Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er ský á auga?

Doktor.is

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvað er ský á auga? Hvers vegna skemmast augasteinarnir?

Ský á auga eða drer nefnist það sjúkdómsástand þegar augasteinninn er ekki glær heldur skyggður sem aftur veldur óskýrri sjón. Ef sjúkdómurinn er langt á veg kominn sést að augasteinninn er grár. Slík ský geta komið samtímis á báðum augum og eru mjög algeng orsök sjónskerðingar. Helstu orsakir skýs á auga eru aldur, sykursýki, löng sterameðferð og augnskaði.



Ský á auga veldur óskýrri sjón.

Það er nauðsynlegt fyrir sjónina að augasteininn sé gegnsær. Þess vegna eru engar æðar í honum heldur fær hann næringu úr augnvökvanum. Næringin í vökvanum er ekki meiri en svo að hún rétt dugar til þess að augasteinninn viðhaldist. Minnstu breytingar á næringarástandi til hins verra geta því verið mjög afdrifaríkar. Þess vegna geta jafnvel minnstu áverkar eða truflanir á efnaskiptum, sem hafa í för með sér að augasteinninn fær ekki nægilega næringu, valdið því að sjónin verði óskýr. Með aldrinum versnar sömuleiðis flutningur næringarefna til augasteinsins og getur hann þá orðið óskýr. Þetta kallast ellidrer.

Einkennin sem fylgja skýi á auga eru háð því hversu langt á veg sjúkdómurinn er kominn. Ef sjúkdómurinn er vægur eru nær engin einkenni; sjónin verður einungis þokukennd og viðkomandi blindast við sterkt sólarljós. Ef sjúkdómurinn er langt genginn veldur hann sjónskerðingu og öðrum finnst sjáaldrið vera grátt. Sumir sjá jafnvel tvöfalt. Sjónskerðingin er mest áberandi á nóttunni og sjúkdómurinn versnar jafnan með tímanum.

Ef vart verður einhverra ofangreindra einkenna skal leita til augnlæknis. Ef um sykursýki er að ræða er rétt að vera á varðbergi gagnvart breytingum á sjóninni og leita til augnlæknis við minnstu breytingar. Ef viðkomandi hefur þjáðst af sykursýki í meira en 5 ár er rétt að fara í skoðun til augnlæknis að minnsta kosti einu sinni á ári.

Mynd: Martha Jefferson Hospital

Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um ský á auga á Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi. Lesendum er bent á að kynna sér pistilinn í heild þar sem meðal annars er fjallað um meðferð og batahorfur.

Höfundur

Útgáfudagur

6.9.2005

Spyrjandi

Magnús Helgason

Tilvísun

Doktor.is. „Hvað er ský á auga?“ Vísindavefurinn, 6. september 2005. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5246.

Doktor.is. (2005, 6. september). Hvað er ský á auga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5246

Doktor.is. „Hvað er ský á auga?“ Vísindavefurinn. 6. sep. 2005. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5246>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er ský á auga?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvað er ský á auga? Hvers vegna skemmast augasteinarnir?

Ský á auga eða drer nefnist það sjúkdómsástand þegar augasteinninn er ekki glær heldur skyggður sem aftur veldur óskýrri sjón. Ef sjúkdómurinn er langt á veg kominn sést að augasteinninn er grár. Slík ský geta komið samtímis á báðum augum og eru mjög algeng orsök sjónskerðingar. Helstu orsakir skýs á auga eru aldur, sykursýki, löng sterameðferð og augnskaði.



Ský á auga veldur óskýrri sjón.

Það er nauðsynlegt fyrir sjónina að augasteininn sé gegnsær. Þess vegna eru engar æðar í honum heldur fær hann næringu úr augnvökvanum. Næringin í vökvanum er ekki meiri en svo að hún rétt dugar til þess að augasteinninn viðhaldist. Minnstu breytingar á næringarástandi til hins verra geta því verið mjög afdrifaríkar. Þess vegna geta jafnvel minnstu áverkar eða truflanir á efnaskiptum, sem hafa í för með sér að augasteinninn fær ekki nægilega næringu, valdið því að sjónin verði óskýr. Með aldrinum versnar sömuleiðis flutningur næringarefna til augasteinsins og getur hann þá orðið óskýr. Þetta kallast ellidrer.

Einkennin sem fylgja skýi á auga eru háð því hversu langt á veg sjúkdómurinn er kominn. Ef sjúkdómurinn er vægur eru nær engin einkenni; sjónin verður einungis þokukennd og viðkomandi blindast við sterkt sólarljós. Ef sjúkdómurinn er langt genginn veldur hann sjónskerðingu og öðrum finnst sjáaldrið vera grátt. Sumir sjá jafnvel tvöfalt. Sjónskerðingin er mest áberandi á nóttunni og sjúkdómurinn versnar jafnan með tímanum.

Ef vart verður einhverra ofangreindra einkenna skal leita til augnlæknis. Ef um sykursýki er að ræða er rétt að vera á varðbergi gagnvart breytingum á sjóninni og leita til augnlæknis við minnstu breytingar. Ef viðkomandi hefur þjáðst af sykursýki í meira en 5 ár er rétt að fara í skoðun til augnlæknis að minnsta kosti einu sinni á ári.

Mynd: Martha Jefferson Hospital

Þetta svar er stytt útgáfa af umfjöllun um ský á auga á Doktor.is og birt með góðfúslegu leyfi. Lesendum er bent á að kynna sér pistilinn í heild þar sem meðal annars er fjallað um meðferð og batahorfur. ...