Sólin Sólin Rís 03:21 • sest 23:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:48 • Sest 02:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:55 • Síðdegis: 17:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:08 • Síðdegis: 23:38 í Reykjavík

Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja?

HMH

Í hringleikahúsum Rómaveldis fóru fram bardagar af þrennum toga.

Í fyrsta lagi voru skylmingar. Skylmingaþrælar (gladíatorar) börðust, yfirleitt tveir og tveir, þar til annar særðist. Áhorfendur gáfu þá merki um hvort þeir vildu leyfa hinum særða að lifa eða hvort ætti að drepa hann.


Úr kvikmyndinni Gladiator.

Fyrstu skylmingarnar af þessum toga sem þekktar eru fóru fram 264 fyrir Krist og börðust þá þrjú pör þræla. En sýningarnar urðu sífellt stærri og viðameiri og þegar Colosseum, hringleikahúsið í Róm, er vígt og opnað árið 80 eftir Krist fara þar fram skylmingar 300 skylmingapara á hundrað dögum.

Árið 107 heldur Trajan fögnuð vegna hernaðarsigra þar sem ein 5000 pör skylmingaþræla berjast.

Í öðru lagi börðust dýr hvert við annað og í þriðja lagi menn við dýr. Bardagar með dýrum kölluðust venationes. Oft fór dýraslátrun saman með skylmingum. Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum til að fóðra leikana.

Á fjórðu og fimmtu öld eftir Krist, samfara útbreiðslu Kristni um Evrópu, líða þessar skemmtanir nokkurn veginn undir lok.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Höfundur

heimspekingur og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.10.2000

Spyrjandi

Katrín Hjartardóttir

Tilvísun

HMH. „Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja?“ Vísindavefurinn, 29. október 2000. Sótt 2. júní 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=1052.

HMH. (2000, 29. október). Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1052

HMH. „Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja?“ Vísindavefurinn. 29. okt. 2000. Vefsíða. 2. jún. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1052>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða skemmtanir fóru fram í hringleikahúsum Rómverja?
Í hringleikahúsum Rómaveldis fóru fram bardagar af þrennum toga.

Í fyrsta lagi voru skylmingar. Skylmingaþrælar (gladíatorar) börðust, yfirleitt tveir og tveir, þar til annar særðist. Áhorfendur gáfu þá merki um hvort þeir vildu leyfa hinum særða að lifa eða hvort ætti að drepa hann.


Úr kvikmyndinni Gladiator.

Fyrstu skylmingarnar af þessum toga sem þekktar eru fóru fram 264 fyrir Krist og börðust þá þrjú pör þræla. En sýningarnar urðu sífellt stærri og viðameiri og þegar Colosseum, hringleikahúsið í Róm, er vígt og opnað árið 80 eftir Krist fara þar fram skylmingar 300 skylmingapara á hundrað dögum.

Árið 107 heldur Trajan fögnuð vegna hernaðarsigra þar sem ein 5000 pör skylmingaþræla berjast.

Í öðru lagi börðust dýr hvert við annað og í þriðja lagi menn við dýr. Bardagar með dýrum kölluðust venationes. Oft fór dýraslátrun saman með skylmingum. Á stórum uppákomum var allt að 11.000 dýrum slátrað í hringleikahúsi – ljónum, björnum, nautgripum, flóðhestum, tígrum og krókódílum. Rómverjar voru sendir vítt og breitt um heiminn í leit að dýrum til að fóðra leikana.

Á fjórðu og fimmtu öld eftir Krist, samfara útbreiðslu Kristni um Evrópu, líða þessar skemmtanir nokkurn veginn undir lok.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:...