Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvernig eru egg tjaldsins?

Grímur Valdimarsson, Hersir Hallsson og Svavar Hrafn Ágústsson

Tjaldur (Haematopus ostralegus) er af ættbálki strandfugla en hann er vaðfugl með langa fætur. Hann er að mestu leyti farfugl en hluti stofnsins dvelur þó á Íslandi á veturna. Farfuglarnir koma til Íslands í mars eða apríl og fara í ágúst eða september til annarra landa, þá gjarnan Bretlandseyja. Tjaldurinn er svartur á baki, hvítur á maga og með appelsínugulan gogg. Meðallengd tjalds er 43 cm, vænghaf er 80-85 cm og þyngd er 460-620 g. Hann étur krækling og annan skelfisk en hann opnar skeljarnar með kröftugum goggi og étur úr þeim fiskinn. Á landi étur hann ánamaðk og skordýr.

Tjaldur á eggjum.

Egg tjaldsins eru um 5,5 cm á lengd og um 3,9 cm á breidd. Þau eru brún eða gráleit með svörtum rákum og falla gjarnan vel inn í umhverfi sitt. Tjaldurinn verpir einu til fjórum eggjum en oftast eru þau þrjú. Eggin þykja kringlóttari en egg annarra vaðfugla sem eru jafnan nær því að vera perulaga. Varptími tjaldsins hefst í lok apríl eða byrjun maí. Útungunartíminn er 21-27 dagar en kvenfuglinn og karlfuglinn skiptast á að liggja á eggjunum. Talið er að 10.000-20.000 pör verpi á Íslandi á ári. Þau verpa víðs vegar um landið en aðallega við sjó.

Heimildir:

Mynd:
  • Wikipedia. Ljósmyndari er John Haslam. Birt undir Creative Commons-leyfi. Sótt 14. 6. 2012.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Útgáfudagur

15.6.2012

Spyrjandi

Rut Bjarnadóttir, f. 1999

Tilvísun

Grímur Valdimarsson, Hersir Hallsson og Svavar Hrafn Ágústsson. „Hvernig eru egg tjaldsins?“ Vísindavefurinn, 15. júní 2012. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=61987.

Grímur Valdimarsson, Hersir Hallsson og Svavar Hrafn Ágústsson. (2012, 15. júní). Hvernig eru egg tjaldsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=61987

Grímur Valdimarsson, Hersir Hallsson og Svavar Hrafn Ágústsson. „Hvernig eru egg tjaldsins?“ Vísindavefurinn. 15. jún. 2012. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=61987>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru egg tjaldsins?
Tjaldur (Haematopus ostralegus) er af ættbálki strandfugla en hann er vaðfugl með langa fætur. Hann er að mestu leyti farfugl en hluti stofnsins dvelur þó á Íslandi á veturna. Farfuglarnir koma til Íslands í mars eða apríl og fara í ágúst eða september til annarra landa, þá gjarnan Bretlandseyja. Tjaldurinn er svartur á baki, hvítur á maga og með appelsínugulan gogg. Meðallengd tjalds er 43 cm, vænghaf er 80-85 cm og þyngd er 460-620 g. Hann étur krækling og annan skelfisk en hann opnar skeljarnar með kröftugum goggi og étur úr þeim fiskinn. Á landi étur hann ánamaðk og skordýr.

Tjaldur á eggjum.

Egg tjaldsins eru um 5,5 cm á lengd og um 3,9 cm á breidd. Þau eru brún eða gráleit með svörtum rákum og falla gjarnan vel inn í umhverfi sitt. Tjaldurinn verpir einu til fjórum eggjum en oftast eru þau þrjú. Eggin þykja kringlóttari en egg annarra vaðfugla sem eru jafnan nær því að vera perulaga. Varptími tjaldsins hefst í lok apríl eða byrjun maí. Útungunartíminn er 21-27 dagar en kvenfuglinn og karlfuglinn skiptast á að liggja á eggjunum. Talið er að 10.000-20.000 pör verpi á Íslandi á ári. Þau verpa víðs vegar um landið en aðallega við sjó.

Heimildir:

Mynd:
  • Wikipedia. Ljósmyndari er John Haslam. Birt undir Creative Commons-leyfi. Sótt 14. 6. 2012.


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2012....