Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:54 • Sest 15:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:57 • Síðdegis: 18:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík

Hver er lengsta og stærsta íslenska brúin?

Haukur Hannesson

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er lengsta brú Íslands brúin yfir Skeiðará en hún er 880 metra löng. Hún er töluvert lengri en næstlengsta brú landsins en það er Borgarfjarðarbrúin, sem er 520 metra löng.

Skeiðarárbrúin er einbreið með fimm útskotum þar sem bílar geta mæst.

Bygging brúarinnar hófst árið 1972 og hún var tilbúin að fullu þann 14. júlí 1974. Þegar framkvæmdum lauk var hringvegurinn um Ísland loks endanlega tilbúinn en að því hafði verið stefnt síðan árið 1967. Þegar brúin var vígð var hún 904 metra löng en við Skeiðarárhlaupið 1996 skemmdist hún og styttist í kjölfarið um 24 metra þegar hún var löguð.

Þegar brúin var reist var hún talin vera verkfræðilegt afrek þar sem hún var byggð á djúpum sandi yfir árfarveg þar sem reglulega eru jökulhlaup.Lengsta brú Íslands er Skeiðarárbrúin.

Þar sem Skeiðarárbrúin er einbreið er hún ekki stærst ef tekið er tillit til flatarmálsins heldur hefur Borgarfjarðarbrúin þar vinninginn. Flatarmál Skeiðarárbrúar er 3.870 m2 en Borgarfjarðarbrúarinnar 4.659 m2.

Borgarfjarðarbrúin var vígð í september árið 1981 og stytti það leiðina yfir Borgarfjörðinn töluvert, eða um ellefu kílómetra.

Hægt er að skoða lista yfir lengstu og stærstu brýr landsins á vef Vegagerðarinnar.

Borgarfjarðarbrúin er stærsta brú landsins.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

14.7.2010

Spyrjandi

Leikskólinn Klambrar

Tilvísun

Haukur Hannesson. „Hver er lengsta og stærsta íslenska brúin?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2010. Sótt 4. desember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=56612.

Haukur Hannesson. (2010, 14. júlí). Hver er lengsta og stærsta íslenska brúin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56612

Haukur Hannesson. „Hver er lengsta og stærsta íslenska brúin?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2010. Vefsíða. 4. des. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56612>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er lengsta og stærsta íslenska brúin?
Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er lengsta brú Íslands brúin yfir Skeiðará en hún er 880 metra löng. Hún er töluvert lengri en næstlengsta brú landsins en það er Borgarfjarðarbrúin, sem er 520 metra löng.

Skeiðarárbrúin er einbreið með fimm útskotum þar sem bílar geta mæst.

Bygging brúarinnar hófst árið 1972 og hún var tilbúin að fullu þann 14. júlí 1974. Þegar framkvæmdum lauk var hringvegurinn um Ísland loks endanlega tilbúinn en að því hafði verið stefnt síðan árið 1967. Þegar brúin var vígð var hún 904 metra löng en við Skeiðarárhlaupið 1996 skemmdist hún og styttist í kjölfarið um 24 metra þegar hún var löguð.

Þegar brúin var reist var hún talin vera verkfræðilegt afrek þar sem hún var byggð á djúpum sandi yfir árfarveg þar sem reglulega eru jökulhlaup.Lengsta brú Íslands er Skeiðarárbrúin.

Þar sem Skeiðarárbrúin er einbreið er hún ekki stærst ef tekið er tillit til flatarmálsins heldur hefur Borgarfjarðarbrúin þar vinninginn. Flatarmál Skeiðarárbrúar er 3.870 m2 en Borgarfjarðarbrúarinnar 4.659 m2.

Borgarfjarðarbrúin var vígð í september árið 1981 og stytti það leiðina yfir Borgarfjörðinn töluvert, eða um ellefu kílómetra.

Hægt er að skoða lista yfir lengstu og stærstu brýr landsins á vef Vegagerðarinnar.

Borgarfjarðarbrúin er stærsta brú landsins.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:...