Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Er þjóðkirkjan ríkisstofnun?

Baldur S. Blöndal

Íslenskar ríkisstofnanir eru margar og mismunandi og engin algild skilgreining er til á ríkisstofnun. Í lögum um opinber fjármál er hugtakið ríkisaðili skilgreint sem: „aðilar sem fara með ríkisvald og þær stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis og sveitarfélaga.“ Björg Thorarensen hefur svo skilgreint ríkisvald á eftirfarandi hátt: „vald sem stofnanir ríkisins hafa til að setja mönnum ákveðnar reglur til að koma á skipulagi og felur þetta vald í sér heimild til að beita menn þvingunum til þess að þessum reglum sé fylgt“.[1] Þjóðkirkjan fer með opinbert vald í tilteknum málaflokkum og handhafi ríkisvalds að því leiti.

Dómkirkjan í Reykjavík.

Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar voru sett í maí 1997 en af þeim má lesa að rekstrarfyrirkomulag þjóðkirkjunnar er sérstakt þar sem ríkið sér um að greiða laun starfsmanna hennar. Var þetta ákveðið með svonefndu kirkjujarðasamkomulagi frá 1997 þar sem þjóðkirkjan lét ríkinu í té allar kirkjujarðir gegn því að ríkið greiði starfsmönnum hennar laun og að prestar og starfsmenn biskupsembættis njóti réttinda sem opinberir starfsmenn. Með setningu laganna var ætlunin að skilgreina þjóðkirkjuna sem sjálfstæðan aðila gagnvart ríkinu þó hún nyti stuðnings þess. Var þá lögð áhersla á að þjóðkirkjan nyti sjálfstæðis til að haga innri málefnum sínum sjálf. Lögin eru jafnframt útfærsla á 62. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um skyldu ríkisins til að „styðja og vernda“ kirkjuna. Var ætlunin með lögunum því að viðhalda þessum nánu tengslum en á sama tíma að aðgreina þjóðkirkjuna sem sjálfstæðan aðila gagnvart ríkinu sem slíku og tryggja henni fjármagn.

Þrátt fyrir ofangreint hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að þeirri niðurstöðu að þjóðkirkjan sé handhafi framkvæmdarvalds „a.m.k. að því leyti sem þeim er falið opinbert vald.“ Þar var sérstaklega vísað til eldri úrskurða og álita umboðsmanns Alþingis um þetta efni. Hlutar þjóðkirkjunnar hafa verið taldir sem hluti af ríkisvaldinu, þá sérstaklega þegar starfsvið hennar snertir stjórnsýslu og meðferð opinbers valds. Það voru þá skipanir í embætti í tíma eldri laga. Hins vegar falla ákvarðanir og athafnir kirkjunnar um kenningar og trúariðkun utan þess og þá ekki undir starfssvið umboðsmanns Alþingis.

Því er vandasamt að skilgreina þjóðkirkjuna sem ríkisstofnun, hún er sjálfstæður lögaðili sem nýtur stuðning ríkisins í formi ríkulegra fjárframlaga ár hvert. Innri málefni hennar eru á hennar eigin ábyrgð. Að því leyti sem hún fer með opinbert vald þarf hún að lúta upplýsingalögum og eftirliti umboðsmanns Alþingis. Þessi stjórnskipulega staða kirkjunnar er afar sérstök og má rekja til sögu kirkjunnar auk hins sérstaka kirkjujarðasamkomulags. Í stuttu máli er svarið við spurningunni því þetta: Þjóðkirkjan er ríkisstofnun að hluta til.

Tilvísun:
  1. ^ Björg Thorarensen. (2015). Stjórnskipunarréttur II: Handhafar ríkisvalds. bls. 30.

Heimildir:

Mynd:

Svarið var lítillega uppfært 23.4.2021.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

27.1.2020

Spyrjandi

Þorsteinn Davíð Stefánsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Er þjóðkirkjan ríkisstofnun?“ Vísindavefurinn, 27. janúar 2020. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=64083.

Baldur S. Blöndal. (2020, 27. janúar). Er þjóðkirkjan ríkisstofnun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=64083

Baldur S. Blöndal. „Er þjóðkirkjan ríkisstofnun?“ Vísindavefurinn. 27. jan. 2020. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=64083>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er þjóðkirkjan ríkisstofnun?
Íslenskar ríkisstofnanir eru margar og mismunandi og engin algild skilgreining er til á ríkisstofnun. Í lögum um opinber fjármál er hugtakið ríkisaðili skilgreint sem: „aðilar sem fara með ríkisvald og þær stofnanir, sjóðir og fyrirtæki sem eru að hálfu eða meiri hluta í eigu ríkis og sveitarfélaga.“ Björg Thorarensen hefur svo skilgreint ríkisvald á eftirfarandi hátt: „vald sem stofnanir ríkisins hafa til að setja mönnum ákveðnar reglur til að koma á skipulagi og felur þetta vald í sér heimild til að beita menn þvingunum til þess að þessum reglum sé fylgt“.[1] Þjóðkirkjan fer með opinbert vald í tilteknum málaflokkum og handhafi ríkisvalds að því leiti.

Dómkirkjan í Reykjavík.

Lög um stöðu, stjórn og starfshætti þjóðkirkjunnar voru sett í maí 1997 en af þeim má lesa að rekstrarfyrirkomulag þjóðkirkjunnar er sérstakt þar sem ríkið sér um að greiða laun starfsmanna hennar. Var þetta ákveðið með svonefndu kirkjujarðasamkomulagi frá 1997 þar sem þjóðkirkjan lét ríkinu í té allar kirkjujarðir gegn því að ríkið greiði starfsmönnum hennar laun og að prestar og starfsmenn biskupsembættis njóti réttinda sem opinberir starfsmenn. Með setningu laganna var ætlunin að skilgreina þjóðkirkjuna sem sjálfstæðan aðila gagnvart ríkinu þó hún nyti stuðnings þess. Var þá lögð áhersla á að þjóðkirkjan nyti sjálfstæðis til að haga innri málefnum sínum sjálf. Lögin eru jafnframt útfærsla á 62. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um skyldu ríkisins til að „styðja og vernda“ kirkjuna. Var ætlunin með lögunum því að viðhalda þessum nánu tengslum en á sama tíma að aðgreina þjóðkirkjuna sem sjálfstæðan aðila gagnvart ríkinu sem slíku og tryggja henni fjármagn.

Þrátt fyrir ofangreint hefur úrskurðarnefnd um upplýsingamál komist að þeirri niðurstöðu að þjóðkirkjan sé handhafi framkvæmdarvalds „a.m.k. að því leyti sem þeim er falið opinbert vald.“ Þar var sérstaklega vísað til eldri úrskurða og álita umboðsmanns Alþingis um þetta efni. Hlutar þjóðkirkjunnar hafa verið taldir sem hluti af ríkisvaldinu, þá sérstaklega þegar starfsvið hennar snertir stjórnsýslu og meðferð opinbers valds. Það voru þá skipanir í embætti í tíma eldri laga. Hins vegar falla ákvarðanir og athafnir kirkjunnar um kenningar og trúariðkun utan þess og þá ekki undir starfssvið umboðsmanns Alþingis.

Því er vandasamt að skilgreina þjóðkirkjuna sem ríkisstofnun, hún er sjálfstæður lögaðili sem nýtur stuðning ríkisins í formi ríkulegra fjárframlaga ár hvert. Innri málefni hennar eru á hennar eigin ábyrgð. Að því leyti sem hún fer með opinbert vald þarf hún að lúta upplýsingalögum og eftirliti umboðsmanns Alþingis. Þessi stjórnskipulega staða kirkjunnar er afar sérstök og má rekja til sögu kirkjunnar auk hins sérstaka kirkjujarðasamkomulags. Í stuttu máli er svarið við spurningunni því þetta: Þjóðkirkjan er ríkisstofnun að hluta til.

Tilvísun:
  1. ^ Björg Thorarensen. (2015). Stjórnskipunarréttur II: Handhafar ríkisvalds. bls. 30.

Heimildir:

Mynd:

Svarið var lítillega uppfært 23.4.2021.

...