann leiðir til þess að fjórar róteindir eða vetniskjarnar sameinast og mynda eina alfa-eind eða helínkjarna. Helínkjarninn er um 0,7% massaminni en róteindirnar fjórar. Massamunurinn kemur fram í orku sem berst alla leið út að yfirborði sólarinnar með ýmiss konar varmaflutningi vegna hitamunar. Þar sleppur orkan út sem varmi og ljós sem við verðum öll vör við á hverjum degi.

Sólin hefur ekkert eiginlegt yfirborð vegna þess að hún er gashnöttur. Það lag sem við sjáum köllum við yfirborð en þar er hitastigið mun lægra en í kjarnanum, aðeins um 5500°C.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um sólina, til dæmis:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

18.4.2005

Spyrjandi

Ársól Ólafsdóttir, f. 1995, Rebekka Jóhönnudóttir, f. 1997

Tilvísun

SHB. „Af hverju er sólin heit?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2005. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4896.

SHB. (2005, 18. apríl). Af hverju er sólin heit? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4896

SHB. „Af hverju er sólin heit?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2005. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4896>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sólin heit?
Sólin er heit vegna kjarnahvarfa sem eiga sér stað í iðrum hennar. Í svari við spurningunni Hvernig getur eldur þrifist á sólinni ef það er ekkert súrefni þar? segir:

Í kjarna sólar er hitinn um 15.000.000°C og þrýstingurinn er 340 þúsund milljón sinnum meiri en við yfirborð sjávar hér á jörðinni. Við þessar aðstæður fara að gerast kjarnahvörf sem svo eru kölluð, nánar tiltekið kjarnasamruni (nuclear fusion). Hann leiðir til þess að fjórar róteindir eða vetniskjarnar sameinast og mynda eina alfa-eind eða helínkjarna. Helínkjarninn er um 0,7% massaminni en róteindirnar fjórar. Massamunurinn kemur fram í orku sem berst alla leið út að yfirborði sólarinnar með ýmiss konar varmaflutningi vegna hitamunar. Þar sleppur orkan út sem varmi og ljós sem við verðum öll vör við á hverjum degi.

Sólin hefur ekkert eiginlegt yfirborð vegna þess að hún er gashnöttur. Það lag sem við sjáum köllum við yfirborð en þar er hitastigið mun lægra en í kjarnanum, aðeins um 5500°C.

Á Vísindavefnum eru fjölmörg svör um sólina, til dæmis:

...