Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Hvað eru gusthlaup?

JGÞ

Í eldgosum geta myndast svonefnd gjóskuhlaup. Þá rennur brennandi heit gjóska niður hlíðar eldfjallsins á miklum hraða í stað þess að rjúka upp í loftið.

Gjóskuhlaup verða þegar kvika sem kemur upp í eldgosum sundrast. Gös í kvikunni og utanaðkomandi kæling vegna vatns valda sundrunni. Ef gosmökkur frá eldstöð er þyngri en andrúmsloftið getur hann ekki stigið til himins. Þess í stað fellur hann saman og myndar gjóskuhlaup. Gjóskan ferðast þá yfirleitt eins og vatn eftir yfirborðinu. Algengur hraði hennar er 100-150 km/klst. Þessi lýsing á við ef í hlaupunum er mikið af gjósku en lítið af gasi.

Afsteypur fólks sem fórst í borginni Pompei vegna gusthlaups þegar Vesúvíus gaus árið 79.

Önnur tegund gjóskuhlaupa hafa hins vegar verið nefnd gusthlaup eins og spyrjandi spyr sérstaklega um. Í þeim er lítið af gjósku en mikið af gasi. Um þess háttar hlaup segir í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvers konar eldgos lagði Pompei í rúst?:

Slík gjóskuhlaup hafa verið nefnd gusthlaup og þau eru ólík fyrri tegundinni á þann hátt að þau geta farið yfir holt og hæðir. Rennsli gusthlaupanna stjórnast því síður af landslagi.

Eitt frægasta gusthlaup sögunnar kom úr Pompei þegar Vesúvíus gaus árið 79.

Hægt er að lesa meira um gusthlaup í fyrrnefndu svari Ármanns en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

5.5.2010

Spyrjandi

Hörður Bragason, Ritstjórn

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru gusthlaup?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2010. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=10088.

JGÞ. (2010, 5. maí). Hvað eru gusthlaup? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=10088

JGÞ. „Hvað eru gusthlaup?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2010. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=10088>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru gusthlaup?
Í eldgosum geta myndast svonefnd gjóskuhlaup. Þá rennur brennandi heit gjóska niður hlíðar eldfjallsins á miklum hraða í stað þess að rjúka upp í loftið.

Gjóskuhlaup verða þegar kvika sem kemur upp í eldgosum sundrast. Gös í kvikunni og utanaðkomandi kæling vegna vatns valda sundrunni. Ef gosmökkur frá eldstöð er þyngri en andrúmsloftið getur hann ekki stigið til himins. Þess í stað fellur hann saman og myndar gjóskuhlaup. Gjóskan ferðast þá yfirleitt eins og vatn eftir yfirborðinu. Algengur hraði hennar er 100-150 km/klst. Þessi lýsing á við ef í hlaupunum er mikið af gjósku en lítið af gasi.

Afsteypur fólks sem fórst í borginni Pompei vegna gusthlaups þegar Vesúvíus gaus árið 79.

Önnur tegund gjóskuhlaupa hafa hins vegar verið nefnd gusthlaup eins og spyrjandi spyr sérstaklega um. Í þeim er lítið af gjósku en mikið af gasi. Um þess háttar hlaup segir í svari Ármanns Höskuldssonar við spurningunni Hvers konar eldgos lagði Pompei í rúst?:

Slík gjóskuhlaup hafa verið nefnd gusthlaup og þau eru ólík fyrri tegundinni á þann hátt að þau geta farið yfir holt og hæðir. Rennsli gusthlaupanna stjórnast því síður af landslagi.

Eitt frægasta gusthlaup sögunnar kom úr Pompei þegar Vesúvíus gaus árið 79.

Hægt er að lesa meira um gusthlaup í fyrrnefndu svari Ármanns en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:

...