Hvað er heitt í Hvalfjarðargöngunum? (Bryndís)Hvalfjarðargöngin voru formlega opnuð laugardaginn 11. júlí 1998. Framkvæmdir hófust í maí 1996 svo göngin voru um tvö ár í smíðum. Kostnaðurinn við þau nam 4630 milljónum króna miðað við verðlag ársins 1996. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni var meðaltalsumferð um göngin árið 2024 um 8.800 bílar á dag. Göngin eru 5770 metra löng og þar af eru 3750 metrar undir sjó. Í sunnanverðum göngunum er berghitinn um 40-50°C en lofthitinn um 10-12°C. Göngin eru 165 metra undir yfirborði sjávar og mesta sjávardýpt yfir göngunum eru 40 metrar. Heimildi og mynd
- Umferðartölur. Vegagerðin. https://www.vegagerdin.is/samgongukerfid/vegakerfid/umferdartolur
- Yfirlitsmynd: Jeff Hitchcock. (2016, 12. ágúst). Hvalfjarðargöng. Flickr. Birt undir CC BY 2.0 leyfi. https://www.flickr.com/photos/arbron/30892518882/