Hringvegurinn er 1381 kílómetra langur því að göngugarpurinn okkar velur að labba Hvalfjörðinn en styttir sér ekki leið með því að fara gegnum Hvalfjarðargöngin. Við gerum ráð fyrir að hann sé röskur og gangi 4 kílómetra á klukkustund. Göngugarpurinn unnir sér ekki hvíldar heldur labbar stanslaust án þess að verða fyrir óhöppum eða óhagstæðu veðurfari.
Þá tekur gönguferðin hann: 14 daga, 9 klukkustundir og 15 mínútur. Í klukkustundum talið eru það 345 klukkustundir og 15 mínútur. Í mínútum talið tekur gönguferðin 20715 mínútur því 1381/4= 345,25 klukkustundir, sem er það sama sem 20715 mínútur.
Þetta svar er eftir grunnskólanemanda á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.
Heimildir Vasareiknir Vegagerð Ríkisins
Skoðið einnig skyld svör:
- Hvað tæki langan tíma að ganga til Plútós? eftir ritstjórnina.
- Brennir maður meiri orku með því að skokka 1 km eða að ganga 1 km, við sömu aðstæður? eftir Ingibjörgu Gunnarsdóttur.
- Blotnar maður minna í rigningu ef maður hleypur í staðinn fyrir að ganga? eftir Þorstein Vilhjámsson og Þorvald Arnar Þorvaldsson.
Mynd: HB