Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað lifir skógarþröstur lengi?

Jón Már Halldórsson

Fjölmargir garðeigendur telja sig þekkja skógarþresti (Turdus iliacus) í sundur og sjá þá sömu í garðinum á hverju vori mörg ár í röð. Það er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað skógarþrestir verða gamlir.

Vitað er um skógarþresti sem náð hafa háum aldri en flestir lifa þó ekki nema í örfá ár.

Skógarþrestir geta náð nokkuð háum aldri. Í september 1988 var merktur skógarþröstur skotinn við óshólma árinnar Tejo í Portúgal. Hann reyndist vera tæplega 12 ára gamall. Nýlegra dæmi er finnskur skógarþröstur sem bar merki og reyndist hafa náð rúmlega 17 ára aldri.

Sennilega getur „dæmigerður“ skógarþröstur ekki vænst þess að ná svo háum aldri. Líklega verða fæstir þrestir mikið eldri en tveggja ára enda eru afföllin hjá skógarþröstum mjög mikil. Hér á landi enda fjölmargir í kjafti katta á hverju sumri. Það á bæði við um fullorðna fugla en þó sérstaklega illa fleyga unga sem eru að reyna að taka sín fyrstu vængjatök.

Heimildirog mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.10.2013

Spyrjandi

Diljá Pétursdóttir, f. 2001

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað lifir skógarþröstur lengi?“ Vísindavefurinn, 16. október 2013, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65775.

Jón Már Halldórsson. (2013, 16. október). Hvað lifir skógarþröstur lengi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65775

Jón Már Halldórsson. „Hvað lifir skógarþröstur lengi?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2013. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65775>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað lifir skógarþröstur lengi?
Fjölmargir garðeigendur telja sig þekkja skógarþresti (Turdus iliacus) í sundur og sjá þá sömu í garðinum á hverju vori mörg ár í röð. Það er því ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað skógarþrestir verða gamlir.

Vitað er um skógarþresti sem náð hafa háum aldri en flestir lifa þó ekki nema í örfá ár.

Skógarþrestir geta náð nokkuð háum aldri. Í september 1988 var merktur skógarþröstur skotinn við óshólma árinnar Tejo í Portúgal. Hann reyndist vera tæplega 12 ára gamall. Nýlegra dæmi er finnskur skógarþröstur sem bar merki og reyndist hafa náð rúmlega 17 ára aldri.

Sennilega getur „dæmigerður“ skógarþröstur ekki vænst þess að ná svo háum aldri. Líklega verða fæstir þrestir mikið eldri en tveggja ára enda eru afföllin hjá skógarþröstum mjög mikil. Hér á landi enda fjölmargir í kjafti katta á hverju sumri. Það á bæði við um fullorðna fugla en þó sérstaklega illa fleyga unga sem eru að reyna að taka sín fyrstu vængjatök.

Heimildirog mynd:

...