Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 55 svör fundust

Hver er eðlileg ævilengd katta?

Þegar talað er um eðlilega ævilengd katta (Felis catus eða Felis silvestris catus) er mikilvægt að gera greinarmun á villtum köttum og heimilisköttum. Eðlilegur líftími villikatta er aðeins um tvö til þrjú ár. Heimiliskettir ná hins vegar mun hærri aldri. Eðlilegt þykir að þeir verði 14 ára gamlir en mörg dæmi...

Nánar

Hvað þýðir orðið 'öræfi', það er hvernig er það myndað?

Orðið öræfi er notað um óbyggðir, auðnir og hafnleysi og kemur það þegar fyrir í fornu máli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1230) er vísað í orðið örhóf í fornu máli í merkingunni ‛oflæti, ofsi; fjöldi, ótal’ og örhæfi ‛óbyggðir, eyðilönd, hafnleysa’. Í myndinni öræfi h...

Nánar

Hvað duga peningaseðlar og mynt lengi?

Seðlabanki Íslands hefur einkarétt á því að gefa út gjaldmiðil Íslands. Í lok nóvembermánaðar 2003 var samanlagt verðgildi peninga í umferð tæplega 10 milljarðar króna. Þar af var um 8½ milljarður í seðlum og 1½ milljarður í mynt. Fjöldi seðla í umferð var um 6,9 milljónir, þar af voru 2,3 milljónir af 10, 50 og ...

Nánar

Hvað lifa mýflugur lengi?

Misjafnt er hve lengi mýflugur lifa, en lífsferill þeirra getur tekið allt frá nokkrum vikum upp í marga mánuði og jafnvel heilt ár. Þetta fer meðal annars eftir árstíma en þær lifa lengur á veturna. Lífsferill mýflugu skiptist í fjögur skeið, fyrst er hún egg, síðan lirfa, þá púpa og að lokum fullvaxin mýfluga. ...

Nánar

Hvað geta geitur lifað lengi?

Geitur eru náskyldar kindum og eru meðal nytsömustu húsdýra. Þær verða venjulega um 15 ára gamlar. Helstu afurðir geita eru mjólk, ull, ostur, kjöt og leður. Talið er að maðurinn hafi haldið geitur sem húsdýr í um 10.000 ár. Á Íslandi hafa geitur verið haldnar frá landnámsöld. Heimildir:Vefútgáfa Br...

Nánar

Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra?

Tjaldurinn (Haematopus longirostris) er einkvænisfugl sem heldur ekki aðeins tryggð við makann heldur einnig við óðal sitt. Það þarf því ekki að koma á óvart að fuglar komi á sama staðinn á hverju ári í nokkur ár. Vitað er um tjaldapar sem kom aftur og aftur á sama staðinn til að verpa í samfellt tvo áratugi! V...

Nánar

Hversu gömul verða ský?

Dæmigerður líftími skýja er á bilinu 10 mínútur til klukkustundar. Ský eru sýnilegur hluti uppstreymis, sá hluti þar sem dropar eða ískristallar hafa myndast þegar loft kólnar við að lyftast. Uppstreymið er síbreytilegt en á sér oftast stað í smáum og skammlífum einingum sem ekki lifa nema í nokkrar mínútur hv...

Nánar

Hvernig og hve oft endurnýjast frumur?

Hvernig? Frumur eru í stöðugri endurnýjun meðan þær lifa. Þetta þýðir það að stórsameindir frumunnar, til dæmis prótín (prótein), eru í sífellu að brotna niður og önnur samskonar prótín að myndast eftir þörfum. Líftími prótína í frumum er mjög mislangur, allt frá einni eða örfáum mínútum fyrir ensím sem hvata h...

Nánar

Hvenær mun sólin deyja út?

Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? kemur fram eftirfarandi um myndun sólarinnar:Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafn...

Nánar

Hafa plasmaskjáir styttri líftíma en LCD-skjáir?

Einn útbreiddasti misskilningurinn um plasma-sjónvörp varðar líftíma þeirra; að þau endist stutt, skemur en myndlampasjónvörp og LCD-sjónvörp. Sumir halda jafnvel að fylla þurfi á gasið í skjánum eftir ákveðinn tíma og að ekki megi halla þeim. Þetta er einfaldlega alrangt. Með líftíma er átt við þann tíma sem ...

Nánar

Úr hverju er blóð?

Blóð samanstendur af vökva og frumum sem fljóta í vökvanum. Blóðvökvinn er rúmlega helmingur af rúmmáli blóðsins. Þetta er gulleitur vökvi sem er að mestu leyti vatn en inniheldur líka mörg mikilvæg efni svo sem sölt, fæðuefni, úrgangsefni og blóðvökvaprótín sem koma mikið við sögu við storkun blóðs. Blóðfrum...

Nánar

Krabbameinsfrumur verjast með jákvæðri rafhleðslu. Getur verið að frumurnar losi sig við Ca-jónir, til að mynda +hleðslu?

Undirrituð kannast reyndar ekki við að krabbameinsfrumur beri jákvæða rafhleðslu eða verji sig með henni gegn einhverju, til dæmis lyfjum eða ónæmiskerfinu. Ca-jónir eru jákvætt hlaðnar þannig að ég get ekki alveg séð hvernig það ætti að ganga upp að frumurnar fengju jákvæða hleðslu með því að losa sig við þær. Ég...

Nánar

Hvað lifir skógarþröstur lengi?

Fjölmargir garðeigendur telja sig þekkja skógarþresti (Turdus iliacus) í sundur og sjá þá sömu í garðinum á hverju vori mörg ár í röð. Það er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað skógarþrestir verða gamlir. Vitað er um skógarþresti sem náð hafa háum aldri en flestir lifa þó ekki nema í örfá ár. Skógarþ...

Nánar

Af hverju lifa innikettir lengur en útikettir?

Það er rétt að lífslíkur innikatta eru hærri en hjá köttum sem geta valsað frjálsir um úti við. Þetta á sér mjög einfalda skýringu. Fleiri hættur steðja að köttum utandyra heldur en inni á heimilinu. Ein algengasta dánarorsök katta sem lifa innan bæjarmarka er til dæmis að verða fyrir bíl. Innikettir eru hins vega...

Nánar

Fleiri niðurstöður