Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er hægt að finna út hvort tiltekið ár er hlaupár eða ekki, án þess að fletta upp í dagatali?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Já, það er vel hægt. Hlaupár samkvæmt okkar tímatali eru alltaf þegar 4 ganga upp í ártalinu, að undanskildum aldamótaárum þegar 4 ganga ekki upp í öldinni. Þannig eru árin 1700, 1800 og 1900 ekki hlaupár en árið 2000 er hlaupár. Árin 2100, 2200 og 2300 verða ekki hlaupár en árið 2400 verður það aftur á móti.

Með þessu móti verður meðalár tímatalsins 365,2425 sólarhringar að lengd. Það er mjög nálægt svokölluðu hvarfári sem ræður árstíðaskiptum en það er 365,2422 sólarhringar. Frávikið nemur innan við einum degi á hverjum 3000 árum.

Tímatalið sem við búum nú við nefnist gregoríanskt tímatal og megineinkenni þess er einmitt hlaupársreglan sem lýst var hér á undan. Það var tekið upp í kaþólskum löndum árið 1582 og innleitt hér á Íslandi árið 1700. Þá kom 28. nóvember í stað 17. nóvember og var það gert til að vinna upp skekkjuna sem hafði safnast upp.

Þær þjóðir sem búa nú við gregoríanskt tímatal eins og við höfðu áður notað svokallað júlíanskt tímatal sem Júlíus Sesar innleiddi í Rómaveldi árið 46 fyrir Krist. Það var einfaldara en hið gregoríanska því að samkvæmt því var hlaupár alltaf fjórða hvert ár, þegar 4 gengu upp í ártalinu. Ef það væri enn í gildi hefði verið ennþá auðveldara að svara spurningunni. En þetta tímatal var hins vegar ekki nógu nákvæmt til lengdar eins og áður er sagt.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

2.11.2000

Spyrjandi

Heiðrún Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að finna út hvort tiltekið ár er hlaupár eða ekki, án þess að fletta upp í dagatali?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2000, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1074.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 2. nóvember). Er hægt að finna út hvort tiltekið ár er hlaupár eða ekki, án þess að fletta upp í dagatali? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1074

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Er hægt að finna út hvort tiltekið ár er hlaupár eða ekki, án þess að fletta upp í dagatali?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2000. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1074>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er hægt að finna út hvort tiltekið ár er hlaupár eða ekki, án þess að fletta upp í dagatali?
Já, það er vel hægt. Hlaupár samkvæmt okkar tímatali eru alltaf þegar 4 ganga upp í ártalinu, að undanskildum aldamótaárum þegar 4 ganga ekki upp í öldinni. Þannig eru árin 1700, 1800 og 1900 ekki hlaupár en árið 2000 er hlaupár. Árin 2100, 2200 og 2300 verða ekki hlaupár en árið 2400 verður það aftur á móti.

Með þessu móti verður meðalár tímatalsins 365,2425 sólarhringar að lengd. Það er mjög nálægt svokölluðu hvarfári sem ræður árstíðaskiptum en það er 365,2422 sólarhringar. Frávikið nemur innan við einum degi á hverjum 3000 árum.

Tímatalið sem við búum nú við nefnist gregoríanskt tímatal og megineinkenni þess er einmitt hlaupársreglan sem lýst var hér á undan. Það var tekið upp í kaþólskum löndum árið 1582 og innleitt hér á Íslandi árið 1700. Þá kom 28. nóvember í stað 17. nóvember og var það gert til að vinna upp skekkjuna sem hafði safnast upp.

Þær þjóðir sem búa nú við gregoríanskt tímatal eins og við höfðu áður notað svokallað júlíanskt tímatal sem Júlíus Sesar innleiddi í Rómaveldi árið 46 fyrir Krist. Það var einfaldara en hið gregoríanska því að samkvæmt því var hlaupár alltaf fjórða hvert ár, þegar 4 gengu upp í ártalinu. Ef það væri enn í gildi hefði verið ennþá auðveldara að svara spurningunni. En þetta tímatal var hins vegar ekki nógu nákvæmt til lengdar eins og áður er sagt....