Sólin Sólin Rís 03:55 • sest 22:56 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:59 • Sest 03:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:27 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:42 • Síðdegis: 23:06 í Reykjavík

Gæti Íslendingur tekið trú sem leyfir fjölkvæni og stundað það?

Magnús Viðar Skúlason

Árið 1995 voru ýmis ákvæði tengd mannréttindum tekin upp í stjórnarskrána svo að hún myndi samræmast mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Eitt af þessum ákvæðum er í 63. grein um trúfélög en hún hljómar svo:
Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.
Nú skal ekki lagður dómur á það hvað myndi teljast gott siðferði eða hvað hafi áhrif á allsherjarreglu. En í öðrum kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993 eru skilyrði fyrir hjónavígslu rakin í 6 greinum þar sem kveðið er á um aldur hjónaefna, hvort hjónaefni sé lögræðissvipt, skyldleika hjónaefna, ættleiðingu, fjárskipti milli hjónaefnis og fyrri maka og að lokum um tvíkvæni sem hér er spurt um.

Í 11. grein laganna segir: „Eigi má vígja mann sem er í hjúskap.“ Gilda þessi skilyrði gagnvart öllum þegnum samfélagsins, óháð því í hvaða söfnuði viðkomandi er og hvort hann er skráður í þjóðkirkjuna eða ekki. Gildi ákvæðisins er einnig jafnt hvort sem það er sýslumaður eða prestur sem gefur hjónaefnin saman.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

21.11.2000

Spyrjandi

Garðar Valur Valbjörnsson

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Gæti Íslendingur tekið trú sem leyfir fjölkvæni og stundað það?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2000. Sótt 20. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=1153.

Magnús Viðar Skúlason. (2000, 21. nóvember). Gæti Íslendingur tekið trú sem leyfir fjölkvæni og stundað það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=1153

Magnús Viðar Skúlason. „Gæti Íslendingur tekið trú sem leyfir fjölkvæni og stundað það?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2000. Vefsíða. 20. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=1153>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gæti Íslendingur tekið trú sem leyfir fjölkvæni og stundað það?
Árið 1995 voru ýmis ákvæði tengd mannréttindum tekin upp í stjórnarskrána svo að hún myndi samræmast mannréttindasáttmála Evrópu sem Ísland er aðili að. Eitt af þessum ákvæðum er í 63. grein um trúfélög en hún hljómar svo:

Allir eiga rétt á að stofna trúfélög og iðka trú sína í samræmi við sannfæringu hvers og eins. Þó má ekki kenna eða fremja neitt sem er gagnstætt góðu siðferði eða allsherjarreglu.
Nú skal ekki lagður dómur á það hvað myndi teljast gott siðferði eða hvað hafi áhrif á allsherjarreglu. En í öðrum kafla hjúskaparlaga nr. 31/1993 eru skilyrði fyrir hjónavígslu rakin í 6 greinum þar sem kveðið er á um aldur hjónaefna, hvort hjónaefni sé lögræðissvipt, skyldleika hjónaefna, ættleiðingu, fjárskipti milli hjónaefnis og fyrri maka og að lokum um tvíkvæni sem hér er spurt um.

Í 11. grein laganna segir: „Eigi má vígja mann sem er í hjúskap.“ Gilda þessi skilyrði gagnvart öllum þegnum samfélagsins, óháð því í hvaða söfnuði viðkomandi er og hvort hann er skráður í þjóðkirkjuna eða ekki. Gildi ákvæðisins er einnig jafnt hvort sem það er sýslumaður eða prestur sem gefur hjónaefnin saman....