Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru lengstu göng Íslands?

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vegagerðarinnar eru tíu jarðgöng á vegakerfinu.

Lengstu veggöngin eru Héðinsfjarðargöng sem opnuð voru 2. október 2010. Þau eru 11.000 m löng og eru í raun tvenn göng sem tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð með viðkomu í Héðinsfirði. Göngin milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar eru 6.900 m en á milli Héðinsfjarðar og Siglufjarðar eru göngin 3.700 m. Auk þess eru vegskálar við alla gangamunn alls 450 m.

Næst lengst eru Vestfjarðagöng undir Breiðadals- og Botnsheiði milli Skutulsfjarðar (sem Ísafjörður stendur við), Önundarfjarðar og Súgandafjarðar. Þau eru 9.120 m löng en ólík öðrum veggöngum á Íslandi að því leyti að þau eru þriggja arma. Nánar tiltekið þá er Tungudalsleggur (sem liggur frá Skutulsfirði) um 2.000 m langur, Breiðadalsleggur (sem liggur frá Önundarfirði) er um 4.000 m og Botnsdalsleggur (sem liggur frá Súgandafirði) er um 3.000 m.

Þar á eftir koma Fáskrúðsfjarðargöng sem eru 5.900 m, Hvalfjarðargöng sem eru 5.770 m, Bolungarvíkurgöng 5.400 m og Múlagöng sem eru 3.400 m.

Þess má geta að það var ekki fyrr en rétt fyrir miðja síðustu öld (1948) sem fyrstu veggöngin á Íslandi voru tekin í notkun. Þá var sprengt í gegnum Arnarneshamar (kallaður Arnardalshamar í sumum heimildum) sem er 30 m þykkur berggangur á leiðinni milli Ísafjarðar og Súðavíkur.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimild: Vegagerðin

Útgáfudagur

30.4.2004

Spyrjandi

Viktor Eiríkur Ragnarsson, f. 1993

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hver eru lengstu göng Íslands?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2004. Sótt 24. ágúst 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4205.

EDS. (2004, 30. apríl). Hver eru lengstu göng Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4205

EDS. „Hver eru lengstu göng Íslands?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2004. Vefsíða. 24. ágú. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4205>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hrönn Ólína Jörundsdóttir

1978

Hrönn Ólína Jörundsdóttir er sviðsstjóri Mæliþjónustu og rannsóknarinnviða hjá Matís. Hún hefur stundað fjölbreyttar rannsóknir á mismunandi mengun, meðal annars á málmum og þungmálmum í íslensku umhverfi og matvælum, heildarútsetningu Íslendinga fyrir þungmálmum, áhrifum skipasiglinga á viðkvæmum norðurslóðum og magn plastagna sem sleppa út í hafið kringum landið.