Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju heitir hlaupár þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Með hlaupári er átt við almanaksár sem er einum degi lengra en venjulegt ár, og er þá 366 dagar en ekki 365. Í svokölluðum nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er hlaupár þegar talan fjórir gengur upp í ártalinu. Undanskilin reglunni eru aldamótaár, en þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu. Aukadeginum er alltaf bætt við febrúarmánuð og hann hefur þá 29 daga í stað 28, samanber vísuna:

Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver,
einn til hinir kjósa sér.
Febrúar tvenna fjórtán ber
frekar einn þá hlaupár er.

Heitið hlaupár er talið dregið af því að margir merkisdagar í árinu eftir hlaupársdag hlaupa yfir einn vikudag.

Reglurnar um hlaupár eru afar þýðingarmiklar, því án þess fellur almanaksárið illa að árstíðaárinu, það er þeim tíma sem líður milli sólhvarfa. Árstíðaárið telur ekki heila tölu daga heldur 365 daga, 5 stundir, 48 mínútur og 46 sekúndur. Með því að hafa reglu um hlaupár verður meðallengd almanaksárs nokkuð nærri lagi, eða 365 dagar, 5 stundir, 49 mínútur og 12 sekúndur.

Heimild og mynd

  • Þorsteinn Sæmundsson. Stjörnufræði, rímfræði. Alfræði Menningarsjóðs. Reykjavík 1972.
  • Myndin er breytt útgáfa myndar af síðunni Heidel House News.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

29.6.2006

Spyrjandi

Anna Kara Eiríksdóttir, f. 1997

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir hlaupár þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2006. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6039.

Guðrún Kvaran. (2006, 29. júní). Af hverju heitir hlaupár þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6039

Guðrún Kvaran. „Af hverju heitir hlaupár þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2006. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6039>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir hlaupár þessu nafni?
Með hlaupári er átt við almanaksár sem er einum degi lengra en venjulegt ár, og er þá 366 dagar en ekki 365. Í svokölluðum nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er hlaupár þegar talan fjórir gengur upp í ártalinu. Undanskilin reglunni eru aldamótaár, en þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu. Aukadeginum er alltaf bætt við febrúarmánuð og hann hefur þá 29 daga í stað 28, samanber vísuna:

Ap, jún, sept, nóv þrjátíu hver,
einn til hinir kjósa sér.
Febrúar tvenna fjórtán ber
frekar einn þá hlaupár er.

Heitið hlaupár er talið dregið af því að margir merkisdagar í árinu eftir hlaupársdag hlaupa yfir einn vikudag.

Reglurnar um hlaupár eru afar þýðingarmiklar, því án þess fellur almanaksárið illa að árstíðaárinu, það er þeim tíma sem líður milli sólhvarfa. Árstíðaárið telur ekki heila tölu daga heldur 365 daga, 5 stundir, 48 mínútur og 46 sekúndur. Með því að hafa reglu um hlaupár verður meðallengd almanaksárs nokkuð nærri lagi, eða 365 dagar, 5 stundir, 49 mínútur og 12 sekúndur.

Heimild og mynd

  • Þorsteinn Sæmundsson. Stjörnufræði, rímfræði. Alfræði Menningarsjóðs. Reykjavík 1972.
  • Myndin er breytt útgáfa myndar af síðunni Heidel House News.
    • ...