Sólin Sólin Rís 05:54 • sest 21:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:29 • Síðdegis: 24:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:26 í Reykjavík

Hvers vegna er hlaupársdagurinn í febrúar?

JGÞ

Rætur hlaupársdagsins er hægt að rekja til ársins 46. f. Kr. en þá var komið á endurbættu tímatali í Rómaveldi. Eins og segir í Sögu daganna eftir Árna Björnsson var hlaupársdagurinn hjá Rómverjum:
eiginlega 24. febrúar, því honum var skotið inn daginn eftir vorhátíð sem nefndist Terminalia. Eins og nafnið bendir til var þetta einskonar missiraskiptahátíð og að vissu leyti sambærileg við sumardaginn fyrsta hjá okkur. Munurinn er sá að Rómverjar virðast á ákveðnu skeiði hafa skipt árinu í þrennt. Var gömul venja að rétta tímatalið af með innskotum á þessum tíma, í lok vetrartímabilsins, og því þótti þeim Sesari eðlilegast að hlaupársdagurinn fengi þar inni. (bls. 520)
Samkvæmt okkar tímatali er hlaupársdagurinn 29. febrúar en ekki 24. eins og hjá Rómverjum. En það að viðbótardeginum skuli bætt við þá á engu síður upphaf sitt í tímatali Rómverja.

Væntanlega þætti okkur eðlilegra og skiljanlegra að hlaupársdeginum væri bætt við í lok ársins eða þá eftir sumardaginn fyrsta en þá eru sambærileg tímamót og eftir vorhátíð Rómverjanna.

Hægt er að lesa meira um hlaupár og tímatal í svörum við eftirfarandi spurningum:

Heimild:
  • Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík, 1993.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.2.2004

Spyrjandi

Jóhanna Karitas
Ella Karen Kristjánsdóttir, f. 1988
Andri Már Jónsson, f. 1990

Tilvísun

JGÞ. „Hvers vegna er hlaupársdagurinn í febrúar?“ Vísindavefurinn, 20. febrúar 2004. Sótt 15. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4011.

JGÞ. (2004, 20. febrúar). Hvers vegna er hlaupársdagurinn í febrúar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4011

JGÞ. „Hvers vegna er hlaupársdagurinn í febrúar?“ Vísindavefurinn. 20. feb. 2004. Vefsíða. 15. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4011>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er hlaupársdagurinn í febrúar?
Rætur hlaupársdagsins er hægt að rekja til ársins 46. f. Kr. en þá var komið á endurbættu tímatali í Rómaveldi. Eins og segir í Sögu daganna eftir Árna Björnsson var hlaupársdagurinn hjá Rómverjum:

eiginlega 24. febrúar, því honum var skotið inn daginn eftir vorhátíð sem nefndist Terminalia. Eins og nafnið bendir til var þetta einskonar missiraskiptahátíð og að vissu leyti sambærileg við sumardaginn fyrsta hjá okkur. Munurinn er sá að Rómverjar virðast á ákveðnu skeiði hafa skipt árinu í þrennt. Var gömul venja að rétta tímatalið af með innskotum á þessum tíma, í lok vetrartímabilsins, og því þótti þeim Sesari eðlilegast að hlaupársdagurinn fengi þar inni. (bls. 520)
Samkvæmt okkar tímatali er hlaupársdagurinn 29. febrúar en ekki 24. eins og hjá Rómverjum. En það að viðbótardeginum skuli bætt við þá á engu síður upphaf sitt í tímatali Rómverja.

Væntanlega þætti okkur eðlilegra og skiljanlegra að hlaupársdeginum væri bætt við í lok ársins eða þá eftir sumardaginn fyrsta en þá eru sambærileg tímamót og eftir vorhátíð Rómverjanna.

Hægt er að lesa meira um hlaupár og tímatal í svörum við eftirfarandi spurningum:

Heimild:
  • Árni Björnsson, Saga daganna, Mál og menning, Reykjavík, 1993.
...