Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hvaða arkitekt hannaði Colosseum í Róm, hve stórt er það og hve gamalt?

HMH

Colosseum, hringleikahúsið í Róm, var reist á árunum 70-82 e.Kr. Vinna hófst við það undir stjórn Vespasíanusar keisara en Títus keisari vígði það árið 80 með hundrað daga kappleikjum. Tveimur árum síðar lýkur Dómitíanus, þriðji keisarinn sem að byggingunni kom, við efstu hæð mannvirkisins sem þá er fullgert.


Arkitektinn er ókunnur og eins víst að margir hafi komið að hönnun með einum eða öðrum hætti.

Colosseum er sporöskjulaga og þekur 190x155 metra. Húsið tekur 50.000 manns í sæti. Það var fyrsta hringleikahúsið sem reist var án stuðnings landslags og jarðefnis því að fram að þessu höfðu hringleikahús verið grafin í jörð eða berg í brekkum. Í Rómaveldi voru hringleikahús af þessum toga notuð undir skemmtanir sem einkum fólust í bardögum milli dýra, dýra og manna eða manna eingöngu. Þar var barist til dauða við fögnuð viðstaddra.

Á miðöldum varð byggingin fyrir miklum skemmdum af völdum eldinga, jarðskjálfta og skemmdarverka.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.10.2000

Spyrjandi

Gyrðir Viktorsson, f. 1991

Tilvísun

HMH. „Hvaða arkitekt hannaði Colosseum í Róm, hve stórt er það og hve gamalt?“ Vísindavefurinn, 29. október 2000. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1051.

HMH. (2000, 29. október). Hvaða arkitekt hannaði Colosseum í Róm, hve stórt er það og hve gamalt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1051

HMH. „Hvaða arkitekt hannaði Colosseum í Róm, hve stórt er það og hve gamalt?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2000. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1051>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða arkitekt hannaði Colosseum í Róm, hve stórt er það og hve gamalt?
Colosseum, hringleikahúsið í Róm, var reist á árunum 70-82 e.Kr. Vinna hófst við það undir stjórn Vespasíanusar keisara en Títus keisari vígði það árið 80 með hundrað daga kappleikjum. Tveimur árum síðar lýkur Dómitíanus, þriðji keisarinn sem að byggingunni kom, við efstu hæð mannvirkisins sem þá er fullgert.


Arkitektinn er ókunnur og eins víst að margir hafi komið að hönnun með einum eða öðrum hætti.

Colosseum er sporöskjulaga og þekur 190x155 metra. Húsið tekur 50.000 manns í sæti. Það var fyrsta hringleikahúsið sem reist var án stuðnings landslags og jarðefnis því að fram að þessu höfðu hringleikahús verið grafin í jörð eða berg í brekkum. Í Rómaveldi voru hringleikahús af þessum toga notuð undir skemmtanir sem einkum fólust í bardögum milli dýra, dýra og manna eða manna eingöngu. Þar var barist til dauða við fögnuð viðstaddra.

Á miðöldum varð byggingin fyrir miklum skemmdum af völdum eldinga, jarðskjálfta og skemmdarverka.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd: