Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?

Auður Ólafsdóttir

Leonardó da Vinci: La Gioconda (Móna Lísa), máluð 1503-1506. Hæð 77 cm; Lengd 53 cm. Heimild: Wikimedia Commons.

Leonardó da Vinci (1452-1519) málaði Mónu Lísu eða La Gioconda, eins og verkið er kallað víðast utan hins enskumælandi heims, í Flórens rétt upp úr aldamótunum 1500, og hann málaði hana aðeins einu sinni eftir því sem best er vitað.

La Gioconda heitir eftir fyrirmyndinni sem talin er vera Lísa, eiginkona flórentínsks kaupmanns, Francesco del Giocondo. Samkvæmt samtímaheimildum vann Leonardó að verkinu í 4 ár og neitaði eiginmaðurinn á endanum að borga honum verklaunin. Málverkið hafnaði því í eigu listamannsins sem tók það með sér þegar hann yfirgaf Ítalíu fyrir fullt og allt árið 1516, og gaf velunnara sínum, Frans I Frakkakonungi. Þannig atvikaðist það að málverkið, ásamt með öðrum lausamálverkum er Leonardó gaf Frakkakonungi, myndaði stofninn að Louvre-safninu í París.

Meðal samtímamanna listamannsins spunnust strax ýmsar sagnir um verkið og þær aðferðir sem málarinn beitti við gerð þess. Ævisagnaritarinn Vasari segir Leonardó til dæmis hafa látið tónlistarmenn spila og syngja og trúða leika listir sínar fyrir hina afburðafögru Lísu, á meðan hann málaði portrettið. Það skyldi gert til að bægja frá þunglyndisblikinu sem sótti gjarnan á fyrirsætur ef þær þurftu að sitja oft og lengi fyrir.

Í málverkinu af Mónu Lísu beitir Leonardó listtæknibragði sem hann hafði lengi verið að þróa og átti eftir að hafa mikil áhrif á fjölmargar kynslóðir portrettmálara. Málaratækni Leonardós heitir á máli listasögunnar sfumato sem er ítalska og þýðir bókstaflega í móðu eða gufu.

Aðferðin byggist á því að í stað skýrt dreginna útlína, til dæmis til að afmarka andlitsfall eða í kringum augu og munn, eru ljósir fletir látnir renna smám saman inn í dökka. Til þess að ná sem mestum áhrifum dregur málarinn tugi af örþunnum litblæjum hverja yfir aðra. Þegar engin skörp lína myndar skil á milli lita eða milli ljóss og skugga, er líkt og slæða sé dregin yfir myndina og fyrir bragðið verður svipur persónu, - sem ræðst ekki hvað síst af augnumgjörð og munnvikum, - óræðari og dulúðugri, ekki ósvipað hinu ósagða eða því sem gefið er í skyn í skáldskap.

Það er þetta stíltæknibragð sem réð mestu um orðróminn er fór af snilli Leonardós á fyrri öldum og um þau áhrif sem margir telja sig hafa orðið fyrir af verkinu í aldanna rás. Þeir sem hafa átt mestan þátt í að breiða út orðróminn um stórfengleikann í málverki Leonardós og gera verkið þannig frægt af frægð sinni, eru ekki hvað síst aðrir myndlistarmenn sem kópíeruðu verkið í massavís. Einnig tjáðu mörg skáld sig á hástemmdan hátt um þrá sína til konunnar í verkinu sem ýmist var talin brosa eða brosa ekki.

Það var í rauninni ekki fyrr en undir aldamótin 1900 að Móna Lísa og höfundur hennar voru tekin niður af liststallinum, fyrst með verki Freud um æsku Leonardós og síðan með yfirlýsingum ýmissa framúrstefnulistamanna um það að málverkið af Mónu Lísu væri "merkingarsnauð klisja", tákn fyrir íhaldssömustu gildi vestrænnar menningar. Þeir gripu einnig til aðgerða á borð við það að setja á eftirprentanir af verkinu yfirvararskegg og árita á nýjan leik (Duchamp).

Frægð málverksins af Mónu Lísu byggist ekki á því að það sé "besta málverk í heimi" enda er enginn mælikvarði til á slíkt í heimi listarinnar, heldur er verkið vitnisburður um þau fegurðargildi sem giltu í myndlist fyrir 500 árum en gilda ekki endilega í dag. Sem slíkt er það tákn fyrir tiltekið merkistímabil í menningarsögu Evrópu, Endurreisnartímabilið. Þá þykir eigendasaga verksins sérstök og síðast en ekki síst er verkið frægt af frægð sinni, svo sem að ofan greinir, en sú frægð segir okkur heilmikið um hugmyndir okkar um eigin menningu.

Í lokin má geta þess til gamans að algengasta spurning sem gestir spyrja starfsfólk Louvre-safnsins er eftirfarandi: "Where is the Mona Lisa SMILE, please?" (Afsakið, en hvar er Mónu Lísu-BROSIÐ?).

Þeir lesendur Vísindavefsins sem vilja fræðast meira um Leonardó og verk hans geta lesið svar Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis Síðasta kvöldmáltíðin? og svar Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni Hverju sætir myndin sem oft sést af manni innan hrings og fernings með hendur og fætur útrétta? Um mismunandi mælikvarða á fegurð má lesa í svari Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur við spurningunni:Er til algild fegurð?

Höfundur

listfræðingur við Listasafn HÍ

Útgáfudagur

1.3.2000

Síðast uppfært

21.7.2021

Spyrjandi

Logi Arnarson og Anna Margrét Gunnarsdóttir

Tilvísun

Auður Ólafsdóttir. „Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2000, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=172.

Auður Ólafsdóttir. (2000, 1. mars). Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=172

Auður Ólafsdóttir. „Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2000. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=172>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er málverkið af Mónu Lísu svona frægt? Eru til fleiri gerðir af því en ein?

Leonardó da Vinci: La Gioconda (Móna Lísa), máluð 1503-1506. Hæð 77 cm; Lengd 53 cm. Heimild: Wikimedia Commons.

Leonardó da Vinci (1452-1519) málaði Mónu Lísu eða La Gioconda, eins og verkið er kallað víðast utan hins enskumælandi heims, í Flórens rétt upp úr aldamótunum 1500, og hann málaði hana aðeins einu sinni eftir því sem best er vitað.

La Gioconda heitir eftir fyrirmyndinni sem talin er vera Lísa, eiginkona flórentínsks kaupmanns, Francesco del Giocondo. Samkvæmt samtímaheimildum vann Leonardó að verkinu í 4 ár og neitaði eiginmaðurinn á endanum að borga honum verklaunin. Málverkið hafnaði því í eigu listamannsins sem tók það með sér þegar hann yfirgaf Ítalíu fyrir fullt og allt árið 1516, og gaf velunnara sínum, Frans I Frakkakonungi. Þannig atvikaðist það að málverkið, ásamt með öðrum lausamálverkum er Leonardó gaf Frakkakonungi, myndaði stofninn að Louvre-safninu í París.

Meðal samtímamanna listamannsins spunnust strax ýmsar sagnir um verkið og þær aðferðir sem málarinn beitti við gerð þess. Ævisagnaritarinn Vasari segir Leonardó til dæmis hafa látið tónlistarmenn spila og syngja og trúða leika listir sínar fyrir hina afburðafögru Lísu, á meðan hann málaði portrettið. Það skyldi gert til að bægja frá þunglyndisblikinu sem sótti gjarnan á fyrirsætur ef þær þurftu að sitja oft og lengi fyrir.

Í málverkinu af Mónu Lísu beitir Leonardó listtæknibragði sem hann hafði lengi verið að þróa og átti eftir að hafa mikil áhrif á fjölmargar kynslóðir portrettmálara. Málaratækni Leonardós heitir á máli listasögunnar sfumato sem er ítalska og þýðir bókstaflega í móðu eða gufu.

Aðferðin byggist á því að í stað skýrt dreginna útlína, til dæmis til að afmarka andlitsfall eða í kringum augu og munn, eru ljósir fletir látnir renna smám saman inn í dökka. Til þess að ná sem mestum áhrifum dregur málarinn tugi af örþunnum litblæjum hverja yfir aðra. Þegar engin skörp lína myndar skil á milli lita eða milli ljóss og skugga, er líkt og slæða sé dregin yfir myndina og fyrir bragðið verður svipur persónu, - sem ræðst ekki hvað síst af augnumgjörð og munnvikum, - óræðari og dulúðugri, ekki ósvipað hinu ósagða eða því sem gefið er í skyn í skáldskap.

Það er þetta stíltæknibragð sem réð mestu um orðróminn er fór af snilli Leonardós á fyrri öldum og um þau áhrif sem margir telja sig hafa orðið fyrir af verkinu í aldanna rás. Þeir sem hafa átt mestan þátt í að breiða út orðróminn um stórfengleikann í málverki Leonardós og gera verkið þannig frægt af frægð sinni, eru ekki hvað síst aðrir myndlistarmenn sem kópíeruðu verkið í massavís. Einnig tjáðu mörg skáld sig á hástemmdan hátt um þrá sína til konunnar í verkinu sem ýmist var talin brosa eða brosa ekki.

Það var í rauninni ekki fyrr en undir aldamótin 1900 að Móna Lísa og höfundur hennar voru tekin niður af liststallinum, fyrst með verki Freud um æsku Leonardós og síðan með yfirlýsingum ýmissa framúrstefnulistamanna um það að málverkið af Mónu Lísu væri "merkingarsnauð klisja", tákn fyrir íhaldssömustu gildi vestrænnar menningar. Þeir gripu einnig til aðgerða á borð við það að setja á eftirprentanir af verkinu yfirvararskegg og árita á nýjan leik (Duchamp).

Frægð málverksins af Mónu Lísu byggist ekki á því að það sé "besta málverk í heimi" enda er enginn mælikvarði til á slíkt í heimi listarinnar, heldur er verkið vitnisburður um þau fegurðargildi sem giltu í myndlist fyrir 500 árum en gilda ekki endilega í dag. Sem slíkt er það tákn fyrir tiltekið merkistímabil í menningarsögu Evrópu, Endurreisnartímabilið. Þá þykir eigendasaga verksins sérstök og síðast en ekki síst er verkið frægt af frægð sinni, svo sem að ofan greinir, en sú frægð segir okkur heilmikið um hugmyndir okkar um eigin menningu.

Í lokin má geta þess til gamans að algengasta spurning sem gestir spyrja starfsfólk Louvre-safnsins er eftirfarandi: "Where is the Mona Lisa SMILE, please?" (Afsakið, en hvar er Mónu Lísu-BROSIÐ?).

Þeir lesendur Vísindavefsins sem vilja fræðast meira um Leonardó og verk hans geta lesið svar Tryggva Þorgeirssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna eru einungis 11 lærisveinar á málverki Da Vincis Síðasta kvöldmáltíðin? og svar Jóns Gunnars Þorsteinssonar við spurningunni Hverju sætir myndin sem oft sést af manni innan hrings og fernings með hendur og fætur útrétta? Um mismunandi mælikvarða á fegurð má lesa í svari Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur við spurningunni:Er til algild fegurð?...