Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Lagði Leonardó da Vinci eitthvað af mörkum til stærðfræðinnar?

Kristín Bjarnadóttir

Leonardó da Vinci (1452–1519) var einstaklega fjölhæfur listamaður og fræðimaður: listmálari, myndhöggvari, verkfræðingur, arkitekt, líffræðingur, uppfinningamaður og svo mætti lengi telja. Eftir hann liggja ómetanleg listaverk en einnig verkfræðilegar teikningar og líkön af ýmsu tagi.

Yfirlitsrit um sögu stærðfræðinnar telja Leonardó da Vinci ekki til þeirra sem bætt hafa miklu við stærðfræðiþekkingu sinnar tíðar. Samt sem áður er nafn hans oft nefnt í tengslum við stærðfræði enda nýtti hann sér stærðfræðileg lögmál í verkum sínum. Talið er að ítalski stærðfræðingurinn Pacioli (1445–1514) hafi kennt honum rúmfræði, og teikningar Leonardós af um sextíu marghyrningum í bók Paciolis, De divina proportione eða Um guðdómleg hlutföll, teljast meginprýði ritsins. Myndin hér fyrir ofan sýnir einn marghyrninganna í bókinni, rhombicuboctahedron, tígulteningsáttflötung, en bæði má líta á hann sem afskorinn tening og afskorinn reglulegan áttflötung.

Snjöll sönnun á Pýþagórasarreglu er eignuð Leonardó da Vinci og hún sést hér til hliðar. Um Pýþagórasarregluna má lesa meira í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Fann Pýþagóras upp Pýþagórasarregluna eða er hún bara kennd við hann?

Leonardó lýsti einnig nokkrum aðferðum til að búa til ferning sem hefur sama flatarmál og hringur. Það er ekki hægt að gera með reglustiku og hringfara eingöngu, en hann útbjó tæki til þeirra hluta.

Frekara lesefni á Vísindvaefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Kristín Bjarnadóttir

prófessor emerita

Útgáfudagur

16.2.2009

Síðast uppfært

20.7.2021

Spyrjandi

Jón Kristinn Einarsson, f. 1996

Tilvísun

Kristín Bjarnadóttir. „Lagði Leonardó da Vinci eitthvað af mörkum til stærðfræðinnar?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2009, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=50970.

Kristín Bjarnadóttir. (2009, 16. febrúar). Lagði Leonardó da Vinci eitthvað af mörkum til stærðfræðinnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=50970

Kristín Bjarnadóttir. „Lagði Leonardó da Vinci eitthvað af mörkum til stærðfræðinnar?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2009. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=50970>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Lagði Leonardó da Vinci eitthvað af mörkum til stærðfræðinnar?
Leonardó da Vinci (1452–1519) var einstaklega fjölhæfur listamaður og fræðimaður: listmálari, myndhöggvari, verkfræðingur, arkitekt, líffræðingur, uppfinningamaður og svo mætti lengi telja. Eftir hann liggja ómetanleg listaverk en einnig verkfræðilegar teikningar og líkön af ýmsu tagi.

Yfirlitsrit um sögu stærðfræðinnar telja Leonardó da Vinci ekki til þeirra sem bætt hafa miklu við stærðfræðiþekkingu sinnar tíðar. Samt sem áður er nafn hans oft nefnt í tengslum við stærðfræði enda nýtti hann sér stærðfræðileg lögmál í verkum sínum. Talið er að ítalski stærðfræðingurinn Pacioli (1445–1514) hafi kennt honum rúmfræði, og teikningar Leonardós af um sextíu marghyrningum í bók Paciolis, De divina proportione eða Um guðdómleg hlutföll, teljast meginprýði ritsins. Myndin hér fyrir ofan sýnir einn marghyrninganna í bókinni, rhombicuboctahedron, tígulteningsáttflötung, en bæði má líta á hann sem afskorinn tening og afskorinn reglulegan áttflötung.

Snjöll sönnun á Pýþagórasarreglu er eignuð Leonardó da Vinci og hún sést hér til hliðar. Um Pýþagórasarregluna má lesa meira í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Fann Pýþagóras upp Pýþagórasarregluna eða er hún bara kennd við hann?

Leonardó lýsti einnig nokkrum aðferðum til að búa til ferning sem hefur sama flatarmál og hringur. Það er ekki hægt að gera með reglustiku og hringfara eingöngu, en hann útbjó tæki til þeirra hluta.

Frekara lesefni á Vísindvaefnum:

Heimildir og myndir:...