Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?

Sverrir Jakobsson

Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít.

Uppruni og merking

Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó einkum sólarinnar. Frumlegasta hugmyndin um upphaflega merkingu krossins var sett fram af bandaríska stjörnufræðingnum Carl Sagan (1934-1996) sem leit á hann sem tákn fyrir halastjörnu sem komið hafði nálægt jörðinni og vakið athygli um allan heim.

Hakakrossinn hefur fundist í fornleifauppgreftri alls staðar um Austurlönd nær, í Egyptalandi, Tyrklandi, Pakistan, Íran og Írak. Talið er að upphaflega hafi hann breiðst út frá Indusdalnum (nú í Pakistan) til grannþjóða í vestri. Einnig finnst hann víða í fornleifum frá dögum Hittíta þar sem nú er Tyrkland. Svipað merki er einnig að finna meðal frumbyggja Norður-Ameríku.

Stundum var krossinum snúið rangsælis og var þá álitinn tákna ógæfu. Víðast hvar var þó merking óháð því hvort hann sneri réttsælis eða rangsælis. Í indverskum trúarbrögðum, hindúisma, búddisma og jainisma, var táknið álitið heilagt. Það gat táknað hreinleika, töfra og gyðjuna Kali.


Bygging skreytt hakakrossi eða swastiku.

Í gegnum Búddista barst hakakrossinn til Kína og Japan þar sem hann táknaði bæði sólina og töluna 10.000. Þar var hann notaður til að tákna innlend blendingstrúarbrögð, svo sem Cao Dai í Víetnam og Falun Gong í Kína. Hásæti dalai lama í Tíbet er jafnan skreytt með þessu merki.

Notkun á Vesturlöndum

Ástæðan fyrir því að nasistar gerðu merkið að sínu er trúlega sú að það tengist elstu menningarþjóðum sem töluðu indó-evrópsk mál (sem í Þýskalandi nefnast indó-germönsk mál). Þýski fornleifafræðingurinn Heinrich Schliemann (1822-1890), sem fann Tróju, komst að þeirri niðurstöðu að táknið ætti sér indó-evrópskt upphaf.


Fyrsta flokksþing nasista í Nuremberg 1927.

Þýskir þjóðernissinnar notuðu hakakrossinn við ýmis tækifæri áður en hann var gerður að tákni nasistaflokksins á flokksþingi í Salzburg 7. ágúst 1920. Samkvæmt Hitler táknaði hið rauða í fána flokksins félagslega samhjálp, hið hvíta þjóðlega samstöðu en hakakrossinn yfirburði Indó-Evrópumanna yfir semítum (gyðingum og aröbum).

Á fyrri hluta 20. aldar var hakakrossinn vinsæll hjá ýmsum öðrum en nasistum, meðal annars vegna áhrifa Schliemanns. Krossinn var notaður til merkja hitt og þetta, svo sem mynt, póstkort og byggingar. Breski rithöfundurinn Rudyard Kipling (1865-1936), sem dáðist að indverskri menningu, merkti allar bækur sínar með tákninu.

Bandaríska guðspekifélagið tók hakakrossinn upp sem sitt tákn, ásamt krossi og Davíðsstjörnu. Einnig tók 45. herdeild Bandaríkjahers upp þetta merki, trúlega vegna vinsælda þess meðal Navajo-indíána. Finnski loftherinn notaði það milli 1918 og 1944 og sumar herdeildir nota það enn. Skátahreyfingin notaði þetta tákn fram til 1935. Á Íslandi var hakakross með óvenjustuttum örmum lengi hluti af merki Eimskipafélags Íslands.

Vegna óheppilegra tengsla hakakrossins við nasisma er nú bannað með lögum að sýna merkið í Þýskalandi. Þetta hefur orsakað vandamál varðandi hof hindúa, búddista og jainista, þar sem táknið er iðulega notað. Þá hefur einnig komið til tals að banna þetta útbreidda og forna tákn innan Evrópusambandsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir:

  • Steven Heller, The swastika: A symbol beyond redemption? New York, 2000.
  • Malcolm Quinn, The swastika: Constructing the symbol, London, 1994.
  • Carl Sagan og Ann Druyan, Comet, New York, 1985.
  • Thomas Wilson, „The swastika: The earliest known symbol, and its migrations; with observations on the migration of certain industries in prehistoric times“, Annual report of the board of regents of the Smithsonian institution, Washington, 1896.

Myndir:

Hér er einnig að nokkru leyti svarað spurningu Erlu Rúnar Jónsdóttur:

Hver er uppruni krossins sem var merki Eimskipafélags Íslands og hvernig er það öðruvísi en hakakross nasista?

Höfundur

Sverrir Jakobsson

prófessor í miðaldasögu við HÍ

Útgáfudagur

28.11.2005

Spyrjandi

Ragnheiður Pálsdóttir, f. 1989
Valur Þórarinsson
Ísak Már Símonarson, f. 1988
Snædís Vala, f. 1989

Tilvísun

Sverrir Jakobsson. „Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins? “ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2005. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5437.

Sverrir Jakobsson. (2005, 28. nóvember). Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5437

Sverrir Jakobsson. „Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins? “ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2005. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5437>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?
Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít.

Uppruni og merking

Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó einkum sólarinnar. Frumlegasta hugmyndin um upphaflega merkingu krossins var sett fram af bandaríska stjörnufræðingnum Carl Sagan (1934-1996) sem leit á hann sem tákn fyrir halastjörnu sem komið hafði nálægt jörðinni og vakið athygli um allan heim.

Hakakrossinn hefur fundist í fornleifauppgreftri alls staðar um Austurlönd nær, í Egyptalandi, Tyrklandi, Pakistan, Íran og Írak. Talið er að upphaflega hafi hann breiðst út frá Indusdalnum (nú í Pakistan) til grannþjóða í vestri. Einnig finnst hann víða í fornleifum frá dögum Hittíta þar sem nú er Tyrkland. Svipað merki er einnig að finna meðal frumbyggja Norður-Ameríku.

Stundum var krossinum snúið rangsælis og var þá álitinn tákna ógæfu. Víðast hvar var þó merking óháð því hvort hann sneri réttsælis eða rangsælis. Í indverskum trúarbrögðum, hindúisma, búddisma og jainisma, var táknið álitið heilagt. Það gat táknað hreinleika, töfra og gyðjuna Kali.


Bygging skreytt hakakrossi eða swastiku.

Í gegnum Búddista barst hakakrossinn til Kína og Japan þar sem hann táknaði bæði sólina og töluna 10.000. Þar var hann notaður til að tákna innlend blendingstrúarbrögð, svo sem Cao Dai í Víetnam og Falun Gong í Kína. Hásæti dalai lama í Tíbet er jafnan skreytt með þessu merki.

Notkun á Vesturlöndum

Ástæðan fyrir því að nasistar gerðu merkið að sínu er trúlega sú að það tengist elstu menningarþjóðum sem töluðu indó-evrópsk mál (sem í Þýskalandi nefnast indó-germönsk mál). Þýski fornleifafræðingurinn Heinrich Schliemann (1822-1890), sem fann Tróju, komst að þeirri niðurstöðu að táknið ætti sér indó-evrópskt upphaf.


Fyrsta flokksþing nasista í Nuremberg 1927.

Þýskir þjóðernissinnar notuðu hakakrossinn við ýmis tækifæri áður en hann var gerður að tákni nasistaflokksins á flokksþingi í Salzburg 7. ágúst 1920. Samkvæmt Hitler táknaði hið rauða í fána flokksins félagslega samhjálp, hið hvíta þjóðlega samstöðu en hakakrossinn yfirburði Indó-Evrópumanna yfir semítum (gyðingum og aröbum).

Á fyrri hluta 20. aldar var hakakrossinn vinsæll hjá ýmsum öðrum en nasistum, meðal annars vegna áhrifa Schliemanns. Krossinn var notaður til merkja hitt og þetta, svo sem mynt, póstkort og byggingar. Breski rithöfundurinn Rudyard Kipling (1865-1936), sem dáðist að indverskri menningu, merkti allar bækur sínar með tákninu.

Bandaríska guðspekifélagið tók hakakrossinn upp sem sitt tákn, ásamt krossi og Davíðsstjörnu. Einnig tók 45. herdeild Bandaríkjahers upp þetta merki, trúlega vegna vinsælda þess meðal Navajo-indíána. Finnski loftherinn notaði það milli 1918 og 1944 og sumar herdeildir nota það enn. Skátahreyfingin notaði þetta tákn fram til 1935. Á Íslandi var hakakross með óvenjustuttum örmum lengi hluti af merki Eimskipafélags Íslands.

Vegna óheppilegra tengsla hakakrossins við nasisma er nú bannað með lögum að sýna merkið í Þýskalandi. Þetta hefur orsakað vandamál varðandi hof hindúa, búddista og jainista, þar sem táknið er iðulega notað. Þá hefur einnig komið til tals að banna þetta útbreidda og forna tákn innan Evrópusambandsins.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir:

  • Steven Heller, The swastika: A symbol beyond redemption? New York, 2000.
  • Malcolm Quinn, The swastika: Constructing the symbol, London, 1994.
  • Carl Sagan og Ann Druyan, Comet, New York, 1985.
  • Thomas Wilson, „The swastika: The earliest known symbol, and its migrations; with observations on the migration of certain industries in prehistoric times“, Annual report of the board of regents of the Smithsonian institution, Washington, 1896.

Myndir:

Hér er einnig að nokkru leyti svarað spurningu Erlu Rúnar Jónsdóttur:

Hver er uppruni krossins sem var merki Eimskipafélags Íslands og hvernig er það öðruvísi en hakakross nasista?
...