Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Í raun er ekki hægt að svara spurningunni beint því að það eru alltaf mörg eldgos í gangi á Íó. Til dæmis hefur Prómeþeifs-mökkurinn verið á hverri einustu mynd sem tekin hefur verið af því svæði á Íó síðan 1979 þegar Voyager-förin flugu hjá. Prómeþeifs-mökkurinn, sem heitir eftir gríska guðinum sem gaf mönnunum eldinn að sögn, hefur því verið til staðar í að minnsta kosti 21 ár.
Í ferð Voyager-faranna uppgötvaðist reyndar að þetta tungl Júpíters væri eldvirkt. Fyrir þann tíma datt engum í hug að þarna væri að finna bletti þar sem hitinn getur farið yfir 1800 K (1500 °C), og gosmekki sem rísa 300 km út í geiminn og eru því nógu stórir til þess að sjást frá jörðu með Hubble-sjónaukanum. Ýmislegt fleira kemur á óvart þegar Íó er skoðað. Til dæmis spúa eldfjöllin ekki kviku heldur frosnu brennisteinstvíoxíði (SO2) þótt undir niðri séu heitustu blettir í sólkerfinu.
Á þessari mynd, sem Galíleó-geimfarið tók í október 1999, sést hins vegar Masubi-mökkurinn. Hann virðist blár vegna þess hvernig smáar agnir í honum endurkasta ljósinu (sjá Af hverju er himininn blár?)
Ögmundur Jónsson. „Hvenær var síðasta gos á Íó?“ Vísindavefurinn, 15. nóvember 2000, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1134.
Ögmundur Jónsson. (2000, 15. nóvember). Hvenær var síðasta gos á Íó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1134
Ögmundur Jónsson. „Hvenær var síðasta gos á Íó?“ Vísindavefurinn. 15. nóv. 2000. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1134>.