Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað liggja Hvalfjarðargöngin langt undir sjávarbotninum?

ÞV

Á vefsetri fyrirtækisins Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöngin er að finna ýmsar tölur og upplýsingar um göngin. Þar kemur til dæmis fram að heildarlengd þeirra er 5,8 kílómetrar og þar af eru 3,8 km undir sjó. Hallinn að sunnanverðu er minni en í Kömbunum og hallinn að norðanverðu er svipaður og í Bankastræti í Reykjavík. Dýpsti hluti ganganna er 165 m undir sjávarmáli og mesta sjávardýpi fyrir ofan göngin er 40 m. Dýpsti staðurinn í göngunum er því að minnsta kosti 125 m undir sjávarbotni. Þykkt bergs yfir göngunum er hvergi minni en 40 m en ofan á berginu eru setlög sem eru allt að 80 m á þykkt.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

29.1.2002

Spyrjandi

Þórunn Pétursdóttir, fædd 1991

Tilvísun

ÞV. „Hvað liggja Hvalfjarðargöngin langt undir sjávarbotninum?“ Vísindavefurinn, 29. janúar 2002, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2082.

ÞV. (2002, 29. janúar). Hvað liggja Hvalfjarðargöngin langt undir sjávarbotninum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2082

ÞV. „Hvað liggja Hvalfjarðargöngin langt undir sjávarbotninum?“ Vísindavefurinn. 29. jan. 2002. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2082>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað liggja Hvalfjarðargöngin langt undir sjávarbotninum?
Á vefsetri fyrirtækisins Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöngin er að finna ýmsar tölur og upplýsingar um göngin. Þar kemur til dæmis fram að heildarlengd þeirra er 5,8 kílómetrar og þar af eru 3,8 km undir sjó. Hallinn að sunnanverðu er minni en í Kömbunum og hallinn að norðanverðu er svipaður og í Bankastræti í Reykjavík. Dýpsti hluti ganganna er 165 m undir sjávarmáli og mesta sjávardýpi fyrir ofan göngin er 40 m. Dýpsti staðurinn í göngunum er því að minnsta kosti 125 m undir sjávarbotni. Þykkt bergs yfir göngunum er hvergi minni en 40 m en ofan á berginu eru setlög sem eru allt að 80 m á þykkt.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir og mynd: ...