Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað standa jarðgöng lengi?

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er það haft að leiðarljósi við jarðgangagerð að gatið sem slíkt með styrkingum standi í hundrað ár, og sem dæmi má nefna að í Noregi eru til 100 ára gömul göng í notkun. Þá er líklega hægt að endurstyrkja, setja fleiri bolta og sprauta steypu. Rafmagnsbúnaðurinn í göngum endist hins vegar ekki nema í um 25 ár.

Almennt er það þannig að göng hafa orðið tæknilega úrelt, of þröng eða þannig að þeim er lagt af einhverjum orsökum. Fyrstu göng á Íslandi, um Arnardalshamar, voru opnuð 1949 og komst þá á vegasamband á milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Þau göng voru breikkuð 1995 þar sem þau voru tæknilega úrelt og allt of mjó en nú eru þau eins og ný.Fyrstu jarðgöng á Íslandi voru í gegnum Arnardalshamar, gjarnan kallað „Hamarsgatið“ af heimamönnum.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd:
  • Flickr. Ljósmyndari Ágúst Atlason. Sótt 6. 4. 2011.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

5.4.2011

Spyrjandi

Gunnar, f. 1995

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Hvað standa jarðgöng lengi?“ Vísindavefurinn, 5. apríl 2011. Sótt 19. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=59248.

EDS. (2011, 5. apríl). Hvað standa jarðgöng lengi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59248

EDS. „Hvað standa jarðgöng lengi?“ Vísindavefurinn. 5. apr. 2011. Vefsíða. 19. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59248>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hermann Þórisson

1952

Hermann Þórisson stundar rannsóknir í líkindafræði, einkum á sviði slembiferla og slembimála. Hann hefur meðal annars þróað hugtökin endurnýjun og jafnvægi og kannað eiginleika þeirra.