
Gengið var frá samningi um vopnahlé í fyrri heimsstyrjöldinni í járnbrautarvagni í Compiégne-skógi í Frakklandi þann 11. nóvember 1918. Annar frá hægri er Ferdinand Foch, yfirmaður herja bandamanna.
Árið 1918 mun jafnan verða talið með merkustu árum veraldarsögunnar fyrir þær sakir að á því slotaði hinum tröllslegasta og blóðugasta hildarleik sem sögur fara af: veraldarstyrjöldinni miklu. Sá stórmerki atburður mun ljóma varpa á það um aldir alda.Þetta mátti lesa í Reykjavíkurblaðinu Ísafold 4. janúar 1919. En ljóminn dofnaði fljótt. Þriðji og fjórði áratugur 20. aldar voru ár óstöðugleika, kreppu og átaka. Svo fór að árið 1939 skall á önnur heimsstyrjöld, enn blóðugri og grimmilegri en fyrri heimsstyrjöldin hafði verið. Bækur á íslensku:
- Gunnar Þór Bjarnason, Stríðið mikla 1914-1918. Þegar siðmenningin fór fjandans til – Íslendingar og heimsstyrjöldin fyrri, Reykjavík 2016.
- Gunnar M. Magnúss, Ísland og heimsstyrjöldin fyrri 1914–1918 (Árin sem aldrei gleymast, 2. bindi), Hafnarfjörður 1965.
- Þorsteinn Gíslason, Heimsstyrjöldin 1914–1918 og eftirköst hennar. Samtíma frásögn, Reykjavík 1922 og 1924.
- Armisticetrain.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 8. 11. 2018).
- US 64th regiment celebrate the Armistice.jpg - Wikipedia, le encyclopedia libere. (Sótt 8. 11. 2018).
- Tanks on parade in London at the end of World War I, 1918.jpg - Wikimedia Commons. (Sótt 8. 11. 2018).