Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi?

Fuglar komast öðrum dýrum hraðar yfir. Svölungur hefur mælst á 170 km hraða í láréttu flugi. Fálkar í steypiflugi komast enn hraðar. Förufálki steypir sér á bráð með hraða samsvarandi 360 km á klukkustund.

Sítan eða blettatígurinn, kattardýr í Afríku, kemst sem svarar um eða yfir 100 kílómetrum á klukkustund á stuttum sprettum en úthaldið er takmarkað.

Ferfætlingar á jörðu niðri fara ekki svona hratt yfir. Sítan eða blettatígurinn, kattardýr í Afríku, kemst sem svarar um eða yfir 100 kílómetrum á klukkustund á stuttum sprettum en úthaldið er takmarkað. Á lengri sprettum er kvíslhyrnan, norður-amerískt klaufdýr, líklega fljótust. Hjarðir hafa mælst hlaupa á 65-72 km hraða og hámarkshraðinn reyndist 86,5 km. Heimildir eru um að kvíslhyrna hafi hlaupið skamman spöl á undan bíl meðan hraðamælirinn sýndi liðlega 60 mílur (96 km).

Fljótustu lagardýr standa landdýrunum ekki langt að baki. Túnfiskar eru meðal hraðsyntustu fiska og ná um 70-80 km hraða. Sumir telja að einhverjir háfiskar komist enn hraðar en ég hef ekki séð neinar tölur því til staðfestu.

Höfrungar geta synt alllengi á 26-33 km hraða.

Mynd:

Útgáfudagur

16.2.2000

Spyrjandi

Kristján Bragason 12 ára

Höfundur

líffræðingur, fyrrv. rektor Menntaskólans við Hamrahlíð

Tilvísun

Örnólfur Thorlacius. „Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi?“ Vísindavefurinn, 16. febrúar 2000. Sótt 23. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=106.

Örnólfur Thorlacius. (2000, 16. febrúar). Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=106

Örnólfur Thorlacius. „Hvert er hraðskreiðasta dýr í heimi?“ Vísindavefurinn. 16. feb. 2000. Vefsíða. 23. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=106>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Páll Björnsson

1961

Páll Björnsson er prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Félagsvísinda- og lagadeild HA. Páll hefur komið víða við í rannsóknum sínum en þær hafa verið á sviði nútímasögu.