Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er innihald gelatíns og í hvaða neysluvörum er það að finna?

Björn Sigurður Gunnarsson

Gelatín er hlaupkennt, lyktarlaust og bragðlaust prótein sem verður til við hitun kollagenþráða meðal annars úr sinum og beinum spendýra í nærveru vatns. Eins og önnur prótein, samanstendur gelatín af amínósýrum. Út frá næringarfræðilegu sjónarmiði er gelatín ekki hágæðaprótein eins og önnur dýraprótein, vegna þess að í það vantar lífsnauðsynlegu amínósýruna tryptófan.

Vegna eiginleika gelatíns sem þykkingarefnis er það mikið notað í margs konar matvæli og matargerð, sem matarlím eða hlaup. Sömuleiðis er það notað í lím og filmur. Gelatín er stundum ranglega talið vera styrkaukandi fyrir þann sem þess neytir. Í matvælaiðnaði er það notað í sultur og hlaup, sælgæti, ís og niðursoðnar kjötvörur, svo að eitthvað sé nefnt.

Höfundur

Björn Sigurður Gunnarsson

matvæla- og næringarfræðingur

Útgáfudagur

21.11.2000

Spyrjandi

Vigdís Ingimundardóttir

Tilvísun

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvert er innihald gelatíns og í hvaða neysluvörum er það að finna?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2000, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1148.

Björn Sigurður Gunnarsson. (2000, 21. nóvember). Hvert er innihald gelatíns og í hvaða neysluvörum er það að finna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1148

Björn Sigurður Gunnarsson. „Hvert er innihald gelatíns og í hvaða neysluvörum er það að finna?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2000. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1148>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er innihald gelatíns og í hvaða neysluvörum er það að finna?
Gelatín er hlaupkennt, lyktarlaust og bragðlaust prótein sem verður til við hitun kollagenþráða meðal annars úr sinum og beinum spendýra í nærveru vatns. Eins og önnur prótein, samanstendur gelatín af amínósýrum. Út frá næringarfræðilegu sjónarmiði er gelatín ekki hágæðaprótein eins og önnur dýraprótein, vegna þess að í það vantar lífsnauðsynlegu amínósýruna tryptófan.

Vegna eiginleika gelatíns sem þykkingarefnis er það mikið notað í margs konar matvæli og matargerð, sem matarlím eða hlaup. Sömuleiðis er það notað í lím og filmur. Gelatín er stundum ranglega talið vera styrkaukandi fyrir þann sem þess neytir. Í matvælaiðnaði er það notað í sultur og hlaup, sælgæti, ís og niðursoðnar kjötvörur, svo að eitthvað sé nefnt.

...