Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi?

Hjalti Hugason

Siðaskiptin voru fjölþjóðleg kirkjuleg-, pólitísk-, menningar- og félagsleg hreyfing sem átti rót sína að rekja til guðfræðilegrar endurskoðunar á meginlandi Evrópu og á Englandi á 16. öld. Segja má að siðaskiptamenn hafi haft sameiginlega hugsjón og sjálfsmynd sem gekk í megindráttum út á að siðbæta kirkjuna, það er færa guðfræði hennar og helgisiði til upprunalegra horfs, meðal annars með því að hverfa aftur til biblíulegri kenningar og helgisiða. Því hafa þeir oft verið kallaðir siðbótarmenn. Fæstir hafa þeir að líkindum ætlað að kljúfa kaþólsku miðaldakirkjuna en svo fór þó víða um Evrópu, allt frá Alpafjöllum til Íslands.

Innan þess ramma sem að ofan getur greindi siðaskiptamenn mjög á og í kjölfarið á endurskoðunarstarfi þeirra komu evangelísk-lútherska kirkjan á Norðurlöndum og um norðanvert Þýskaland, kalvínska eða reformerta (dregið af reformation= endurskoðun, siðbót) kirkjan um sunnan og vestanvert Þýskaland, Sviss og víðar og anglíkanska kirkjan eða biskupakirkjan á Englandi. Auk þess komu fram ýmis smærri trúfélög mótmælenda sem sum hver voru mun róttækari en þessar megingreinar. Í kjölfarið varð rómverks-kaþólska kirkjan einnig til sem kirkjudeild sem var aðgreinanleg frá öðrum kirkjudeildum. Gerðist það með svokallaðri gagnsiðbót.


Trérista sem sýnir Martein Lúther á ríkisþinginu í Worms árið 1521, en þar var hann dæmdur í útlegð.

Ef litið er til helgisiða má segja að kalvínistar gangi lengst í endurskoðun sinni. Þeir fjarlægðu myndir og aðra helgigripi úr kirkjum sínum, lögðu niður prestsskrúða og einfölduðu guðsþjónustuform til mikilla muna. Anglíkanar héldu hins vegar hinum fornu siðum að mjög miklu leyti og líkjast helgisiðir þeirra því sem tíðkast í kaþólsku kirkjunni. Lútherskir menn standa mitt á milli og líkjast helgisiðir þeirra ýmist siðum kalvínista eða anglíkana og þá kaþólskra manna eftir því hvar við berum niður.

Kirkjur siðaskiptamanna eða mótmælenda eins og þeir eru líka nefndir slitu tengslum sínum við páfastólinn og lentu einnig víða í andstöðu við yfirvöld sem héldu fast við kaþólsku kirkjuna. Trúarlega séð klofnaði til dæmis þýska keisaradæmið. Keisari og ýmsir staðbundnir furstar héldu tryggð við kaþólsku kirkjuna en aðrir furstar snerust á sveif með mótmælendum. Í því pólitíska umróti er varð sem og því stjórnunarlega tómarúmi sem myndaðist þegar tengsl við páfa, hið trúarlega yfirvald, rofnuðu, reið kirkjunum á að finna sér nýja verndara. Í lútherskum ríkjum var hinn staðbundni fursti oftast kallaður til kirkjulegrar ábyrgðar sem voldugasti félaginn í söfnuðinum. Mynduðust þar með sterk tengsl milli ríkis og kirkju sem enn eru við lýði, til dæmis hér á landi. Eins gátu furstar tekið frumkvæði og beitt sér fyrir siðaskiptum í ríkjum sínum. Því máli gegnir til dæmis um Kristján III. (1503–1559) Danakonung sem kom lútherskri kirkju á í ríki sínu.

Í Danmörku hafði lúthersk siðbreytingarguðfræði rutt sér talsvert til rúms meðal borgarastéttarinnar í stærstu borgum ríkisins. Þá hafði konungurinn einnig snúist til lútherskrar trúar en hann var í miklum tengslum við mótmælendur í Þýskalandi. Gengu siðaskiptin í stórum dráttum yfir á tímabilinu 1536-1539.

Konungur keppti að því að sameina allt ríkið á grundvelli lútherskra trúarjátninga. Því þrýsti hann á um að þær yrðu lögteknar hér og gerðist það 1541 í Skáholtbiskupsdæmi og 1551 í Hólabiskupsdæmi. Hér var bændasamfélag án nokkurs þéttbýlis og milli- og menntamannastétta en í slíku félagslegu andrúmslofti breiddust guðfræðilegar nýjungar einkum út. Ekki var því grundvöllur fyrir siðaskiptahreyfingu hér, enda munu fáir hafa aðhyllst lútherska guðfræði á þessum tímum að undanskildum fáeinum ungum mönnum sem numið höfðu erlendis og voru meira að minna tengdir biskupsstólnum í Skálholti. Hér á landi urðu siðaskiptin því framkvæmd að utan og ofan og voru fremur pólitísk ákvörðun en trúarleg eða guðfræðileg hreyfing öfugt við þar sem gerðist víða erlendis.

Annað lesefni:
  • Vilborg Auður Ísleifsdóttir, 1997: Siðbreytingin á Íslandi 1537–1565; byltingin að ofan. Reykjavík, HÍB.
  • Loftur Guttormsson, 2000. Frá siðaskiptum til upplýsingar. (Kristni á Íslandi. 3. b.) Reykjavík. (Einkum bls. 9–110).

Mynd:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

24.2.2010

Spyrjandi

Atli Arnarson, Halldór Örn, f. 1991

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 24. febrúar 2010. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=16219.

Hjalti Hugason. (2010, 24. febrúar). Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=16219

Hjalti Hugason. „Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 24. feb. 2010. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=16219>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju urðu siðaskiptin hér á Íslandi?
Siðaskiptin voru fjölþjóðleg kirkjuleg-, pólitísk-, menningar- og félagsleg hreyfing sem átti rót sína að rekja til guðfræðilegrar endurskoðunar á meginlandi Evrópu og á Englandi á 16. öld. Segja má að siðaskiptamenn hafi haft sameiginlega hugsjón og sjálfsmynd sem gekk í megindráttum út á að siðbæta kirkjuna, það er færa guðfræði hennar og helgisiði til upprunalegra horfs, meðal annars með því að hverfa aftur til biblíulegri kenningar og helgisiða. Því hafa þeir oft verið kallaðir siðbótarmenn. Fæstir hafa þeir að líkindum ætlað að kljúfa kaþólsku miðaldakirkjuna en svo fór þó víða um Evrópu, allt frá Alpafjöllum til Íslands.

Innan þess ramma sem að ofan getur greindi siðaskiptamenn mjög á og í kjölfarið á endurskoðunarstarfi þeirra komu evangelísk-lútherska kirkjan á Norðurlöndum og um norðanvert Þýskaland, kalvínska eða reformerta (dregið af reformation= endurskoðun, siðbót) kirkjan um sunnan og vestanvert Þýskaland, Sviss og víðar og anglíkanska kirkjan eða biskupakirkjan á Englandi. Auk þess komu fram ýmis smærri trúfélög mótmælenda sem sum hver voru mun róttækari en þessar megingreinar. Í kjölfarið varð rómverks-kaþólska kirkjan einnig til sem kirkjudeild sem var aðgreinanleg frá öðrum kirkjudeildum. Gerðist það með svokallaðri gagnsiðbót.


Trérista sem sýnir Martein Lúther á ríkisþinginu í Worms árið 1521, en þar var hann dæmdur í útlegð.

Ef litið er til helgisiða má segja að kalvínistar gangi lengst í endurskoðun sinni. Þeir fjarlægðu myndir og aðra helgigripi úr kirkjum sínum, lögðu niður prestsskrúða og einfölduðu guðsþjónustuform til mikilla muna. Anglíkanar héldu hins vegar hinum fornu siðum að mjög miklu leyti og líkjast helgisiðir þeirra því sem tíðkast í kaþólsku kirkjunni. Lútherskir menn standa mitt á milli og líkjast helgisiðir þeirra ýmist siðum kalvínista eða anglíkana og þá kaþólskra manna eftir því hvar við berum niður.

Kirkjur siðaskiptamanna eða mótmælenda eins og þeir eru líka nefndir slitu tengslum sínum við páfastólinn og lentu einnig víða í andstöðu við yfirvöld sem héldu fast við kaþólsku kirkjuna. Trúarlega séð klofnaði til dæmis þýska keisaradæmið. Keisari og ýmsir staðbundnir furstar héldu tryggð við kaþólsku kirkjuna en aðrir furstar snerust á sveif með mótmælendum. Í því pólitíska umróti er varð sem og því stjórnunarlega tómarúmi sem myndaðist þegar tengsl við páfa, hið trúarlega yfirvald, rofnuðu, reið kirkjunum á að finna sér nýja verndara. Í lútherskum ríkjum var hinn staðbundni fursti oftast kallaður til kirkjulegrar ábyrgðar sem voldugasti félaginn í söfnuðinum. Mynduðust þar með sterk tengsl milli ríkis og kirkju sem enn eru við lýði, til dæmis hér á landi. Eins gátu furstar tekið frumkvæði og beitt sér fyrir siðaskiptum í ríkjum sínum. Því máli gegnir til dæmis um Kristján III. (1503–1559) Danakonung sem kom lútherskri kirkju á í ríki sínu.

Í Danmörku hafði lúthersk siðbreytingarguðfræði rutt sér talsvert til rúms meðal borgarastéttarinnar í stærstu borgum ríkisins. Þá hafði konungurinn einnig snúist til lútherskrar trúar en hann var í miklum tengslum við mótmælendur í Þýskalandi. Gengu siðaskiptin í stórum dráttum yfir á tímabilinu 1536-1539.

Konungur keppti að því að sameina allt ríkið á grundvelli lútherskra trúarjátninga. Því þrýsti hann á um að þær yrðu lögteknar hér og gerðist það 1541 í Skáholtbiskupsdæmi og 1551 í Hólabiskupsdæmi. Hér var bændasamfélag án nokkurs þéttbýlis og milli- og menntamannastétta en í slíku félagslegu andrúmslofti breiddust guðfræðilegar nýjungar einkum út. Ekki var því grundvöllur fyrir siðaskiptahreyfingu hér, enda munu fáir hafa aðhyllst lútherska guðfræði á þessum tímum að undanskildum fáeinum ungum mönnum sem numið höfðu erlendis og voru meira að minna tengdir biskupsstólnum í Skálholti. Hér á landi urðu siðaskiptin því framkvæmd að utan og ofan og voru fremur pólitísk ákvörðun en trúarleg eða guðfræðileg hreyfing öfugt við þar sem gerðist víða erlendis.

Annað lesefni:
  • Vilborg Auður Ísleifsdóttir, 1997: Siðbreytingin á Íslandi 1537–1565; byltingin að ofan. Reykjavík, HÍB.
  • Loftur Guttormsson, 2000. Frá siðaskiptum til upplýsingar. (Kristni á Íslandi. 3. b.) Reykjavík. (Einkum bls. 9–110).

Mynd:...