Misjafnt er hve lengi mýflugur lifa, en lífsferill þeirra getur tekið allt frá nokkrum vikum upp í marga mánuði og jafnvel heilt ár. Þetta fer meðal annars eftir árstíma en þær lifa lengur á veturna. Lífsferill mýflugu skiptist í fjögur skeið, fyrst er hún egg, síðan lirfa, þá púpa og að lokum fullvaxin mýfluga.
Meira má lesa um mýflugur í svari Jóns S. Ólafssonar við spurningunni Af hverju bítur mýflugan?
Mynd: Muzeum Inkluzji W Burstynie