Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru margir kettir á Íslandi?

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Hér gildir enn og aftur að kötturinn fer sínar eigin leiðir því að enginn veit svarið við þessari spurningu, því miður. Engar upplýsingar um kattafjölda á Íslandi eru til á netinu þannig að við reyndum að afla upplýsinga með því að hringja á líklegustu staði.

Í Kattholti var okkur sagt að engin skrá væri haldin um ketti á Íslandi og ekki væri skylt að tilkynna neinum um nýfædda kettlinga eða ketti sem hafa dáið, enda mundi slíkt sjálfsagt æra óstöðugan. Starfsmaður þarna nefndi við okkur töluna 20.000 um ketti á höfuðborgarsvæðinu en tók fram að aðrir teldu þá tölu alltof háa, enda má bera hana saman við fjölda heimila á svæðinu.

Í Landbúnaðarráðuneytinu var okkur sagt að engar heildarupplýsingar um ketti hefðu verið teknar saman og yfirdýralæknir hefði ekki heldur slíkar tölur. Hugsanlegt væri að finna tölur um innflutta ketti en ljóst er að slíkar tölur geta ekki gefið neinar upplýsingar um kattafjölda í landinu.

Sumir halda því fram að fuglalíf sé meira á Akureyri en í Reykjavík vegna þess að þar séu færri kettir. Við seljum það þó ekki dýrara en við keyptum, enda fleiri skýringar vel hugsanlegar, svo sem annað náttúrufar yfirleitt.

Kattaáhugamönnum er bent á önnur svör um ketti sem birst hafa á Vísindavefnum:

Höfundar

sérfræðingur á Stærðfræðistofu Raunvísindastofnunar Háskóla Íslands

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

14.8.2000

Spyrjandi

Aldís Hlíf

Tilvísun

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru margir kettir á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2000, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=781.

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 14. ágúst). Hvað eru margir kettir á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=781

Stefán Ingi Valdimarsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvað eru margir kettir á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2000. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=781>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru margir kettir á Íslandi?
Hér gildir enn og aftur að kötturinn fer sínar eigin leiðir því að enginn veit svarið við þessari spurningu, því miður. Engar upplýsingar um kattafjölda á Íslandi eru til á netinu þannig að við reyndum að afla upplýsinga með því að hringja á líklegustu staði.

Í Kattholti var okkur sagt að engin skrá væri haldin um ketti á Íslandi og ekki væri skylt að tilkynna neinum um nýfædda kettlinga eða ketti sem hafa dáið, enda mundi slíkt sjálfsagt æra óstöðugan. Starfsmaður þarna nefndi við okkur töluna 20.000 um ketti á höfuðborgarsvæðinu en tók fram að aðrir teldu þá tölu alltof háa, enda má bera hana saman við fjölda heimila á svæðinu.

Í Landbúnaðarráðuneytinu var okkur sagt að engar heildarupplýsingar um ketti hefðu verið teknar saman og yfirdýralæknir hefði ekki heldur slíkar tölur. Hugsanlegt væri að finna tölur um innflutta ketti en ljóst er að slíkar tölur geta ekki gefið neinar upplýsingar um kattafjölda í landinu.

Sumir halda því fram að fuglalíf sé meira á Akureyri en í Reykjavík vegna þess að þar séu færri kettir. Við seljum það þó ekki dýrara en við keyptum, enda fleiri skýringar vel hugsanlegar, svo sem annað náttúrufar yfirleitt.

Kattaáhugamönnum er bent á önnur svör um ketti sem birst hafa á Vísindavefnum:...