Sólin Sólin Rís 03:06 • sest 23:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:20 • Sest 00:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:46 • Síðdegis: 23:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:36 • Síðdegis: 16:47 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:06 • sest 23:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:20 • Sest 00:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:46 • Síðdegis: 23:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:36 • Síðdegis: 16:47 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru lengstu göng Íslands?

EDS

Gengið er út frá því að spyrjandi eigi við veggöng og er svarið í samræmi við það.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vegagerðarinnar eru fjórtán veggöng í vegakerfi landsins sem eru alls um 64 km að lengd. Þar ef eru ein göng aflögð, það er Oddskarðsgöng og Húsavíkurhöfðagöng sem ekki eru ætluð almenningi heldur aðeins ætluð til vöruflutninga milli hafnarinnar á Húsavík og kísilmálmverksmiðju á Bakka.

Lengstu veggöngin eru Héðinsfjarðargöng sem opnuð voru 2. október 2010. Þau eru 11.000 m löng og eru í raun tvenn göng sem tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð með viðkomu í Héðinsfirði. Göngin milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar eru 6.900 m en á milli Héðinsfjarðar og Siglufjarðar eru göngin 3.700 m. Auk þess eru vegskálar við alla gangamunn alls 450 m.

Næst lengst eru Vestfjarðagöng undir Breiðadals- og Botnsheiði milli Skutulsfjarðar (sem Ísafjörður stendur við), Önundarfjarðar og Súgandafjarðar sem opnuð voru árið 1996. Þau eru 9.120 m löng en ólík öðrum veggöngum á Íslandi að því leyti að þau eru þriggja arma. Nánar tiltekið þá er Tungudalsleggur (sem liggur frá Skutulsfirði) um 2.000 m langur, Breiðadalsleggur (sem liggur frá Önundarfirði) er um 4.000 m og Botnsdalsleggur (sem liggur frá Súgandafirði) er um 3.000 m.

Vestfjarðagöng eru næst lengstu veggöng á Íslandi.

Þar á eftir koma Norðfjarðargöng sem eru 7.900 m og tóku við hlutverki Oddskarðsganga við opnun árið 2017 og Vaðlaheiðagöng sem opnuð voru 2018 og eru 7.500 m. Fimm göng eru á bilinu 5400-5900 m, það eru Fáskrúðsfjarðargöng (5900 m, opnuð 2005), Hvalfjarðargöng (5.770 m, opnuð 1998), Dýrafjarðargöng (5.600 m, opnuð 2020) og Bolungarvíkurgöng (5.400 m, opnuð 2010).

Þess má geta að það var ekki fyrr en rétt fyrir miðja síðustu öld (1948) sem fyrstu veggöngin á Íslandi voru tekin í notkun. Þá var sprengt í gegnum Arnarneshamar (kallaður Arnardalshamar í sumum heimildum) sem er 30 m þykkur berggangur á leiðinni milli Ísafjarðar og Súðavíkur.

Í lokin má nefna að veggöng eru ekki einu göng á Íslandi. Vatn er til dæmis leitt um göng frá lónum að sumum vatnsaflsstöðvum landsins og geta þau geta verið býsna löng. Frá Hálslóni, sem er miðlunarlón Fljótsdalsstöðvar, rennur vatn um tæplega 40 km löng aðrennslisgöng að stöðinni. Fljótsdalsstöð fær einnig vatn frá öðrum lónum á hálendinu, samtals eru jarðgöngin sem veita vatni til stöðvarinnar rúmlega 72 km löng.

Heimildir og myndir:


Gunnar Geir Pétursson, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, fær góðar þakkir fyrir ábendingu varðandi aðrennslisgöng.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

30.4.2004

Síðast uppfært

27.6.2025

Spyrjandi

Viktor Eiríkur Ragnarsson, f. 1993

Tilvísun

EDS. „Hver eru lengstu göng Íslands?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2004, sótt 1. júlí 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=4205.

EDS. (2004, 30. apríl). Hver eru lengstu göng Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4205

EDS. „Hver eru lengstu göng Íslands?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2004. Vefsíða. 1. júl. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4205>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru lengstu göng Íslands?
Gengið er út frá því að spyrjandi eigi við veggöng og er svarið í samræmi við það.

Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Vegagerðarinnar eru fjórtán veggöng í vegakerfi landsins sem eru alls um 64 km að lengd. Þar ef eru ein göng aflögð, það er Oddskarðsgöng og Húsavíkurhöfðagöng sem ekki eru ætluð almenningi heldur aðeins ætluð til vöruflutninga milli hafnarinnar á Húsavík og kísilmálmverksmiðju á Bakka.

Lengstu veggöngin eru Héðinsfjarðargöng sem opnuð voru 2. október 2010. Þau eru 11.000 m löng og eru í raun tvenn göng sem tengja saman Siglufjörð og Ólafsfjörð með viðkomu í Héðinsfirði. Göngin milli Ólafsfjarðar og Héðinsfjarðar eru 6.900 m en á milli Héðinsfjarðar og Siglufjarðar eru göngin 3.700 m. Auk þess eru vegskálar við alla gangamunn alls 450 m.

Næst lengst eru Vestfjarðagöng undir Breiðadals- og Botnsheiði milli Skutulsfjarðar (sem Ísafjörður stendur við), Önundarfjarðar og Súgandafjarðar sem opnuð voru árið 1996. Þau eru 9.120 m löng en ólík öðrum veggöngum á Íslandi að því leyti að þau eru þriggja arma. Nánar tiltekið þá er Tungudalsleggur (sem liggur frá Skutulsfirði) um 2.000 m langur, Breiðadalsleggur (sem liggur frá Önundarfirði) er um 4.000 m og Botnsdalsleggur (sem liggur frá Súgandafirði) er um 3.000 m.

Vestfjarðagöng eru næst lengstu veggöng á Íslandi.

Þar á eftir koma Norðfjarðargöng sem eru 7.900 m og tóku við hlutverki Oddskarðsganga við opnun árið 2017 og Vaðlaheiðagöng sem opnuð voru 2018 og eru 7.500 m. Fimm göng eru á bilinu 5400-5900 m, það eru Fáskrúðsfjarðargöng (5900 m, opnuð 2005), Hvalfjarðargöng (5.770 m, opnuð 1998), Dýrafjarðargöng (5.600 m, opnuð 2020) og Bolungarvíkurgöng (5.400 m, opnuð 2010).

Þess má geta að það var ekki fyrr en rétt fyrir miðja síðustu öld (1948) sem fyrstu veggöngin á Íslandi voru tekin í notkun. Þá var sprengt í gegnum Arnarneshamar (kallaður Arnardalshamar í sumum heimildum) sem er 30 m þykkur berggangur á leiðinni milli Ísafjarðar og Súðavíkur.

Í lokin má nefna að veggöng eru ekki einu göng á Íslandi. Vatn er til dæmis leitt um göng frá lónum að sumum vatnsaflsstöðvum landsins og geta þau geta verið býsna löng. Frá Hálslóni, sem er miðlunarlón Fljótsdalsstöðvar, rennur vatn um tæplega 40 km löng aðrennslisgöng að stöðinni. Fljótsdalsstöð fær einnig vatn frá öðrum lónum á hálendinu, samtals eru jarðgöngin sem veita vatni til stöðvarinnar rúmlega 72 km löng.

Heimildir og myndir:


Gunnar Geir Pétursson, sérfræðingur hjá Landsvirkjun, fær góðar þakkir fyrir ábendingu varðandi aðrennslisgöng....