Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Get ég stofnað kirkju á Íslandi?

Baldur S. Blöndal

Öll spurningin hljóðaði svona:
Þarf að uppfylla skilyrði um lágmark, eða hvað þarf til að stofna kirkju á Íslandi? Ætli það þurfi einhvern lágmarksfjölda safnaðarmeðlima? Ég finn ekkert um það, með fyrirfram þökk fyrir svarið.

Stutta svarið er einfaldlega að öllum er frjálst að stofna kirkju eða trúarsamfélag og iðka sína trú án þess að tilkynna stjórnvöldum sérstaklega um slíkt. Eins og fram kemur í svari við spurningu um sértrúarsöfnuði er trúfrelsi bundið í stjórnarskrá lýðveldisins og ljóst að trúarhreyfingar eru ekki bannaðar.

Þrátt fyrir trúfrelsið gilda hins vegar sérstök lög um skráð trú- og lífsskoðunarfélög sem þiggja sóknargjöld úr ríkissjóði. Trúfélög njóta ákveðinnar sérstöðu því ríkissjóður greiðir þeim tiltekna fjárhæð sem miðast við fjölda skráðra félagsmanna og lögin eru sett til þess að aðgreina trúfélög frá félagasamtökum sem eiga ekkert skylt við trúarbrögð eða lífsskoðanir. Í II. kafla laganna eru nokkur skilyrði sett fram sem þess háttar félögum ber að fylgja. Eitt þeirra er krafan um lágmarksfjölda félagsmanna. Sá fjöldi er í dag 25 samkvæmt reglugerð sem var sett 2014.

Öllum er frjálst að stofna kirkju og iðka sína trú án þess að tilkynna stjórnvöldum um slíkt. Sérstök lög gilda hins vegar um skráð trú- og lífsskoðunarfélög sem þiggja sóknargjöld úr ríkissjóði.

Auk lágmarksiðkendafjölda þurfa skráð trúfélög að uppfylla ýmis önnur skilyrði. Starfsemi félagsins þarf að vera stöðug og félagsmenn eiga að taka virkan þátt í starfi þess. Félaginu er einnig skylt að sjá um athafnir sem trúfélög hafa verið þekkt fyrir að sinna, svo sem jarðarfarir, útfarir, fermingar og fleira. Félögin þurfa einnig að skila inn ársreikningum og gera stjórnvöldum grein fyrir fjárhag sínum og tilgreina hvernig þau hafa nýtt sóknargjöld sem þau fá úr ríkissjóði.

Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í nýlegu máli trúfélagsins Zuism gegn íslenska ríkinu. Þar taldi dómurinn réttmætt að stöðva greiðslu sóknargjalda þar sem félagið hafði ekki sannað að trúarhald þess væri reglulegt eða að félagið iðkaði nokkra trúarstarfsemi í raun.

Félög á Íslandi verða því ekki skráð sem trúfélög nema þau hafi að minnsta kosti 25 meðlimi sem deila trú á tilteknar lífsskoðanir sem miðast við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt. Auk þess verður félagið að iðka trú sína reglulega og sannanlega.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

9.6.2020

Spyrjandi

Ólafur M. Ólafsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Get ég stofnað kirkju á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 9. júní 2020. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79585.

Baldur S. Blöndal. (2020, 9. júní). Get ég stofnað kirkju á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79585

Baldur S. Blöndal. „Get ég stofnað kirkju á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 9. jún. 2020. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79585>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Get ég stofnað kirkju á Íslandi?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Þarf að uppfylla skilyrði um lágmark, eða hvað þarf til að stofna kirkju á Íslandi? Ætli það þurfi einhvern lágmarksfjölda safnaðarmeðlima? Ég finn ekkert um það, með fyrirfram þökk fyrir svarið.

Stutta svarið er einfaldlega að öllum er frjálst að stofna kirkju eða trúarsamfélag og iðka sína trú án þess að tilkynna stjórnvöldum sérstaklega um slíkt. Eins og fram kemur í svari við spurningu um sértrúarsöfnuði er trúfrelsi bundið í stjórnarskrá lýðveldisins og ljóst að trúarhreyfingar eru ekki bannaðar.

Þrátt fyrir trúfrelsið gilda hins vegar sérstök lög um skráð trú- og lífsskoðunarfélög sem þiggja sóknargjöld úr ríkissjóði. Trúfélög njóta ákveðinnar sérstöðu því ríkissjóður greiðir þeim tiltekna fjárhæð sem miðast við fjölda skráðra félagsmanna og lögin eru sett til þess að aðgreina trúfélög frá félagasamtökum sem eiga ekkert skylt við trúarbrögð eða lífsskoðanir. Í II. kafla laganna eru nokkur skilyrði sett fram sem þess háttar félögum ber að fylgja. Eitt þeirra er krafan um lágmarksfjölda félagsmanna. Sá fjöldi er í dag 25 samkvæmt reglugerð sem var sett 2014.

Öllum er frjálst að stofna kirkju og iðka sína trú án þess að tilkynna stjórnvöldum um slíkt. Sérstök lög gilda hins vegar um skráð trú- og lífsskoðunarfélög sem þiggja sóknargjöld úr ríkissjóði.

Auk lágmarksiðkendafjölda þurfa skráð trúfélög að uppfylla ýmis önnur skilyrði. Starfsemi félagsins þarf að vera stöðug og félagsmenn eiga að taka virkan þátt í starfi þess. Félaginu er einnig skylt að sjá um athafnir sem trúfélög hafa verið þekkt fyrir að sinna, svo sem jarðarfarir, útfarir, fermingar og fleira. Félögin þurfa einnig að skila inn ársreikningum og gera stjórnvöldum grein fyrir fjárhag sínum og tilgreina hvernig þau hafa nýtt sóknargjöld sem þau fá úr ríkissjóði.

Í þessu samhengi er athyglisvert að skoða dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í nýlegu máli trúfélagsins Zuism gegn íslenska ríkinu. Þar taldi dómurinn réttmætt að stöðva greiðslu sóknargjalda þar sem félagið hafði ekki sannað að trúarhald þess væri reglulegt eða að félagið iðkaði nokkra trúarstarfsemi í raun.

Félög á Íslandi verða því ekki skráð sem trúfélög nema þau hafi að minnsta kosti 25 meðlimi sem deila trú á tilteknar lífsskoðanir sem miðast við ákveðin siðferðisgildi og mannrækt. Auk þess verður félagið að iðka trú sína reglulega og sannanlega.

Heimildir:

Mynd:...