Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Hvaðan kom nafnið Móna Lísa á málverkinu eftir Leonardó da Vinci?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það er mjög einföld skýring á því hvaðan heitið Mona Lisa kemur. Nafngiftin birtist fyrst á prenti árið 1550, í riti ítalska listamannsins Giorgio Vasaris (1511-1574) um ævisögur listamanna. Í kafla um Leonardó da Vinci segir þetta:

Prese Lionardo a fare per Francesco del Giocondo il ritratto di Mona Lisa sua moglie;[1] (Leonardó tók að sér að mála, fyrir Francesco del Giocondo, málverk af konunni Lisu, eiginkonu hans;)

Þarna segir sem sagt beinlínis að Leonardó hafi tekið að sér að mála mynd af Lisu, eiginkonu Francesco del Giocondo. Orðið mona í ítalska textanum, oftar skrifað monna á ítölsku, er stytting á madonna, a-ið, d-ið og eitt n fellur út og eftir stendur: m(ad)ona. Ma táknar 'mín' og donna merkir 'kona', samanber sambærilegt ávarp í ensku: my lady. Bókstafleg merking mona eða monna í ítölsku er þess vegna ávarpið 'mín kona'.

Heiti málverksins Mona Lisa kemur frá ítalska listamanninum Giorgio Vasari sem lýsti verki eftir Leonardó da Vinci í riti sem kom fyrst út 1550.

Lisa, sem Vasari vísar til í sínum texta, hét fullu nafni Lisa Gherardini (1479-1542) og var eiginkona kaupmannsins Francesco del Giocondo (1465-1538) frá Flórens. Annað heiti málverksins á ítölsku á einnig rætur að rekja til þeirra hjóna, það er La Gioconda, kvenkynsmynd Giocondo og þýðir líka 'hin glaðværa'. Á frönsku heitir verkið sambærilegu nafni, La Jaconde.

Reyndar er vel hugsanlegt að lýsing Vasaris eigi við um annað málverk Leonardós, verk sem yfirleitt gengur undir heitinu Isleworth Mona Lisa og er að öllum líkindum eldri gerð málverksins, hugsanlega málað á árunum 1503-1507. Yngri gerðin, sú sem er í Louvre-safninu, er líklega máluð á árunum 1508-1515. Isleworth Mona Lisa er í eigu stofnunar sem kallast The Mona Lisa Foundation með aðsetur í Zürich í Sviss.

Hér sést málverk sem kallast Isleworth Mona Lisa. Hægt er að færa ágæt rök fyrir því að Vasari lýsi þessu verki í riti sínu.

Rökin fyrir því að texti Vasaris vísi til eldra verksins eru af tvennum toga. Í fyrsta lagi lýsir Vasari málverki Leonardós ýtarlega og í löngu máli. Það bendir til þess að hann hafi séð það. Málverkið Mona Lisa, sem er á Louvre-safninu, var hins vegar komið til Frakklands árið 1530 og þangað fór Vasari aldrei. Þess vegna er afar ólíklegt að hann hafi séð það með eigin augun. Isleworth Mona Lisa var aftur á móti á Ítalíu allt fram til ársins 1780.

Í öðru lagi segir Vasari að Leonardó hafi ekki lokið við málverkið. Mona Lisa í Louvre er fullunnið verk í öllum smáatriðum en það sama er ekki hægt að segja um Isleworth Mona Lisa. Bakgrunnurinn í því verki er til að mynda ófullgerður og að öllum líkindum málaður af öðrum en Leonardó.

Í stuttu máli má því segja að nafngiftin Mona Lisa komi frá Vasari. Ef til vill á lýsing hans þó við annað verk eftir Leonardó, sem mætti líta á sem eldri gerð verksins.

Tilvísun:
  1. ^ www.letteraturaitaliana.net. Bls. 555. (Sótt 8.03.2022).

Myndir:

Heimildir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

18.3.2022

Spyrjandi

Gunnlaugur Hans Stephensen

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaðan kom nafnið Móna Lísa á málverkinu eftir Leonardó da Vinci?“ Vísindavefurinn, 18. mars 2022. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58017.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2022, 18. mars). Hvaðan kom nafnið Móna Lísa á málverkinu eftir Leonardó da Vinci? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58017

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvaðan kom nafnið Móna Lísa á málverkinu eftir Leonardó da Vinci?“ Vísindavefurinn. 18. mar. 2022. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58017>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kom nafnið Móna Lísa á málverkinu eftir Leonardó da Vinci?
Það er mjög einföld skýring á því hvaðan heitið Mona Lisa kemur. Nafngiftin birtist fyrst á prenti árið 1550, í riti ítalska listamannsins Giorgio Vasaris (1511-1574) um ævisögur listamanna. Í kafla um Leonardó da Vinci segir þetta:

Prese Lionardo a fare per Francesco del Giocondo il ritratto di Mona Lisa sua moglie;[1] (Leonardó tók að sér að mála, fyrir Francesco del Giocondo, málverk af konunni Lisu, eiginkonu hans;)

Þarna segir sem sagt beinlínis að Leonardó hafi tekið að sér að mála mynd af Lisu, eiginkonu Francesco del Giocondo. Orðið mona í ítalska textanum, oftar skrifað monna á ítölsku, er stytting á madonna, a-ið, d-ið og eitt n fellur út og eftir stendur: m(ad)ona. Ma táknar 'mín' og donna merkir 'kona', samanber sambærilegt ávarp í ensku: my lady. Bókstafleg merking mona eða monna í ítölsku er þess vegna ávarpið 'mín kona'.

Heiti málverksins Mona Lisa kemur frá ítalska listamanninum Giorgio Vasari sem lýsti verki eftir Leonardó da Vinci í riti sem kom fyrst út 1550.

Lisa, sem Vasari vísar til í sínum texta, hét fullu nafni Lisa Gherardini (1479-1542) og var eiginkona kaupmannsins Francesco del Giocondo (1465-1538) frá Flórens. Annað heiti málverksins á ítölsku á einnig rætur að rekja til þeirra hjóna, það er La Gioconda, kvenkynsmynd Giocondo og þýðir líka 'hin glaðværa'. Á frönsku heitir verkið sambærilegu nafni, La Jaconde.

Reyndar er vel hugsanlegt að lýsing Vasaris eigi við um annað málverk Leonardós, verk sem yfirleitt gengur undir heitinu Isleworth Mona Lisa og er að öllum líkindum eldri gerð málverksins, hugsanlega málað á árunum 1503-1507. Yngri gerðin, sú sem er í Louvre-safninu, er líklega máluð á árunum 1508-1515. Isleworth Mona Lisa er í eigu stofnunar sem kallast The Mona Lisa Foundation með aðsetur í Zürich í Sviss.

Hér sést málverk sem kallast Isleworth Mona Lisa. Hægt er að færa ágæt rök fyrir því að Vasari lýsi þessu verki í riti sínu.

Rökin fyrir því að texti Vasaris vísi til eldra verksins eru af tvennum toga. Í fyrsta lagi lýsir Vasari málverki Leonardós ýtarlega og í löngu máli. Það bendir til þess að hann hafi séð það. Málverkið Mona Lisa, sem er á Louvre-safninu, var hins vegar komið til Frakklands árið 1530 og þangað fór Vasari aldrei. Þess vegna er afar ólíklegt að hann hafi séð það með eigin augun. Isleworth Mona Lisa var aftur á móti á Ítalíu allt fram til ársins 1780.

Í öðru lagi segir Vasari að Leonardó hafi ekki lokið við málverkið. Mona Lisa í Louvre er fullunnið verk í öllum smáatriðum en það sama er ekki hægt að segja um Isleworth Mona Lisa. Bakgrunnurinn í því verki er til að mynda ófullgerður og að öllum líkindum málaður af öðrum en Leonardó.

Í stuttu máli má því segja að nafngiftin Mona Lisa komi frá Vasari. Ef til vill á lýsing hans þó við annað verk eftir Leonardó, sem mætti líta á sem eldri gerð verksins.

Tilvísun:
  1. ^ www.letteraturaitaliana.net. Bls. 555. (Sótt 8.03.2022).

Myndir:

Heimildir:

...