Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju?

Ritstjórn Vísindavefsins

Þetta er afar mikilvæg spurning, kannski ein af þeim allra mikilvægustu í heiminum! Með henni spyrjum við um orsök en ekki eingöngu um staðreyndir. Hún er þess vegna lykillinn að því sem við köllum skilning og margir telja merkilegra fyrirbæri en þekkingu eða trú. Þannig fer þessi spurning nærri kjarna vísindanna eins og margir skilja þau.

Við hvetjum pabba og mömmur, afa og ömmur til að taka því vel þegar börn eða barnabörn setja fram spurningar af þessari tegund því að forvitnin er önnur af meginstoðum þekkingaröflunar og vísinda auk notagildisins. Barn sem er ekki (hæfilega) forvitið og leitandi lærir miklu minna en hitt sem veltir umhverfinu stöðugt fyrir sér og notar þá einmitt svona spurningar.

En við getum auðvitað spurt margra annarra spurninga, til dæmis:

Við þurfum ekki að horfa lengi á þessar spurningar til að sjá að engin þeirra er eins mikilvæg – engin ristir eins djúpt – og spurningin Af hverju?

Það er til dæmis auðskilið að mikilvægara er að geta svarað spurningunni Af hverju er húfan mín týnd? heldur en hinni: Hvar er hún núna? Ef ég veit af hverju hún er týnd get ég kannski komið í veg fyrir að hún týnist aftur, það er að segja ef hún finnst á annað borð. Eins get ég kannski gert sér meiri vonir um að finna hana ef ég veit af hverju hún týndist.

Sömuleiðis gefur auga leið að sá sem skilur af hverju himinninn er blár er fróðari en hinn sem veit ekkert annað en að hann er blár. Þess vegna er líka meira gaman að vera vísindamaður en að vera það ekki, betra að hafa lært um vísindi en að hafa ekki gert það. Þetta svarar meira að segja þeirri stóru spurningu, Af hverju er Vísindavefurinn?

Spurningin Af hverju? kemur samt ekki bara fyrir í vísindum. Þegar barn grætur byrjum við oftast á að spyrja það af hverju. Svarið hjálpar okkur síðan til að hugga barnið. Þegar einhver af landsfeðrunum gerir vitleysu spyrjum við líka oft af hverju, og svarið hjálpar okkur kannski þegar við göngum í kjörklefann næst – eða ef til vill þegar Gallup hringir.

Annars er líka ljóst að þessi spurning leiðir hugann að honum Ara sem kennarinn og barnabókahöfundurinn Stefán Jónsson orti um fyrir margt löngu. Aravísur í heild eru hér á veraldarvefnum og líklega hefur lesandinn gaman af að rifja þær upp eða kynna sér þær ef hann hefur ekki séð eða heyrt þær áður. Og af því að raunvísindamenn leyna stundum á sér, þá getum við líka boðið ykkur upp á Aravísur með gítargripum á vef Raunvísindastofnunar þar sem Vísindavefurinn er til húsa, „steinsteypulega séð“.

Þegar pabbi og mamma og afar og ömmur Ara þreytast á spurningaflóðinu er viðbrögðum hans þannig lýst í kvæði Stefáns:
Það þykknar í Ara,

ef þau ekki svara

og þá verður hann ekki rór,

svo heldur en þegja,

þau svara og segja:

Þú veist það, er verðurðu stór.
Við sem stöndum að Vísindavefnum höfum aldrei velkst í vafa um það að hann Ari Stefánsson hefur alla tíð verið meðal dyggustu gesta okkar og stuðningsmanna. Spurningarnar hans hafa líka verið okkur leiðarljós þegar þokan hefur lagst yfir. Við höfum lagt okkur fram um að svara sem flestum þeirra og höldum þess vegna að nú hljóti hann loksins að vera orðinn stór, en þó vonandi ekki svo stór að hann sé hættur að heimsækja okkur!

Útgáfudagur

24.2.2006

Spyrjandi

Ólöf Ósk, f. 1988

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5669.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2006, 24. febrúar). Af hverju? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5669

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5669>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju?
Þetta er afar mikilvæg spurning, kannski ein af þeim allra mikilvægustu í heiminum! Með henni spyrjum við um orsök en ekki eingöngu um staðreyndir. Hún er þess vegna lykillinn að því sem við köllum skilning og margir telja merkilegra fyrirbæri en þekkingu eða trú. Þannig fer þessi spurning nærri kjarna vísindanna eins og margir skilja þau.

Við hvetjum pabba og mömmur, afa og ömmur til að taka því vel þegar börn eða barnabörn setja fram spurningar af þessari tegund því að forvitnin er önnur af meginstoðum þekkingaröflunar og vísinda auk notagildisins. Barn sem er ekki (hæfilega) forvitið og leitandi lærir miklu minna en hitt sem veltir umhverfinu stöðugt fyrir sér og notar þá einmitt svona spurningar.

En við getum auðvitað spurt margra annarra spurninga, til dæmis:

Við þurfum ekki að horfa lengi á þessar spurningar til að sjá að engin þeirra er eins mikilvæg – engin ristir eins djúpt – og spurningin Af hverju?

Það er til dæmis auðskilið að mikilvægara er að geta svarað spurningunni Af hverju er húfan mín týnd? heldur en hinni: Hvar er hún núna? Ef ég veit af hverju hún er týnd get ég kannski komið í veg fyrir að hún týnist aftur, það er að segja ef hún finnst á annað borð. Eins get ég kannski gert sér meiri vonir um að finna hana ef ég veit af hverju hún týndist.

Sömuleiðis gefur auga leið að sá sem skilur af hverju himinninn er blár er fróðari en hinn sem veit ekkert annað en að hann er blár. Þess vegna er líka meira gaman að vera vísindamaður en að vera það ekki, betra að hafa lært um vísindi en að hafa ekki gert það. Þetta svarar meira að segja þeirri stóru spurningu, Af hverju er Vísindavefurinn?

Spurningin Af hverju? kemur samt ekki bara fyrir í vísindum. Þegar barn grætur byrjum við oftast á að spyrja það af hverju. Svarið hjálpar okkur síðan til að hugga barnið. Þegar einhver af landsfeðrunum gerir vitleysu spyrjum við líka oft af hverju, og svarið hjálpar okkur kannski þegar við göngum í kjörklefann næst – eða ef til vill þegar Gallup hringir.

Annars er líka ljóst að þessi spurning leiðir hugann að honum Ara sem kennarinn og barnabókahöfundurinn Stefán Jónsson orti um fyrir margt löngu. Aravísur í heild eru hér á veraldarvefnum og líklega hefur lesandinn gaman af að rifja þær upp eða kynna sér þær ef hann hefur ekki séð eða heyrt þær áður. Og af því að raunvísindamenn leyna stundum á sér, þá getum við líka boðið ykkur upp á Aravísur með gítargripum á vef Raunvísindastofnunar þar sem Vísindavefurinn er til húsa, „steinsteypulega séð“.

Þegar pabbi og mamma og afar og ömmur Ara þreytast á spurningaflóðinu er viðbrögðum hans þannig lýst í kvæði Stefáns:
Það þykknar í Ara,

ef þau ekki svara

og þá verður hann ekki rór,

svo heldur en þegja,

þau svara og segja:

Þú veist það, er verðurðu stór.
Við sem stöndum að Vísindavefnum höfum aldrei velkst í vafa um það að hann Ari Stefánsson hefur alla tíð verið meðal dyggustu gesta okkar og stuðningsmanna. Spurningarnar hans hafa líka verið okkur leiðarljós þegar þokan hefur lagst yfir. Við höfum lagt okkur fram um að svara sem flestum þeirra og höldum þess vegna að nú hljóti hann loksins að vera orðinn stór, en þó vonandi ekki svo stór að hann sé hættur að heimsækja okkur!...