Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:31 • Sest 02:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:23 • Síðdegis: 24:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:08 • Síðdegis: 18:28 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?

Geir Þ. Þórarinsson

Um forngrískar uppfinningar hefur áður verið fjallað um á Vísindavefnum, í svari við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? Uppfinningarnar sem þar eru nefndar eru flestar óáþreifanlegar: stjórnskipan, bókmenntaform og fræðigreinar. En hvað með áþreifanlega hluti? Fundu Grikkir ekki upp nein tæki? Fyrir utan lásbogann sem nefndur er í fyrrnefndu svari, fundu Forngrikkir upp ýmis önnur tæki til viðbótar.

Seint á 6. öld f.Kr. fundu Grikkir til dæmis upp lyftingakrana sem gerði þeim kleift að lyfta þungum hlutum. Vindur og talíur á krönunum léttu mjög átakið. Á seinni hluta 5. aldar f.Kr. fundu Grikkir upp hjólbörurnar. Fornleifauppgröftur hefur leitt í ljós að Grikkir höfðu pípulagnir allt frá 5. öld f.Kr. og þeir fóru í sturtur til að baða sig. Gríski stærð- og eðlisfræðingurinn Arkímedes fann upp vatnsdælu sem er oftast nefnd Arkímedesarskrúfan. Vatnsmyllur virðast hafa verið í notkun frá 3. öld f.Kr. en vatnsklukkur voru einnig í notkun. Vatnsklukka hugvitsmannsins Ktesibíosar var afar nákvæm og líklega var ekki fundin upp nákvæmari klukka fyrr en á 17. öld. Ktesibíos fann einnig upp fallbyssu en notaðist þó ekki við byssupúður; síðari tíma heimildir geta þess að hann hafi nýtt loftþrýstingstækni.


Arkímedes fann upp vatnsdælu sem nefnd er Arkímedesarskrúfan.

Undir lok 3. aldar f.Kr. var fundin upp þurrkví til skipasmíða í grísku borginni Alexandríu í Egyptalandi. Á 1. öld e.Kr. fann gríski uppfinningamaðurinn Heron frá Alexandríu upp gufuvél sem nefnd hefur verið eimsnældan. Gufan var nýtt til þess að snúa kúlu sem var fest á tækið með snúningslegum en en óljóst er hvort tækið var nokkurn tímann hagnýtt í einhverjum tilgangi. Heron fann einnig upp fyrstu vindmylluna en hún knúði áfram vatnsorgel.

Ef til vill er Antikyþera-tækið frá 2. öld f.Kr., sem fannst á sjávarbotni árið 1901, eitt það undarlegasta en það hefur verið kallað fyrsta tölvan. Auðvitað er ekki um stafræna rafmagnstölvu að ræða því Grikkir nýttu ekki rafmagn. En tækið er einhvers konar reiknivél sem reiknaði meðal annars út stöðu himintunglanna. Vísindamenn hafa þó enn ekki áttað sig fyllilega á því hvernig tæki þetta virkaði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Brumbaugh, Robert S., Ancient Greek Gadgets and Machines (Westport, CT: Greenwood Press, Publishers, 1966).
  • Humphrey, John W., John P. Oleson og Andrew N. Sherwood, Greek and Roman Technology (London: Routledge, 1998).
  • White, K.D., Greek and Roman Technology (Ithaca, NY: Cornell University Press, 1984).

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

25.3.2010

Spyrjandi

Fjóla María Jónsdóttir

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2010. Sótt 14. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=12260.

Geir Þ. Þórarinsson. (2010, 25. mars). Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=12260

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2010. Vefsíða. 14. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=12260>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja?
Um forngrískar uppfinningar hefur áður verið fjallað um á Vísindavefnum, í svari við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? Uppfinningarnar sem þar eru nefndar eru flestar óáþreifanlegar: stjórnskipan, bókmenntaform og fræðigreinar. En hvað með áþreifanlega hluti? Fundu Grikkir ekki upp nein tæki? Fyrir utan lásbogann sem nefndur er í fyrrnefndu svari, fundu Forngrikkir upp ýmis önnur tæki til viðbótar.

Seint á 6. öld f.Kr. fundu Grikkir til dæmis upp lyftingakrana sem gerði þeim kleift að lyfta þungum hlutum. Vindur og talíur á krönunum léttu mjög átakið. Á seinni hluta 5. aldar f.Kr. fundu Grikkir upp hjólbörurnar. Fornleifauppgröftur hefur leitt í ljós að Grikkir höfðu pípulagnir allt frá 5. öld f.Kr. og þeir fóru í sturtur til að baða sig. Gríski stærð- og eðlisfræðingurinn Arkímedes fann upp vatnsdælu sem er oftast nefnd Arkímedesarskrúfan. Vatnsmyllur virðast hafa verið í notkun frá 3. öld f.Kr. en vatnsklukkur voru einnig í notkun. Vatnsklukka hugvitsmannsins Ktesibíosar var afar nákvæm og líklega var ekki fundin upp nákvæmari klukka fyrr en á 17. öld. Ktesibíos fann einnig upp fallbyssu en notaðist þó ekki við byssupúður; síðari tíma heimildir geta þess að hann hafi nýtt loftþrýstingstækni.


Arkímedes fann upp vatnsdælu sem nefnd er Arkímedesarskrúfan.

Undir lok 3. aldar f.Kr. var fundin upp þurrkví til skipasmíða í grísku borginni Alexandríu í Egyptalandi. Á 1. öld e.Kr. fann gríski uppfinningamaðurinn Heron frá Alexandríu upp gufuvél sem nefnd hefur verið eimsnældan. Gufan var nýtt til þess að snúa kúlu sem var fest á tækið með snúningslegum en en óljóst er hvort tækið var nokkurn tímann hagnýtt í einhverjum tilgangi. Heron fann einnig upp fyrstu vindmylluna en hún knúði áfram vatnsorgel.

Ef til vill er Antikyþera-tækið frá 2. öld f.Kr., sem fannst á sjávarbotni árið 1901, eitt það undarlegasta en það hefur verið kallað fyrsta tölvan. Auðvitað er ekki um stafræna rafmagnstölvu að ræða því Grikkir nýttu ekki rafmagn. En tækið er einhvers konar reiknivél sem reiknaði meðal annars út stöðu himintunglanna. Vísindamenn hafa þó enn ekki áttað sig fyllilega á því hvernig tæki þetta virkaði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Brumbaugh, Robert S., Ancient Greek Gadgets and Machines (Westport, CT: Greenwood Press, Publishers, 1966).
  • Humphrey, John W., John P. Oleson og Andrew N. Sherwood, Greek and Roman Technology (London: Routledge, 1998).
  • White, K.D., Greek and Roman Technology (Ithaca, NY: Cornell University Press, 1984).

Mynd:...