Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:35 • sest 16:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:54 • Sest 21:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:43 • Síðdegis: 23:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:07 • Síðdegis: 17:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er gott að trúa á Jesú?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Í þessu svari er gert ráð fyrir að átt sé við hvort trú á Jesú geri mann að betri eða hamingjusamari manneskju.

Sumt fólk sækir styrk í trú sína og finnst trúin gera það að betri manneskjum. Því finnst trúin veita huggun í heimi sem oft getur virst harðneskjulegur og það lítur á trú á Jesú sem leiðarljós í lífi sínu. Svo er til annað fólk sem líður alveg prýðilega án trúar á Jesú og jafnvel án trúar á nokkra guði yfirleitt. Oft heyrum við frásagnir fólks sem hefur “frelsast” eða tekið trú á Jesú Krist, sem segir að sér hafi liðið mjög illa áður en það fór að trúa og jafnvel fundist ástæðulaust að reyna að vera góð manneskja. Á hinn bóginn heyrum við líka frásagnir fólks sem hefur áður verið kristið en er nú orðið trúlaust sem finnst það hafa frelsast undan oki trúarinnar og líður betur án trúar á Jesú. Þannig eru til meðal fólks mörg og mismunandi viðhorf til trúarinnar.

Við megum heldur ekki gleyma því að í heiminum eru til ýmiss konar trúarbrögð og ekki snúast þau öll um Jesú. Bæði múslimar, hindúar, gyðingar, búddistar og ásatrúarfólk sækja styrk í sína trú á sama hátt og hin kristnu sækja sér styrk í trú á Jesú og guð kristinna manna. Fólk sem er trúlaust sækir sinn styrk eitthvað annað en í trú á guði, til dæmis í trú á manneskjuna og manngæskuna, hrifningu á undraheimi náttúrunnar eða bara gleði yfir því að vera til. Ekkert bendir til þess að fólk með einhverja eina trú sé betra eða hamingjusamara en fólk sem hefur aðra trú eða játar jafnvel enga trú. Í aldanna rás hefur sýnt sig að fólk með alls konar trú eða lífsskoðanir vinnur góðverk og jafnframt hefur trú af ýmsu tagi verið misnotuð til að réttlæta voðaverk. Þetta gildir jafnt um trú á Jesú sem aðra trú.

Niðurstaðan er því sú að það geti verið gott fyrir fólk að trúa á Jesú, þar á meðal marga sem gera það í raun. Hins vegar er alls ekki hægt að halda því fram að einmitt þessi trú sé endilega það besta fyrir okkur öll. Þannig telja margir mikilvægast af öllu, bæði fyrir einstaklinginn og mannkynið í heild, að við lærum að virða hvert annað óháð trúarskoðunum.

Sjá einnig svar Einars Sigurbjörnssonar við sömu spurningu.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

11.12.2000

Spyrjandi

Edda Rún Kjartansdóttir, fædd 1990

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er gott að trúa á Jesú?“ Vísindavefurinn, 11. desember 2000, sótt 8. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1231.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2000, 11. desember). Er gott að trúa á Jesú? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1231

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Er gott að trúa á Jesú?“ Vísindavefurinn. 11. des. 2000. Vefsíða. 8. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1231>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er gott að trúa á Jesú?
Í þessu svari er gert ráð fyrir að átt sé við hvort trú á Jesú geri mann að betri eða hamingjusamari manneskju.

Sumt fólk sækir styrk í trú sína og finnst trúin gera það að betri manneskjum. Því finnst trúin veita huggun í heimi sem oft getur virst harðneskjulegur og það lítur á trú á Jesú sem leiðarljós í lífi sínu. Svo er til annað fólk sem líður alveg prýðilega án trúar á Jesú og jafnvel án trúar á nokkra guði yfirleitt. Oft heyrum við frásagnir fólks sem hefur “frelsast” eða tekið trú á Jesú Krist, sem segir að sér hafi liðið mjög illa áður en það fór að trúa og jafnvel fundist ástæðulaust að reyna að vera góð manneskja. Á hinn bóginn heyrum við líka frásagnir fólks sem hefur áður verið kristið en er nú orðið trúlaust sem finnst það hafa frelsast undan oki trúarinnar og líður betur án trúar á Jesú. Þannig eru til meðal fólks mörg og mismunandi viðhorf til trúarinnar.

Við megum heldur ekki gleyma því að í heiminum eru til ýmiss konar trúarbrögð og ekki snúast þau öll um Jesú. Bæði múslimar, hindúar, gyðingar, búddistar og ásatrúarfólk sækja styrk í sína trú á sama hátt og hin kristnu sækja sér styrk í trú á Jesú og guð kristinna manna. Fólk sem er trúlaust sækir sinn styrk eitthvað annað en í trú á guði, til dæmis í trú á manneskjuna og manngæskuna, hrifningu á undraheimi náttúrunnar eða bara gleði yfir því að vera til. Ekkert bendir til þess að fólk með einhverja eina trú sé betra eða hamingjusamara en fólk sem hefur aðra trú eða játar jafnvel enga trú. Í aldanna rás hefur sýnt sig að fólk með alls konar trú eða lífsskoðanir vinnur góðverk og jafnframt hefur trú af ýmsu tagi verið misnotuð til að réttlæta voðaverk. Þetta gildir jafnt um trú á Jesú sem aðra trú.

Niðurstaðan er því sú að það geti verið gott fyrir fólk að trúa á Jesú, þar á meðal marga sem gera það í raun. Hins vegar er alls ekki hægt að halda því fram að einmitt þessi trú sé endilega það besta fyrir okkur öll. Þannig telja margir mikilvægast af öllu, bæði fyrir einstaklinginn og mannkynið í heild, að við lærum að virða hvert annað óháð trúarskoðunum.

Sjá einnig svar Einars Sigurbjörnssonar við sömu spurningu....