Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?

Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson


Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þetta mikla listaverk í bókinni Saga listarinnar (The Story of Art) sem er til í íslenskri þýðingu. Gombrich er mikið niðri fyrir þegar hann skrifar næstum tvær blaðsíður um þetta verk Leonardos. Hann segir meðal annars, í íslenskri þýðingu Halldórs Björns Runólfssonar:
Einstök óheppni veldur því að þau fáu málverk sem til eru eftir Leonardo hafa varðveist afar illa. Það sést best á Síðustu kvöldmáltíðinni, leifunum af þekktustu veggmynd hans. Til að sjá hana fyrir sér verða menn að setja sig í spor munkanna sem höfðu myndina fyrir augunum. Verkið þekur vegg í aflöngum sal sem var matstofa í Santa Maria delle Grazie klaustrinu í Mílanó. Menn geta ímyndað sér áhrifin þegar myndin var afhjúpuð og kvöldverðarborð Krists og postulanna kom í ljós við hliðina á langborðum munkanna. … Væntanlega voru munkarnir bergnumdir í fyrstu, myndin var svo raunsæ og sýndi hvert smáatriði, matarílátin og fellingarnar í dúknum. …

Ekkert minnti á fyrri myndir af sama atburði. Hingað til höfðu postularnir ávallt setið rólegir í einni röð - að Júdasi undanskildum – meðan Kristur deildi út sakramentinu friðsæll á svip. Mynd Leonardos var allt öðruvísi. Listamaðurinn … reyndi að setja sér fyrir hugskotsjónir augnablikið þegar Kristur sagði: "Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig." Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: "Ekki er það ég, herra?" (Matt. 26, 21-23). Jóhannesarguðspjall bætir við: "Sá lærisveinn Jesú, sem hann elskaði, sat næstur honum. Símon Pétur benti honum og bað hann spyrja, hver sá væri, sem Jesús talaði um." (Jóh. 13, 23-25).

Það er þessi spurn og bending sem kemur hreyfingu á borðhaldið. … Sumir virðast halda fram ást sinni og sakleysi. Nokkrir spyrja alvörugefnir hver svikarinn kunni að vera. Aðrir bíða þess að Kristur skýri orði sín. Símon Pétur, sá bráðlátasti af lærisveinunum, hnippir í Jóhannes sem situr Kristi á hægri hönd og hvíslar í eyra honum og ýtir Júdasi fram í ákafanum. Svikarinn er ekki aðskilinn frá hinum en samt virðist hann einangraður. Hann er sá eini sem einskis þarf að spyrja. Hann hallar sér áfram og lítur upp tortrygginn eða reiður og fas hans er í hróplegri mótsögn við látbragð Krists sem situr rólegur og fjarrænn í miðju uppnáminu. … Forverar Leonardos höfðu lengi glímt við að uppfylla bæði kröfur raunsæis og myndbyggingar. Útkoman hjá Pollaiuolo varð bæði stíf og tilgerðarleg en Leonardo, sem var ögn yngri en Pollaiuolo, leysti auðveldlega þetta vandasama verk. … þrátt fyrir hörmulegt ástand er "Síðasta kvöldmáltíðin" eitt af kraftaverkum mannsandans.

Hér kemur glöggt og ótvírætt fram að sá sem gat virst vera María Magdalena er í rauninni Jóhannes og lærisveinarnir eru því allir tólf á myndinni.

Frá sjónarmiði vísindasögunnar er meðal annars vert að taka eftir því sem sagt er í lok tilvitnunarinnar um framförina sem varð í málaralist með snillingnum Leonardó, þó að eftir hann liggi allt of lítið af verkum. Framfarir í vísindum verða með svipuðum hætti og þarna er lýst um listina, og það er einmitt oft ekki magn verkanna sem ræður, heldur gæðin.

Myndin í upphafi svarsins er af málaðri eftirmynd. Þeir sem vilja sjá hvernig myndinni er fyrir komið í klaustrinu í Mílanó og hvernig frummyndin lítur út nú á dögum geta smellt á eftirfarandi tengla:Þeir lesendur Vísindavefsins sem vilja fræðast meira um Leonardó og verk hans geta lesið svar við eftirfarandi spurningum:

Höfundar

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

7.2.2000

Spyrjandi

Breki Karlsson

Tilvísun

Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'? “ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2000. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=63.

Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 7. febrúar). Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=63

Tryggvi Þorgeirsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'? “ Vísindavefurinn. 7. feb. 2000. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=63>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis 'Síðasta kvöldmáltíðin'?


Spurningin er eðlileg við fyrstu sýn því að á myndinni eru að vísu samtals 13 manns en svo kann að virðast sem einn þeirra sé ung kona. Hún væri þá María Magdalena og lærisveinarnir væru ekki nema 11 eins og spyrjandi segir. En hér er fróðlegt að lesa það sem listfræðingurinn E.H. Gombrich hefur að segja um þetta mikla listaverk í bókinni Saga listarinnar (The Story of Art) sem er til í íslenskri þýðingu. Gombrich er mikið niðri fyrir þegar hann skrifar næstum tvær blaðsíður um þetta verk Leonardos. Hann segir meðal annars, í íslenskri þýðingu Halldórs Björns Runólfssonar:
Einstök óheppni veldur því að þau fáu málverk sem til eru eftir Leonardo hafa varðveist afar illa. Það sést best á Síðustu kvöldmáltíðinni, leifunum af þekktustu veggmynd hans. Til að sjá hana fyrir sér verða menn að setja sig í spor munkanna sem höfðu myndina fyrir augunum. Verkið þekur vegg í aflöngum sal sem var matstofa í Santa Maria delle Grazie klaustrinu í Mílanó. Menn geta ímyndað sér áhrifin þegar myndin var afhjúpuð og kvöldverðarborð Krists og postulanna kom í ljós við hliðina á langborðum munkanna. … Væntanlega voru munkarnir bergnumdir í fyrstu, myndin var svo raunsæ og sýndi hvert smáatriði, matarílátin og fellingarnar í dúknum. …

Ekkert minnti á fyrri myndir af sama atburði. Hingað til höfðu postularnir ávallt setið rólegir í einni röð - að Júdasi undanskildum – meðan Kristur deildi út sakramentinu friðsæll á svip. Mynd Leonardos var allt öðruvísi. Listamaðurinn … reyndi að setja sér fyrir hugskotsjónir augnablikið þegar Kristur sagði: "Sannlega segi ég yður: Einn af yður mun svíkja mig." Þeir urðu mjög hryggir og sögðu við hann, einn af öðrum: "Ekki er það ég, herra?" (Matt. 26, 21-23). Jóhannesarguðspjall bætir við: "Sá lærisveinn Jesú, sem hann elskaði, sat næstur honum. Símon Pétur benti honum og bað hann spyrja, hver sá væri, sem Jesús talaði um." (Jóh. 13, 23-25).

Það er þessi spurn og bending sem kemur hreyfingu á borðhaldið. … Sumir virðast halda fram ást sinni og sakleysi. Nokkrir spyrja alvörugefnir hver svikarinn kunni að vera. Aðrir bíða þess að Kristur skýri orði sín. Símon Pétur, sá bráðlátasti af lærisveinunum, hnippir í Jóhannes sem situr Kristi á hægri hönd og hvíslar í eyra honum og ýtir Júdasi fram í ákafanum. Svikarinn er ekki aðskilinn frá hinum en samt virðist hann einangraður. Hann er sá eini sem einskis þarf að spyrja. Hann hallar sér áfram og lítur upp tortrygginn eða reiður og fas hans er í hróplegri mótsögn við látbragð Krists sem situr rólegur og fjarrænn í miðju uppnáminu. … Forverar Leonardos höfðu lengi glímt við að uppfylla bæði kröfur raunsæis og myndbyggingar. Útkoman hjá Pollaiuolo varð bæði stíf og tilgerðarleg en Leonardo, sem var ögn yngri en Pollaiuolo, leysti auðveldlega þetta vandasama verk. … þrátt fyrir hörmulegt ástand er "Síðasta kvöldmáltíðin" eitt af kraftaverkum mannsandans.

Hér kemur glöggt og ótvírætt fram að sá sem gat virst vera María Magdalena er í rauninni Jóhannes og lærisveinarnir eru því allir tólf á myndinni.

Frá sjónarmiði vísindasögunnar er meðal annars vert að taka eftir því sem sagt er í lok tilvitnunarinnar um framförina sem varð í málaralist með snillingnum Leonardó, þó að eftir hann liggi allt of lítið af verkum. Framfarir í vísindum verða með svipuðum hætti og þarna er lýst um listina, og það er einmitt oft ekki magn verkanna sem ræður, heldur gæðin.

Myndin í upphafi svarsins er af málaðri eftirmynd. Þeir sem vilja sjá hvernig myndinni er fyrir komið í klaustrinu í Mílanó og hvernig frummyndin lítur út nú á dögum geta smellt á eftirfarandi tengla:Þeir lesendur Vísindavefsins sem vilja fræðast meira um Leonardó og verk hans geta lesið svar við eftirfarandi spurningum:...