Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:49 • sest 19:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:38 • Sest 24:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:22 • Síðdegis: 22:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju kallast matarlím húsblas?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? er matarlím prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmsa rétti, eins og búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað.

Í mörgum erlendum málum gengur matarlím undir heitinu gelatín en í dönsku kallast það husblas og þaðan kemur íslenska heitið húsblas. Danska orðið er samsett úr lágþýsku orðunum 'Hausen' og 'Blas'. Hausen er notað um styrjutegundina Huso huso, og 'Blas' um sundmaga. Fyrr á tíð var gelatín eða husblas unnið úr sundamaga Huso huso-styrjunnar. Hún var aðallega veidd vegna verðmætra hrogna en afgangarnir nýttir í annað. Huso huso er í mikilli útrýmingarhættu og það er ein ástæða þess að húsblas er nú unnið úr sláturafgöngum svína og nautgripa.

Húsblas eða matarlím var fyrr á tíð unnið úr sundmaga styrjunnar Huso huso. Þaðan kemur danska orðið husblas og íslenska heitið húsblas.

Í Íslenskri orðabók er fletta um orðið húsblas og það tilgreint sem samheiti matarlíms. Elsta dæmið um orðið á vefnum Tímarit.is kemur úr tímaritinu Ný félagsrit frá árinu 1843. Þar segir:

vörutegundir, sem tilbúnar eru annarstaðar einmitt úr enu sama efni og Íslendíngar hafa, t. a. m. lím úr hornum, skinnum, roðum og hveljum og húsblas úr sundmögum.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.1.2024

Spyrjandi

Björg

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju kallast matarlím húsblas?“ Vísindavefurinn, 12. janúar 2024, sótt 14. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85539.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2024, 12. janúar). Af hverju kallast matarlím húsblas? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85539

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju kallast matarlím húsblas?“ Vísindavefurinn. 12. jan. 2024. Vefsíða. 14. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85539>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast matarlím húsblas?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til? er matarlím prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmsa rétti, eins og búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað.

Í mörgum erlendum málum gengur matarlím undir heitinu gelatín en í dönsku kallast það husblas og þaðan kemur íslenska heitið húsblas. Danska orðið er samsett úr lágþýsku orðunum 'Hausen' og 'Blas'. Hausen er notað um styrjutegundina Huso huso, og 'Blas' um sundmaga. Fyrr á tíð var gelatín eða husblas unnið úr sundamaga Huso huso-styrjunnar. Hún var aðallega veidd vegna verðmætra hrogna en afgangarnir nýttir í annað. Huso huso er í mikilli útrýmingarhættu og það er ein ástæða þess að húsblas er nú unnið úr sláturafgöngum svína og nautgripa.

Húsblas eða matarlím var fyrr á tíð unnið úr sundmaga styrjunnar Huso huso. Þaðan kemur danska orðið husblas og íslenska heitið húsblas.

Í Íslenskri orðabók er fletta um orðið húsblas og það tilgreint sem samheiti matarlíms. Elsta dæmið um orðið á vefnum Tímarit.is kemur úr tímaritinu Ný félagsrit frá árinu 1843. Þar segir:

vörutegundir, sem tilbúnar eru annarstaðar einmitt úr enu sama efni og Íslendíngar hafa, t. a. m. lím úr hornum, skinnum, roðum og hveljum og húsblas úr sundmögum.

Heimildir:

Mynd:...