Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra?

Jón Már Halldórsson

Tjaldurinn (Haematopus longirostris) er einkvænisfugl sem heldur ekki aðeins tryggð við makann heldur einnig við óðal sitt. Það þarf því ekki að koma á óvart að fuglar komi á sama staðinn á hverju ári í nokkur ár. Vitað er um tjaldapar sem kom aftur og aftur á sama staðinn til að verpa í samfellt tvo áratugi!

Vel þekkt er að tjaldurinn komist á fertugsaldur.

Tjaldurinn er langlífur. Til að varpa ljósi á langlífi fugla þá merkja fuglafræðingar unga í hreiðri með því að setja hring um fót þeirra með ýmsum upplýsingum um fuglinn. Þegar þeir endurheimtast eða sjást aftur þá getur athugandinn meðal annars séð hvenær viðkomandi fugl var í hreiðri og lesið aldurinn út frá því. Samkvæmt slíkum merkingum þá er ekki óalgengt að tjaldurinn verði allt að 35 ára gamall og jafnvel eldri.

Eins og sjá má hér til hægri hefur verið fjallað um aldur ýmissa fugla á Vísindavefnum.

Heimild og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hver er líftími fuglsinss tjalds? Það verpir tjaldapar hér uppi á þaki ár eftir ár. Er þetta sama parið ár eftir ár eða eru þetta ungar sem koma næsta sumar?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.5.2013

Spyrjandi

María Huldarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2013, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=65198.

Jón Már Halldórsson. (2013, 6. maí). Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65198

Jón Már Halldórsson. „Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2013. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65198>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Uppi á þaki hjá mér verpir tjaldapar ár eftir ár. Getur verið að þetta sé alltaf sama parið? Hversu gamlir verða fuglarnir og hvernig fara fuglafræðingar að því að ákvarða aldur þeirra?
Tjaldurinn (Haematopus longirostris) er einkvænisfugl sem heldur ekki aðeins tryggð við makann heldur einnig við óðal sitt. Það þarf því ekki að koma á óvart að fuglar komi á sama staðinn á hverju ári í nokkur ár. Vitað er um tjaldapar sem kom aftur og aftur á sama staðinn til að verpa í samfellt tvo áratugi!

Vel þekkt er að tjaldurinn komist á fertugsaldur.

Tjaldurinn er langlífur. Til að varpa ljósi á langlífi fugla þá merkja fuglafræðingar unga í hreiðri með því að setja hring um fót þeirra með ýmsum upplýsingum um fuglinn. Þegar þeir endurheimtast eða sjást aftur þá getur athugandinn meðal annars séð hvenær viðkomandi fugl var í hreiðri og lesið aldurinn út frá því. Samkvæmt slíkum merkingum þá er ekki óalgengt að tjaldurinn verði allt að 35 ára gamall og jafnvel eldri.

Eins og sjá má hér til hægri hefur verið fjallað um aldur ýmissa fugla á Vísindavefnum.

Heimild og mynd:


Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hver er líftími fuglsinss tjalds? Það verpir tjaldapar hér uppi á þaki ár eftir ár. Er þetta sama parið ár eftir ár eða eru þetta ungar sem koma næsta sumar?

...