Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi?

Heiða María Sigurðardóttir

Spyrjandi bætir við:

Ef maður fær hæstu einkunn, fer maður þá í enn flóknara próf?

Greindarpróf eru mismunandi svo einkunnir úr þeim geta líka verið ólíkar. Kvarði flestra greindarprófa nær samt ekki lengra en um 3-4 staðalfrávik yfir meðaleinkunn. Þegar fólk er sagt þremur staðalfrávikum yfir meðaltali á greindarprófi þýðir það að aðeins um einn af hverjum þúsund sé greindara en það sjálft. Aðeins um einn af hverjum tíuþúsund er greindari en fólk sem mælist fjórum staðalfrávikum fyrir ofan meðaltal.

Greindarpróf eru flest búin þannig til að einkunnir eru miðaðar við frammistöðu svokallaðs stöðlunarúrtaks, stórs hóps fólks sem prófið er lagt fyrir áður en það fer í almenna notkun. Þeir sem standa sig til dæmis jafn vel og meðalmaðurinn í stöðlunarúrtakinu eru sagðir af meðalgreind.


Svona dreifast yfirleitt einkunnir á greindarprófum. Eins og sést eru langflestir meðalgreindir (merkt með μ). Staðalfrávik frá meðaltali eru táknuð með σ.

Langflestir eru í meðallagi greindir, en afskaplega fáir mælast aftur á móti með mjög lága eða mjög háa greind. Þetta er ein ástæða þess að kvarði greindarprófa er ekki endalaus í báðar áttir. Til þess að kvarðinn greini vel á milli þeirra allra greindustu þyrfti gífurlega stórt stöðlunarúrtak þar sem þessir einstaklingar eru hlutfallslega sjaldgæfir.

Það er líka yfirleitt algjör óþarfi að láta kvarða greindarprófa ná mjög langt upp fyrir meðalgreind. Greindarpróf eru í flestum tilvikum ekki notuð til að meta afburðagreint fólk. Þau eru miklu frekar til þess ætluð að finna þá sem ekki eru nægilega greindir til að geta spjarað sig í samfélaginu án aðstoðar svo að þessu fólki megi veita þá hjálp sem það raunverulega þarfnast. Einnig eru greindarpróf notuð til að útiloka að slök greind geti skýrt tiltekna erfiðleika svo sem lestrarörðugleika.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

11.10.2006

Spyrjandi

Danival Heide Sævarsson, f. 1994

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi? “ Vísindavefurinn, 11. október 2006. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6303.

Heiða María Sigurðardóttir. (2006, 11. október). Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6303

Heiða María Sigurðardóttir. „Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi? “ Vísindavefurinn. 11. okt. 2006. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6303>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu háa einkunn er mögulega hægt að fá í greindaprófi?
Spyrjandi bætir við:

Ef maður fær hæstu einkunn, fer maður þá í enn flóknara próf?

Greindarpróf eru mismunandi svo einkunnir úr þeim geta líka verið ólíkar. Kvarði flestra greindarprófa nær samt ekki lengra en um 3-4 staðalfrávik yfir meðaleinkunn. Þegar fólk er sagt þremur staðalfrávikum yfir meðaltali á greindarprófi þýðir það að aðeins um einn af hverjum þúsund sé greindara en það sjálft. Aðeins um einn af hverjum tíuþúsund er greindari en fólk sem mælist fjórum staðalfrávikum fyrir ofan meðaltal.

Greindarpróf eru flest búin þannig til að einkunnir eru miðaðar við frammistöðu svokallaðs stöðlunarúrtaks, stórs hóps fólks sem prófið er lagt fyrir áður en það fer í almenna notkun. Þeir sem standa sig til dæmis jafn vel og meðalmaðurinn í stöðlunarúrtakinu eru sagðir af meðalgreind.


Svona dreifast yfirleitt einkunnir á greindarprófum. Eins og sést eru langflestir meðalgreindir (merkt með μ). Staðalfrávik frá meðaltali eru táknuð með σ.

Langflestir eru í meðallagi greindir, en afskaplega fáir mælast aftur á móti með mjög lága eða mjög háa greind. Þetta er ein ástæða þess að kvarði greindarprófa er ekki endalaus í báðar áttir. Til þess að kvarðinn greini vel á milli þeirra allra greindustu þyrfti gífurlega stórt stöðlunarúrtak þar sem þessir einstaklingar eru hlutfallslega sjaldgæfir.

Það er líka yfirleitt algjör óþarfi að láta kvarða greindarprófa ná mjög langt upp fyrir meðalgreind. Greindarpróf eru í flestum tilvikum ekki notuð til að meta afburðagreint fólk. Þau eru miklu frekar til þess ætluð að finna þá sem ekki eru nægilega greindir til að geta spjarað sig í samfélaginu án aðstoðar svo að þessu fólki megi veita þá hjálp sem það raunverulega þarfnast. Einnig eru greindarpróf notuð til að útiloka að slök greind geti skýrt tiltekna erfiðleika svo sem lestrarörðugleika.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimild og mynd

...