Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað dreymir þá sem fæðast blindir? Þarf maður ekki að hafa séð hlutina til að geta dreymt þá?

HMS

Margir hafa spurt um svipað efni. Aðrir spyrjendur eru:

Eyrún Sævarsdóttir, f. 1988, Daði, Kristín Ólafsdóttir, f. 1989, Davíð Hrafnsson, Marinó M. Magnússon, Gunnar Pálmason, Ási, f. 1987, Helga Einarsdóttir, Nicholas O'Keeffe, Ragnar Jón Hrólfsson, Steinar Ólafsson, f. 1988, Oddný Rósa, f. 1987, Eydís Arna Sigurbjörnsdóttir, f. 1988, Kristmundur Ólafsson, Pálmi Jóhannsson og Valdimar Halldórsson.

Draumar eru gjarnan myndrænir þannig að fólk sér fyrir sér inntak þeirra; með öðrum orðum „horfir“ það á atburðarás draumsins. En á þetta við um þá sem ekki eru sjáandi? Hvað dreymir blint fólk?

Vísindamenn eru ekki alveg á einu máli hvað þetta varðar. Flestar rannsóknir benda samt til þess að fólk sem hefur verið blint frá fæðingu dreymi ekki myndræna drauma. Það sama virðist eiga við um þá sem verða blindir fyrir fimm ára aldur. Aftur á móti getur fólk sem blindast eftir um sjö ára aldur oft haldið eftir þessum eiginleika draumanna, jafnvel þótt það sjái ekki í vöku.

Miðað við þetta virðist því vera rétt ályktað hjá spyrjanda að fólk þurfi að hafa séð hluti til að geta dreymt þá, ef með því er átt við að menn sjái hlutina fyrir sér í draumi. Aftur á móti má ekki gleyma að hægt er að skynja hluti með öðrum skilningarvitum en sjón, og varla er nokkuð því til fyrirstöðu að blindir heyri til dæmis í hlutum eða finnist þeir snerta þá í draumi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

2.11.2006

Spyrjandi

Sigvaldi Þorsteinsson, f. 1988

Tilvísun

HMS. „Hvað dreymir þá sem fæðast blindir? Þarf maður ekki að hafa séð hlutina til að geta dreymt þá?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2006. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6356.

HMS. (2006, 2. nóvember). Hvað dreymir þá sem fæðast blindir? Þarf maður ekki að hafa séð hlutina til að geta dreymt þá? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6356

HMS. „Hvað dreymir þá sem fæðast blindir? Þarf maður ekki að hafa séð hlutina til að geta dreymt þá?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2006. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6356>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað dreymir þá sem fæðast blindir? Þarf maður ekki að hafa séð hlutina til að geta dreymt þá?
Margir hafa spurt um svipað efni. Aðrir spyrjendur eru:

Eyrún Sævarsdóttir, f. 1988, Daði, Kristín Ólafsdóttir, f. 1989, Davíð Hrafnsson, Marinó M. Magnússon, Gunnar Pálmason, Ási, f. 1987, Helga Einarsdóttir, Nicholas O'Keeffe, Ragnar Jón Hrólfsson, Steinar Ólafsson, f. 1988, Oddný Rósa, f. 1987, Eydís Arna Sigurbjörnsdóttir, f. 1988, Kristmundur Ólafsson, Pálmi Jóhannsson og Valdimar Halldórsson.

Draumar eru gjarnan myndrænir þannig að fólk sér fyrir sér inntak þeirra; með öðrum orðum „horfir“ það á atburðarás draumsins. En á þetta við um þá sem ekki eru sjáandi? Hvað dreymir blint fólk?

Vísindamenn eru ekki alveg á einu máli hvað þetta varðar. Flestar rannsóknir benda samt til þess að fólk sem hefur verið blint frá fæðingu dreymi ekki myndræna drauma. Það sama virðist eiga við um þá sem verða blindir fyrir fimm ára aldur. Aftur á móti getur fólk sem blindast eftir um sjö ára aldur oft haldið eftir þessum eiginleika draumanna, jafnvel þótt það sjái ekki í vöku.

Miðað við þetta virðist því vera rétt ályktað hjá spyrjanda að fólk þurfi að hafa séð hluti til að geta dreymt þá, ef með því er átt við að menn sjái hlutina fyrir sér í draumi. Aftur á móti má ekki gleyma að hægt er að skynja hluti með öðrum skilningarvitum en sjón, og varla er nokkuð því til fyrirstöðu að blindir heyri til dæmis í hlutum eða finnist þeir snerta þá í draumi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Heimildir og mynd

...