Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er vatnsmesta á Íslands?

Ölfusá er vatnsmesta á landsins. Á heimasíðu Orkustofnunar er hægt að skoða niðurstöður vatnamælinga á rennsli vatnsfalla víðs vegar um landið. Þar kemur fram að meðalrennsli Ölfusár við Selfoss er 400 rúmmetrar á sekúndu (m3/s) á 44 ára tímabili.

Næst vatnsmesta á landsins er Þjórsá en samkvæmt sömu heimild er meðalrennsli hennar við Urriðafoss 363 m3/s.Ölfusá byrjar við ármót Hvítár og Sogsins og er leið hennar til sjávar aðeins 25 km. Við Selfoss er árfarvegurinn um 25 metra breiður og 9 metrar á dýpt en þegar neðar kemur breiðir áin úr sér og er ósasvæði hennar um 5 km á breidd.

Ölfusá var fyrst brúuð við Selfoss árið 1891 og var brúin á þeim tíma mesta mannvirki sinnar tegundar hér á landi. Sú brú féll niður undan tveimur vörubílum árið 1944 en var endurbyggð á sama stað. Árið 1988 var Ölfusárós brúaður og er það fjórða lengsta brú á Íslandi, 360 metra löng.

Heimildir og mynd:

Útgáfudagur

3.5.2004

Spyrjandi

Þorsteinn Gunnar Jónsson, f. 1993

Efnisorð

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hver er vatnsmesta á Íslands?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2004. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=4213.

EDS. (2004, 3. maí). Hver er vatnsmesta á Íslands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4213

EDS. „Hver er vatnsmesta á Íslands?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2004. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4213>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Jón Gunnar Bernburg

1973

Jón Gunnar Bernburg er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir Jóns Gunnars spanna fjölmörg svið félagsfræðinnar. Núverandi rannsóknarefni hans eru fjöldamótmæli í samtímanum, en hann hefur einnig fengist við rannsóknir sem tengjast vandamálum ungmenna og afbrotum, svo dæmi séu tekin.