Sólin Sólin Rís 10:50 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 15:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:13 • Síðdegis: 22:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:49 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík

Hvað er baggalútur?

Sigurður Steinþórsson

Baggalútar (hreðjasteinar) myndast í ríólíti (líparíti) við samsöfnun efnis meðan bergið er að storkna. Slík samsöfnun efnis (e. concretions) þekkist líka í seti; dæmi um slíkt eru sandkristallar – stórir, stakir kristallar til dæmis af kalsíti sem vaxa í vatnsósa seti.

Baggalútar. Kúlurnar eru um 1,5 cm í þvermál.

Eins og sést á bergsneiðinni hér að neðan liggur flæðimynstur bergsins gegnum baggalútana, þannig að þeir uxu eftir að kvikan staðnæmdist. Baggalútar myndast í súru bergi og hafa iðulega geislótt mynstur sem kemur fram í kúlulaga yfirborði. Í miðjunni er kvars eða kristóbalít (háhita-afbrigði af kvarsi, SiO2) en geislarnir eru sambreyskja af kvarsi og hematíti (Fe2O3). Kúlurnar vaxa þannig út frá sameiginlegri miðju úr vatnsríkum vessum afgangsbráðarinnar.Fáguð sneið af biksteini með baggalútum frá eynni Lipari (þaðan sem bergtegundarheitið líparít er komið). Kúlurnar hafa vaxið eftir að kvikan hætti að flæða, því flæðimynstrið (stuttar láréttar línur) gengur í gegnum þær. (Hatch, Wells & Wells: Petrology of the Igneous Rocks).

Baggalútar geta verið allt frá örsmáum baunum upp í hnefastórar kúlur og jafnvel allt að 15-20 cm í þvermál. Með því að kúlurnar eru talsvert harðari en bergið sem þær myndast í, standast þær betur rof og veðrun og finnast því gjarnan í seti – frægur fundarstaður í nágrenni Reykjavíkur er Hvalfjarðareyri sunnan við Hvalfjörð.

Orðið baggalútur getur einnig merkt lítill drengur og dordingull.


Fjölmargir hafa sent Vísindavefnum fyrirspurn um baggalúta og tengist sá áhugi ef til vill vinsælli vefsíðu og hljómsveit með sama nafni. Spyrjendur eru:
Berglind Agnarsdóttir, Guðmundur Andrésson, Guðný Ingibjörg Einarsdóttir, Gylfi Guðmundsson, Heiðar Árnason, Helga Hansdóttir, Íris D. Magnúsdóttir, Olga Vilmundardóttir, Pétur Valur, Ragnheiður Kristinsdóttir, Sigurbjörg G. Friðriksdóttir, Þorsteinn Már og Ægir Valur Hauksson.

Meðal þeirra spurninga sem Vísindavefurinn hefur fengið um baggalúta eru:

  • Hvers konar steinar eru baggalútar?
  • Hvernig og hvar myndast baggalútar?
  • Hvað merkir orðið baggalútur?
  • Hvert er heiti baggalúts (jarðfr.) á ensku/latínu?
  • Hvar finnst baggalútur?

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

29.12.2009

Spyrjandi

Sigurður Jóhannesson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er baggalútur?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2009. Sótt 3. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=10421.

Sigurður Steinþórsson. (2009, 29. desember). Hvað er baggalútur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=10421

Sigurður Steinþórsson. „Hvað er baggalútur?“ Vísindavefurinn. 29. des. 2009. Vefsíða. 3. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=10421>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er baggalútur?
Baggalútar (hreðjasteinar) myndast í ríólíti (líparíti) við samsöfnun efnis meðan bergið er að storkna. Slík samsöfnun efnis (e. concretions) þekkist líka í seti; dæmi um slíkt eru sandkristallar – stórir, stakir kristallar til dæmis af kalsíti sem vaxa í vatnsósa seti.

Baggalútar. Kúlurnar eru um 1,5 cm í þvermál.

Eins og sést á bergsneiðinni hér að neðan liggur flæðimynstur bergsins gegnum baggalútana, þannig að þeir uxu eftir að kvikan staðnæmdist. Baggalútar myndast í súru bergi og hafa iðulega geislótt mynstur sem kemur fram í kúlulaga yfirborði. Í miðjunni er kvars eða kristóbalít (háhita-afbrigði af kvarsi, SiO2) en geislarnir eru sambreyskja af kvarsi og hematíti (Fe2O3). Kúlurnar vaxa þannig út frá sameiginlegri miðju úr vatnsríkum vessum afgangsbráðarinnar.Fáguð sneið af biksteini með baggalútum frá eynni Lipari (þaðan sem bergtegundarheitið líparít er komið). Kúlurnar hafa vaxið eftir að kvikan hætti að flæða, því flæðimynstrið (stuttar láréttar línur) gengur í gegnum þær. (Hatch, Wells & Wells: Petrology of the Igneous Rocks).

Baggalútar geta verið allt frá örsmáum baunum upp í hnefastórar kúlur og jafnvel allt að 15-20 cm í þvermál. Með því að kúlurnar eru talsvert harðari en bergið sem þær myndast í, standast þær betur rof og veðrun og finnast því gjarnan í seti – frægur fundarstaður í nágrenni Reykjavíkur er Hvalfjarðareyri sunnan við Hvalfjörð.

Orðið baggalútur getur einnig merkt lítill drengur og dordingull.


Fjölmargir hafa sent Vísindavefnum fyrirspurn um baggalúta og tengist sá áhugi ef til vill vinsælli vefsíðu og hljómsveit með sama nafni. Spyrjendur eru:
Berglind Agnarsdóttir, Guðmundur Andrésson, Guðný Ingibjörg Einarsdóttir, Gylfi Guðmundsson, Heiðar Árnason, Helga Hansdóttir, Íris D. Magnúsdóttir, Olga Vilmundardóttir, Pétur Valur, Ragnheiður Kristinsdóttir, Sigurbjörg G. Friðriksdóttir, Þorsteinn Már og Ægir Valur Hauksson.

Meðal þeirra spurninga sem Vísindavefurinn hefur fengið um baggalúta eru:

  • Hvers konar steinar eru baggalútar?
  • Hvernig og hvar myndast baggalútar?
  • Hvað merkir orðið baggalútur?
  • Hvert er heiti baggalúts (jarðfr.) á ensku/latínu?
  • Hvar finnst baggalútur?
...