Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Hvernig rata farfuglarnir á milli landa?

JGÞ

Vísindamenn telja að helstu kennileiti farfugla séu segulsvið jarðar og staðsetning himintunglanna.

Það var Þjóðverjinn Wolfgang Wiltschko sem sýndi fyrstur manna fram á að fuglar nota segulsvið jarðar sem áttavita. Wiltschko gerði tilraun með þetta árið 1966 sem lesa má um í svari Jóns Más Halldórssonar Hvernig geta fuglar ratað svona langar vegalengdir? en þetta svar byggir meðal annars á því.Á þessu korti sjást flugleiðir kríunnar frá varpstöðvunum í norðri (gult) að vetrarstöðvunum í suðri (blátt). Til þess að komast þessu löngu leið þarf krían auðvitað að rata á einhvern hátt.

Fuglar hafa segulsteind í höfðinu og með henni geta þeir skynjað segulsvið jarðar. Þessa steind er ekki bara að finna í fuglum heldur einnig hjá býflugum og hvölum. Þessi segulsteind er meðal annars talin vera ein ástæða þess að sum dýr ókyrrast fyrir jarðskjálfta. Ef breytingar verða á rafsegulsviði fyrir jarðskjálfta getur þessi áttaviti ruglast og það getur vel valdið ókyrrð hjá dýrunum.

Heimildir kort og frekara lesefni:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.4.2008

Spyrjandi

Elsa Björk Guðjónsdóttir, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig rata farfuglarnir á milli landa?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7328.

JGÞ. (2008, 4. apríl). Hvernig rata farfuglarnir á milli landa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7328

JGÞ. „Hvernig rata farfuglarnir á milli landa?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7328>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig rata farfuglarnir á milli landa?
Vísindamenn telja að helstu kennileiti farfugla séu segulsvið jarðar og staðsetning himintunglanna.

Það var Þjóðverjinn Wolfgang Wiltschko sem sýndi fyrstur manna fram á að fuglar nota segulsvið jarðar sem áttavita. Wiltschko gerði tilraun með þetta árið 1966 sem lesa má um í svari Jóns Más Halldórssonar Hvernig geta fuglar ratað svona langar vegalengdir? en þetta svar byggir meðal annars á því.Á þessu korti sjást flugleiðir kríunnar frá varpstöðvunum í norðri (gult) að vetrarstöðvunum í suðri (blátt). Til þess að komast þessu löngu leið þarf krían auðvitað að rata á einhvern hátt.

Fuglar hafa segulsteind í höfðinu og með henni geta þeir skynjað segulsvið jarðar. Þessa steind er ekki bara að finna í fuglum heldur einnig hjá býflugum og hvölum. Þessi segulsteind er meðal annars talin vera ein ástæða þess að sum dýr ókyrrast fyrir jarðskjálfta. Ef breytingar verða á rafsegulsviði fyrir jarðskjálfta getur þessi áttaviti ruglast og það getur vel valdið ókyrrð hjá dýrunum.

Heimildir kort og frekara lesefni:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....