Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvenær mun sólin deyja út?

MBS

Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? kemur fram eftirfarandi um myndun sólarinnar:
Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafnvel þúsundir stjarna á borð við sólina. Stjarna myndast þegar slíkt ský verður fyrir ytri röskun og tekur að falla saman sökum þyngdaraflsins. Samþjöppun verður í miðjunni og myndast þar þéttur kjarni. Örlítill snúningur á skýinu í upphafi magnast upp og veldur því að umhverfis kjarnann myndast flöt skífa úr gasi og þar geta reikistjörnur myndast. Við áframhaldandi samþjöppun gassins eykst hiti og þrýstingur í kjarnanum.

Fyrir stjörnu af sömu stærð og sólin heldur samþjöppunin áfram þar til hiti í kjarnanum nær um 10 milljón °C en þá hefst þar kjarnasamruni. Orkulosun við slíkan samruna er nægileg til að vinna á móti samþjöppun vegna þyngdaraflsins og við tekur óralangt tímabil meðan sólin geislar frá sér ljósi í sífellu. Þetta stöðuga skeið varir um 10 milljarða ára hjá sólinni en hún er nú um það bil 4,5 milljarða ára gömul.
Þar sem líftími sólarinnar er um 10 milljarðar ára og hún er nú þegar um 4,5 milljarða ára gömul, má gera ráð fyrir að sólin muni ekki deyja út fyrr en eftir um það bil 5 milljarða ára.

Þegar vetnisbirgðir sólarinnar eru á þrotum mun hún ryðja af sér ytri lögum sínum og eftir mun aðeins standa kjarninn. Kjarni af þessu tagi er kallaður hvítur dvergur, en sólin mun þá hafa minnkað um helming og vera á stærð við jörðina. Kjarninn mun svo kólna smám saman þar til slokknar alveg á honum.

Ólíklegt er að mannfólkið muni nokkurn tíma þurfa að hafa áhyggjur af þessu, því að 5 milljarðar ára eru gríðarlega langur tími. Verði mannkynið enn til staðar á þessum tíma er líklegt að það búi þá yfir nægilegri tækni til að geta flutt sig yfir í önnur sólkerfi.

Fleiri svör eru til á Vísindavefnum um sólina:

Frekari fróðleik má svo einnig finna með því að nota leitarvélina á Vísindavefnum eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

4.4.2006

Spyrjandi

Unnur Björk Jóhannsdóttir

Tilvísun

MBS. „Hvenær mun sólin deyja út?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5778.

MBS. (2006, 4. apríl). Hvenær mun sólin deyja út? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5778

MBS. „Hvenær mun sólin deyja út?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5778>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær mun sólin deyja út?
Í svari Árdísar Elíasdóttur og Gunnlaugs Björnssonar við spurningunni Af hverju er sólin til? kemur fram eftirfarandi um myndun sólarinnar:

Sólin er ein af milljörðum stjarna í Vetrarbrautinni okkar. Í Vetrarbrautinni er að finna risavaxin gas- og rykský. Efnið í hverju slíku skýi gæti dugað til mynda hundruð, jafnvel þúsundir stjarna á borð við sólina. Stjarna myndast þegar slíkt ský verður fyrir ytri röskun og tekur að falla saman sökum þyngdaraflsins. Samþjöppun verður í miðjunni og myndast þar þéttur kjarni. Örlítill snúningur á skýinu í upphafi magnast upp og veldur því að umhverfis kjarnann myndast flöt skífa úr gasi og þar geta reikistjörnur myndast. Við áframhaldandi samþjöppun gassins eykst hiti og þrýstingur í kjarnanum.

Fyrir stjörnu af sömu stærð og sólin heldur samþjöppunin áfram þar til hiti í kjarnanum nær um 10 milljón °C en þá hefst þar kjarnasamruni. Orkulosun við slíkan samruna er nægileg til að vinna á móti samþjöppun vegna þyngdaraflsins og við tekur óralangt tímabil meðan sólin geislar frá sér ljósi í sífellu. Þetta stöðuga skeið varir um 10 milljarða ára hjá sólinni en hún er nú um það bil 4,5 milljarða ára gömul.
Þar sem líftími sólarinnar er um 10 milljarðar ára og hún er nú þegar um 4,5 milljarða ára gömul, má gera ráð fyrir að sólin muni ekki deyja út fyrr en eftir um það bil 5 milljarða ára.

Þegar vetnisbirgðir sólarinnar eru á þrotum mun hún ryðja af sér ytri lögum sínum og eftir mun aðeins standa kjarninn. Kjarni af þessu tagi er kallaður hvítur dvergur, en sólin mun þá hafa minnkað um helming og vera á stærð við jörðina. Kjarninn mun svo kólna smám saman þar til slokknar alveg á honum.

Ólíklegt er að mannfólkið muni nokkurn tíma þurfa að hafa áhyggjur af þessu, því að 5 milljarðar ára eru gríðarlega langur tími. Verði mannkynið enn til staðar á þessum tíma er líklegt að það búi þá yfir nægilegri tækni til að geta flutt sig yfir í önnur sólkerfi.

Fleiri svör eru til á Vísindavefnum um sólina:

Frekari fróðleik má svo einnig finna með því að nota leitarvélina á Vísindavefnum eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....