Á vefsetri fyrirtækisins Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöngin er að finna ýmsar tölur og upplýsingar um göngin. Þar kemur til dæmis fram að heildarlengd þeirra er 5,8 kílómetrar og þar af eru 3,8 km undir sjó. Hallinn að sunnanverðu er minni en í Kömbunum og hallinn að norðanverðu er svipaður og í Bankastræti í Reykjavík. Dýpsti hluti ganganna er 165 m undir sjávarmáli og mesta sjávardýpi fyrir ofan göngin er 40 m. Dýpsti staðurinn í göngunum er því að minnsta kosti 125 m undir sjávarbotni. Þykkt bergs yfir göngunum er hvergi minni en 40 m en ofan á berginu eru setlög sem eru allt að 80 m á þykkt.
Frekara lesefni af Vísindavefnum:- Hver eru lengstu göng Íslands? eftir EDS
- Hvað fara margir í gegnum Hvalfjarðargöngin að meðaltali á hverjum degi? eftir SHB
- Hvað erum við margar mínútur að labba í kringum Ísland? eftir Bryndísi Bjarkadóttur
- Hver er lengsta og stærsta íslenska brúin? eftir Hauk Hannesson