Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023)

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Hvað veldur því að aðeins eru 28 dagar í 1 mánuði, 30 dagar í 4 mánuðum og 31 dagur í 7 mánuðum en ekki 31 dagur í 5 mánuðum og 30 dagar í 7?

Misjöfn lengd almanaksmánaðanna á sér sögulegar rætur. Núgildandi regla er sú sem Júlíus Cæsar valdi þegar hann kom skipan á tímatal Rómverja árið 46 f.Kr. Cæsar hefði eflaust getað valið einfaldara og rökréttara kerfi, en hann var að lagfæra eldra tímatal þar sem almanaksárin voru til skiptis stutt (355 dagar) eða löng (377 eða 378 dagar) og mánuðirnir ýmist 29 eða 31 dagur að lengd. Cæsar lét óbreytta þá mánuði sem áður höfðu 31 dag en bætti 1-2 dögum við þá mánuði sem áður höfðu 29 daga. Febrúar hafði haft sérstöðu sem síðasti mánuður ársins að fornu tímatali í Róm og taldi 28 daga í stuttum árum, en í lengri árum (hlaupárum) var mánuðurinn lengdur um rúmar þrjár vikur. Cæsar lét þessa skipan gilda áfram að öðru leyti en því að hlaupársreglunni var breytt og febrúar lengdur um einn dag fjórða hvert ár. Sú saga að Ágústus keisari hafi látið stytta febrúar til að geta lengt þann mánuð sem við hann sjálfan var kenndur (ágúst) er úr lausu lofti gripin.

Höfundur

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023)

stjarnfræðingur við Raunvísindastofnun

Útgáfudagur

2.8.2000

Spyrjandi

Kári Erlingsson

Tilvísun

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023). „Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?“ Vísindavefurinn, 2. ágúst 2000. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=715.

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023). (2000, 2. ágúst). Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=715

Þorsteinn Sæmundsson (1935-2023). „Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?“ Vísindavefurinn. 2. ágú. 2000. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=715>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað veldur óreglunni í dagafjölda almanaksmánaðanna í tímatali okkar?
Upphafleg spurning var sem hér segir:

Hvað veldur því að aðeins eru 28 dagar í 1 mánuði, 30 dagar í 4 mánuðum og 31 dagur í 7 mánuðum en ekki 31 dagur í 5 mánuðum og 30 dagar í 7?

Misjöfn lengd almanaksmánaðanna á sér sögulegar rætur. Núgildandi regla er sú sem Júlíus Cæsar valdi þegar hann kom skipan á tímatal Rómverja árið 46 f.Kr. Cæsar hefði eflaust getað valið einfaldara og rökréttara kerfi, en hann var að lagfæra eldra tímatal þar sem almanaksárin voru til skiptis stutt (355 dagar) eða löng (377 eða 378 dagar) og mánuðirnir ýmist 29 eða 31 dagur að lengd. Cæsar lét óbreytta þá mánuði sem áður höfðu 31 dag en bætti 1-2 dögum við þá mánuði sem áður höfðu 29 daga. Febrúar hafði haft sérstöðu sem síðasti mánuður ársins að fornu tímatali í Róm og taldi 28 daga í stuttum árum, en í lengri árum (hlaupárum) var mánuðurinn lengdur um rúmar þrjár vikur. Cæsar lét þessa skipan gilda áfram að öðru leyti en því að hlaupársreglunni var breytt og febrúar lengdur um einn dag fjórða hvert ár. Sú saga að Ágústus keisari hafi látið stytta febrúar til að geta lengt þann mánuð sem við hann sjálfan var kenndur (ágúst) er úr lausu lofti gripin....