Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað lifir íslenski jaðrakaninn lengi?

Jaðrakan (Limosa limosa) er stór og háfættur votlendisfugl af snípuætt sem verpir meðal annars á Íslandi og víða í Mið-Evrópu og í Rússlandi allt austur að ströndum Kyrrahafs. Þeir jaðrakanar sem verpa hér á landi eru flokkaðir í deilitegundina islandica eins og þeir sem verpa í Færeyjum. Talið er að heimsstofninn telji um 600-900 þúsund fugla og er stofnstærð íslensk–færeysku deilitegundarinnar um 45 þúsund fuglar.

Jaðrakan (Limosa limosa).

Hæsti staðfesti aldur jaðrakans samkvæmt merkingu á unga úr hreiðri er 23 ár og sjö mánuðir en það var fuglaáhugamaður á Bretlandseyjum sem las merki á lifandi fugli. Algengt er að jaðrakaninn nái allt að 18 ára aldri. Hins vegar hefur endurheimst mun eldri fugl af náskyldri tegund, lappjaðrakan (Limosa laplandis) og reyndist fuglinn vera rúmlega 33 ára gamall. Lappjaðrakan er nokkuð stærri en jaðrakan en líkur í útliti.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

24.4.2013

Spyrjandi

Óttar Þór Ólafsson, f. 2000

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað lifir íslenski jaðrakaninn lengi?“ Vísindavefurinn, 24. apríl 2013. Sótt 21. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=64704.

Jón Már Halldórsson. (2013, 24. apríl). Hvað lifir íslenski jaðrakaninn lengi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64704

Jón Már Halldórsson. „Hvað lifir íslenski jaðrakaninn lengi?“ Vísindavefurinn. 24. apr. 2013. Vefsíða. 21. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64704>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Gísli Pálsson

1949

Gísli Pálsson er prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa spannað breitt svið, allt frá íslenskum fornbókmenntum til nútíma erfðafræði. Gísli hefur í ritum sínum fjallað um mörg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina, svo sem kvótakerfið, nafnahefðir og líftækni.